Mig langaði að koma af stað smá umræðu um strategíupælingar í wc3.
Ég er mjög hrifinn af Undead race-inu. Það eru fáir herir (af svipaðri stærð) sem ráða við Dredlord með lvl 3 Vampiric Aura og Death Knight með lvl 2 Unholy Aura, 4-6 Abomination, slatta af Ghouls og 2-3 Crypt Fiend og slatta Af Necromancerum. Aura-urnar stakkast og gefa því öllum gaurunum þínum bónus, DL-inn svæfir óvinahetjurnar og á meðan heldur DK-inn Abomination á lífi með Death Coil. Ef andstæðingurinn massar út tier 3 mele köllum (Tauren, Knight eða Abomination) þá getur maður búið til 2 Boneyard og powerað út Frost Wyrm. Frost Wyrm með necromancer backup (til að kasta unholy frenzy) eru nær óstöðvandi.
En ég lenti í sverum vandræðum í gær með að ráða við Orca. Gaurinn hafði þá einbeitt sér að hrúga út Grunts og notaði Shamans til að Bloodlusta þá og Witchdoctor til að kasta Healing Ward yfir orustusvæðið.
Þannig að ég spyr: hver er besta leiðin til að ráða við Bloodlustaða Grunta? Drepa Orc-gaurinn áður en hann kemst í Bloodlust :)
Endilega kommentiði á þetta og bætið við fleiri strategíum fyrir Undead, nú eða bara hvað sem er.