Jæja gott fólk… Ef ykkur finnst Warcraft 3 skemmtilegur, af hverju spiliði þá ekki Starcraft? Af hverju? Það fáið þið að heyra. Það er eitt sem ég hef verið að velta fyrir mér undanfarna daga. Það er svooooo margt í Warcraft sem er svo líkt öðru í Starcraft. Það skil ég ekki, því að báðir leikirnir eru frá sama fyrirtækinu, Blizzard. Ég skal gefa ykkur smá dæmi um hvað ég er að tala um… Lítið t.d. á blight í Warcraft (slímið hjá Undead til þess að geta byggt á) og creep í Starcraft (slímið hjá Zerg til þess að geta byggt á). Og svo söguþráðurinn sjálfur, það er margt í honum sem er eins í báðum leikjum (t.d. ein sögupersóna í báðum leikjum sem er fyrst góð og verður síðan vond (Kerrigan í Starcraft, Arthas í Warcraft)). Ég ætlaði að senda inn könnun og sjá hversu margir myndu kjósa Warcraft, en því miður var hún ekki smaþykkt. Mér finnst bara asnalegt hversu margir dæma leiki eftir því hversu vel þeir líta út. Ég meina, það er náttúrlega ekkert verra að hafa góða grafík og svoleiðis. En að mínu mati er Starcraft einn af þeim bestu leikjum sem ég hef prófað. Og ekki er það nú verra að á næstunni sé að koma út “þrívíddar-Starcraft”, Starcraft: Ghost.
kv. raubbi