Sama er mér<br><br>kvölin, pínan ég finn að vonin brestur,
engill dauðans er nú við hliðina á mér sestur,
rauð augun hafa löngunar augnráð,
hann horfir, skoðar það sem hann hefur náð,
öll von er nú horfin úr brjósti mér,
vonleysuna í gegnum augun ég sé,
andadráttur dauðans færist nær,
,,allt tekur enda” segir rödd bitur en tær,
svarti engillinn réttir fram höndina,
ég gríp í og í þeirri andrá, gef upp öndina,
logga sekúndur lífs míns gerast aftur í huga mér
og ég sé hvernig blaðið gegnum skinnið sker,
þessar sekúndur eru eins og margir klukkutímar að líða,
og ekki er blóðið að láta eftir sér bíða,
ég lít í spegilinn og andlit mitt blasir við,
alveg tilfinningalaust, aðeins um hvíld ég bið,
allar raddirnar í hausinum á mér hrópa nú af gleði,
loksins það sem þær voru búnar að bíða eftir skeði,
ég fell á gólfið og finn hvar stundin nálgast
dauðinn og líf, dauðinn kemur því lífið brast,
hvernig gast þú látið þetta gerast,
minningin hverfur og ég er farinn
aldrei aftur af eigin ofsóknum verð ég barinn,