Best er bara að spila mjög mikið og horfa á replay til að læra af þeim bestu. Mæli með warcraftreplays.com og replays.net. Svo er líka svona guide fyrir nýliða(og allskonar nytsamlegar upplýsingar) á www.battle.net/war3 nauðsyn að lesa þetta.
Ef þú hefur ekki spilað strategy leiki mikið áður þá á eftir að taka tíma til að verða góður. Það er samt mismunandi eftir hverjum og einum.
Ég spilaði t.d. við 3DRambo í gær og hann var mjög góður miðað við hvað hann var búinn að spila fáa leiki(reyndar hefur hann spilað með mjög góðum gaurum og þeir hafa eflaust hjálpað honum). Efast um að hann eigi mikið fleiri accounts þar sem hann er líklega á fullu í cs.
Ég mæli með að þú veljir þér lið, bara það sem þér lýst best á. Helst ekki undead. Byrjaðu á því að læra alla hotkeys(t.d. ef þú ert með vinnukall þá ýtiru á b-f til að byggja farms). Þá ertu miklu fljótari að öllu. Muna takkana fyrir alla herospells, forðast að þurfa að færa músina niður í hægra hornið. Passaðu upp á hetjuna mjög vel og ef þú heldur að þú getir tekið út hetju hjá honum reyndu það þá.
Þú verður að læra á shift takkann. Eins og ef þú ert að byggja, ýtir á b-f setur niður farmið og heldur inn shift og ýtir á hægri takkann á wood. Þá fer vinnukallinn beint í wood eftir að hann klárar að bygga. Virkar með öllum liðum. Getur líka notað shift þegar þú ert að kanna, t.d. ýtir á hægri takkann á einn byrjunarstað heldur inni shift og ýtir á hægri takkann á næsta o.s.frv.
Getur líka notað shift við að creepa/eða í bardaga. ýtir á shift-hægri click á kall og á næsta o.s.frv. þetta er kallað focus fire og er miklu betra í bardaga, að klára einn kall og taka svo næsta.
Vertu bara óhræddur við að gera mistök fyrst, gerðu account sem þér er alveg sama um og reyndu fyrir þér eins best að gera hlutina. Betra að tapa nokkrum leikjum heldur en að læra ekkert nýtt og verða ekkert betri. Mæli með að þú spilir annaðhvort solo/arranged teams/ffa. Jafnvel random team 2v2. Alls ekki spila ums(kann ekki að útskýra en það er til endalaust af þannig og allt of margir Íslendingar festast í þessu). Undantekning er map sem heitir micro wars, það hjálpar þér að stjórna köllunum.
Íslenska rásin er warcraft iii isl-1 á us-east. Getur whisperað mig(/m Einar) og spurt hvort ég sé til að hjálpa þér í custom leik.
Átti ekki að vera svona langt.. en allavega, ef þú vilt verða góður þá þarftu að æfa þig. Þú átt líklega eftir að tapa mörgum leikjum fyrst en það kemur smátt og smátt.
kk,
Eina