Ástæðan fyrir því að Diablo II kom var sú að endirinn á Diablo gaf svo gott færi á framhaldi. Diablo dó aldrei þar, bara líkami hans. The Wanderer, þ.e. hetjan sem maður leikur í Diablo, stakk sálarsteininum sem hélt anda Diablo í höfuðið á sér til þess að halda honum líkt og Tal Rasha gerði til þess að halda Baal.
Í Diablo II nær Diablo svo yfirhöndinni yfir The Wanderer og allir ættu að vita framhaldið, hetjan í Diablo II drepur Diablo og Mephisto og eyðileggur sálusteinana þeirra. Á hinn bóginn þá man ég ekki eftir því að sálusteini Baal hafi verið eytt, líkama hans var bara eytt. Auk þess náði hann að spilla heimssteininum (the worldstone) sem skilur helvíti frá mannaheimum, og Tyrael erkiengill neyddist til þess að eyðileggja hann til þess að koma í veg fyrir stórslys. Þetta hins vegar gefur góða möguleika á framhaldi í einhverju formi, en hver veit hvaða form það verður (t.d. var framhaldið af WarCraft II gefið út sem bók, en það átti upprunalega að vera tölvuleikur undir nafninu WarCraft Adventures, og tengir það WarCraft II og WarCraft III að nokkru leyti)?<br><br>Villi
<i>And you don't seem to understand,
a shame you seemed a honest man,
and all the fears you hold so dear,
turn to whisper in your ear.</i>
<a href="
http://www.boaweb.co.uk“>Bôa</a> - <a href=”
http://www.boaweb.co.uk/audio/duvet.mp3">Duvet</a