Þetta er skrifað sem svar við greininni hérna fyrir neðan.
Fleyra fólk á eftir að lesa þetta ef ég set inn sem nýja grein.

Mínar hugmyndir eru þessar:
-Tala við stjornendur áhugamálsins, fá þá til að setja inn síðu.
s.s. hugi.is/blizzard/deildin eða fá að nota heimasíðupláss einhvers til að hosta síðuna.
-Skipa skal stjórnendur annað hvort með könnun hérna á huga eða að stjórnendur huga skipi einhverja til að sjá um þetta.
-Setja inn skráningarsíðu á síðuna. Sjá svo hvað margir skrá sig og ákveða riðla/reglur eftir því.
-Best væri held ég að hafa bara 2v2. En það má líka kjósa um það.
-Líka kjósa um hvaða dag þetta verður á.Fimmtudagskvöld kæmu sér vel.
-Mótið ætti að vera í um 1-2 mánuði, miðað við fjölda spilara/liða.
segjum að það yrði 2on2 keppni, 12 lið skrá sig.3 riðlar, 4 lið í hverjum. Þrjár fyrsu vikurnar keppa riðlarnir innbyrgðis og svo síðustu vikuna keppa 6 manns um titilinn (2 úr hverjum riðli.)
þetta er bara hugmynd.

Ég skil vel að margir myndu geta hugsað sér að vera sjórnendur.
Ég held líka að stjórnendur áhuamálsins myndu standa sig best í að stjórna/ákveða stjórnanda
Þegar kemur að því að kjósa stjórnanda þarf að velja einhvern sem þekkir leikinn inn og út. Kann á hann, þekkir spilarana og
spilar á hverjum degi. Einhvern sem hefur nægan tíma.
Einnig, verðlaun. Hvernig það fyrirkomulag á að vera dettur mér ekkert í hug.Eru verðlaun í þursinum?

Ég er tilbúinn til að leggja lið og ætti að gera fengið félaga minn með mér (BrjaludGeit, Rem1nder). Ættum að geta reddað
www.simnet.is/warcraft eða /war3.

Frábær hugmynd frá DeathHunte sem mér langar virkilega að verði að veruleika.


Takk Fyrir

*Mr.Chase
*Discontended