Tower Defence er ágætis skemmtun. Samt ekki flokka þetta undir að spila Warcraft 3, en þetta er svona sem maður spilar þegar manni leiðist eða e-ð, eins og vefleikir.
Flest TD borð sjúga en maul TD eru fín, gaman að eipa stundum. Hinsvegar finnst mér Line Tower Wars skemmtilegast, maður keppir við aðra að gera creep, og stöðva þeirra.
Svo eru til ‘RPG’ borð sem maður er bara með eina hendina á músinni og hina að bora í nefið á meðan maður drepur creep á fullu ..zzz.
Enfo's Team survival er fínt að spila nokkrum sinnum.
Líka ruggl eins og JailBreak.
Svona má lengi telja en maður fær fljótt leið á þessu öllu.
Líka eru til Micro Wars borð, ef þau eru balanced (og passa við nýjasta patch) er oft mjög gaman að spila þau, og líka maður fær fína Micro æfingu.
Og ég vona að þú ert að spila á US East, en ekki Europe. Europe er bad manner! T_T
Ef þú ert með rétt stillt á vélinni þinni áttu að fara á íslensku rásina þegar þú ert nýkominn inn á Battle.Net og ýtir á Chat takkann.
Annars skalltu gera “/join Frozen Throne ISL-1” fyrir TFT, og “/join Warcraft III ISL-1” ef þú ert enn að spila RoC.
Ef þú varst að spyrja um IRC rás geturu joinað #Warcraft.is á IRCnet.
Drake | keli