Mjög margir hafa verið að kvarta yfir balancing í Warcraft III.
Ég ætla aðeins að segja frá mínu sjónarhorni á ýmsu þessu.
Svona með fyrri grein í huga.
Keeper of the Groove er ekki of öflugur, entangle er ekki of öflugt. Það mætti kannski auka cooldown tímann á entangle en alls ekki breyta því meira. Ég hef athugað það mjög oft og þeir NE sem koma með solo KotG í basið hjá manni snemma eru yfirleitt að ýta sér í huntress. Í flestum tilvikum er herinn minn tilbúinn og mættur á svæðið áður en hann er kominn með huntress út.
Human Archmage, hann getur haldið uppi allt að 4 Water elementals í einu. En vert er að athuga að þegar hann er kominn á það lvl eru flestir komnir með dispell - ef ekki dispell þá “wand of nego”. Þar sem það er hátt cooldown á water elemental þá koma ekkert fleiri út á næstunni. Brilliance aura virkar mjög vel en hún er aðeins of öflug finnst mér varðandi aðrar units. Ég myndi telja það mætti minnka radiusinn á henni eða láta þá sem eru í kring bara fá 50-70% af því sem archmage er að fá í mana.
Human Mountain King - Tauren Chieftain, lang frá því að vera með of öflugt clap , þetta eru hetjur GERÐAR fyrir melee, þær eru gerðar með það í huga að halda stórum hóp af melee units í skefjum.
Shaman Bloodlust er fínt balancerað!
Athugið að priests fá dispell 1 reasearch lvli áður en shamans. Priest getur dispellað allt að 9 units fyrir 75mana , bloodlust kostar 50 mana. Ef þú ert ekki með counter fyrir bloodlust þegar orc kemur með það þá er það ekki útaf því að bloodlust er svona öflugt heldur afþví að þú ert að gera eitthvað vitlaust. Sama gildir hjá öðrum , NE eru komnir með Dryads áður en shammys fá bloodlust. Orcs fá purge áður en bloodlust. Undeads eru komnir með banshee á sama tíma og orcs eru með shamans. EF maður er ekki kominn með þetta þá getur maður verslað Wand of Nego , 200Gold.
Banshee, hef ekki haft næga reynslu af þessum units. Ég nota þær eiginlega eingöngu gegn orcs vegna ótta um taurens og bloodlust. Á móti knights eru þær einnig mjög hjálplegar. Þær eru góðar en ber að hafa í huga að þær geta ekki tekið allar units , hetjur - air - robotic er ekki hægt að taka. Auk þess eru þær með Lágt líf og DK nær ekki að halda uppi fleiri en 3 banshee í lífi.
Goblin land mines - mættu gera minna dmg , fáum sinnum sem það tekst hjá einhverjum að nota þetta svo lengi sem maður hefur augun opin.. ég óttast meira sentry wards.
Huntress eru ekki of öflugar - Þetta er algengur misskilningur , það hefur oftar en einusinni verið valtað yfir 10 huntress hjá mér. Að safna 1 gerð af units er eiginlega aldrei besti kosturinn. Hver sá sem býr ekki til neinn archer heldur fer beint í huntress er að gera sig veikan í byrjun leiks. Allir reyndir spilarar vita þetta og flestir senda KotG strax í base hjá mótherjanum til að skapa vafa og ótta með því að þykjast vera gera eitthvað , yfirleitt gera þeir það samt bara til þess að halda honum uppteknum svo hann nái í huntress áður en er ráðist á hann.
Deathunte vildi meina hérna áðan að NE gæti næstum alltaf unnið Human við hverju sem hann gerir. Bara svona til að hafa bakvið eyrað þá er Human komin með 1 hetju + 2 footman áður en 1 huntress er komin út hjá NE.
Ef við gerum ráð fyrir því að hetjan sé AM þá eru flestir reyndir spilarara komnar með í basið hjá NE áður en 1 huntress kemur út 2 Water Elemental - 2 Footmen - 1 Archmage VS Keeper of the Groove.
Ég er alveg hættur að sjá Offensive Towering hjá Orcs, mjög fáir nota það nema maphackers.
Steam tanks eru ekki of góðir , það tekur of langan tíma að techa upp og byggja þá.
Birnirnir (Druid of the Claw) hjá NE eru Tier 3 sem á að vera á móti Knights - Aboms - Taurens. Ef þú vilt fjarlæga að þeir geti lamið frá sér er alveg eins hægt að fjarlægja það líka hjá aboms , taurens og knights.
Leikurinn er mjög vel balancaður að mínu mati , það vanntar örlitlar fínpússanir en eins og er vil ég ekki kvarta.
Warcraft III er langt frá því að vera rock paper scissor - SC var mun meira rock paper scissor. Warcraft III byggjist auðvitað upp á einni braut - Byggja her, hinsvegar eru möguleikarnir frá því MUN fleiri en í Starcraft.
Paladin vanntar eitthvað örlítið - hann er rosalega þægileg hetja en mér finnst vanntar eitthvað attractive við hann eins og hinar hetjurnar.
PotM er gagnleg ef maður ætlar að leggja hetjur í einelti útaf seering arrow ,en í öllum borðum þar sem hægt er að kaupa wand og nego er hún frekar svona slöpp.
Lich hef ég barasta 1 sinni notað. Dreadlord hefur svo marga yfirburði yfir hana að ég bara get ekki hugsað mér að nota hana nema my 3rd choice og leikurinn er yfirleitt búinn áður en að því kemur.
Ultimate galdurinn hjá DK er alveg nægilega góður , Inferno er sterkur og magic immune sem gerir hann tilvalinn til að lenda hjá magic casters í hvaða stríði sem er =)
Hinsvegar eru örfáir hlutir sem er smá vandamál með.
Í örfáum möppum hafa ákveðin race yfirburði yfir annað. T.d. þeim sem hægt er að kaupa wand og nego er hægt að gera ekkert úr 2 ultimate spells hjá NE. Hinsvegar þar sem er ekki hægt að kaupa wand og nego getur NE verið komið með lvl 6 PotM áður en hinn er kominn með unit sem getur dispellað það. Ég á samt eftir smá meiri athugun á þessu.
Það mætti vera einhver dálkur hérna fyrir battle reports og til að senda inn replay finnst mér, Þau eru frekar lítil öll þessi replay og mikið hægt að læra af þeim , einnig er hægt að klippa þau til og sýna ákveðna hluti.