Ég og vinur minn stundum mikið War Craft 3 og segist hann vera alger snillingur í leiknum og hafa unnið hann án svindls á tæpum tvemur dögum. Síðan manaði ég hann í smá lan keppni heima hjá mér.
Hann kom með tölvuna sína og allt í góðu með það þengað til að við byrjuðum að spila.
Fyrst var allt gott en svo allt í einu fékk ég 10000 í gull og 10000 í timbur og síðan byrjuðu allir kallarnir mínir að búast til geðveikt hratt.
Það var augljóst hvað var að gerast, hann var að svindla á fullu og ég fékk greinilega líka svindlin hanns.
Ég ákvað að keppa bara áfram við hann án þessa að segja neitt því það var augljóst að hann vissi ekki hvað var í gangi.
Mér finnst skemmtilegast að spila lengi og láta leikinn endast solldið svo alltaf þegar hann gerði árás dritaði ég bara á móti og stútaði köllunum hanns.
En á endanum gafst hann upp á því og skrifaði enn eitt svindlið.
Fyrst vissi ég ekkert hvað var í gangi, en svo send hann einn kall á móti mér þannig ég grunaði að þetta væri einhverskonar ódauðleika svindl, og viti menn ég hafði rétt fyrir mér, ég sendi einn kall á móti honum og þeir tveir börðust og börðust og börðust en engin dó.
Þá allt í einu sakaði hann mig um svindl og spurði afhverju kallinn minn væri ekki dauður.
Ég sagði bara að alltaf þegar þú svindlar þá get ég líka notað svindlið, hann var allveg shokked og öskraði á mig “ERT ÞÚ AÐ SAKA MIG UM SVINDL”.
Ég móðgaðist mjög af þessu og kýldi hann, hann hljóp út og ég hef ekki séð hann síðan. Hann er ekki einu sinn búinn að sækja tölvuna sína.
Var ekki allveg rétt hjá mér að kýla hann??
mitt svar er já.
ég tel mig vera hugara!!!