Ég keypti þennan leik um daginn, installaði og las manualinn á meðan. Keyrði hann og valdi nýjan leik, þar tók við character creation screen þar sem ég
gat valið útlit, nafn og kyn persónunnar minnar. Undarlegt sem það er voru engir “classar” til að velja úr. OK, ég valdi útlit og skírði perónuna Astaroth
(Soul Calibur) og byrjaði leikinn. Þá tók við in-engine frekar slappt myndband með narrator sem sagði að ég væri bóndi og það væri uppreisn í gangi í
landinu sem einnig var sagt frá en ég nenni ekki að fara nánar út í það.
Svo byrja ég að spila leikinn. Ég stoppa leikinn og skoða inventory þar sem ber að líta hníf og spell book (með engum göldrum). Svo loka ég því og tek
leikinn af pásu og sé ég þá að það er að ráðast á mig einhver vera sem heitir “Krug” og minnir einna helst á Orc, ég byrja að smella á hana eins hratt og
ég get (DII style) en ekki græði ég neitt á því, ég vel bara attack og þá ræðst persónan á óvininn þangað til annar deyr. Ég sker Kruginn í ræmur í 2 höggum
og hefst handa við að drepa félaga hans. En nú skal ég hætta með þessa lýsingu á því sem ég gerði (það væri allt of langt).
Ég ætla að taka fram strax að þetta er ekki bara venjulegur “swords & sorcery, medieval RPG” eins og maður hefur vanist í gegnum tíðina heldur eru í
leiknum vopn eins og flamethrowers, miniguns og grenade launchers. Sem og vélmenna óvinir sem hinir einkar skondnu Goblins framleiða (og loka
Goblinbardaginn er örugglega minnisstæðasti bardagi í nokkrum leik sem ég hef spilað)
Interface: leiksins og stjórnun sjálfvirkra persóna er að nær öllu leiti klónað úr Diablo I/II og Baldur's Gate og Icewind Dale leikjunum. Það gengur svo
langt að nánast sömu takkar (hotkeys) eru notaðir til þess að stjórna svipuðum aðgerðum og ekki bara inventory! En má þó segja því til ágætis að þeir
leikir voru báðir með mjög gott interface og NPC control þannig að ekki er hægt að segja þetta beint lélegt. Loot (það sem óvinir droppa) sýnir texta með
nöfnum hlutanna a skjánum (Alt :D) og nöfn óvina og líf þeirra sést einnig er músin er færð yfir þá.
Character progression: í leiknum er reyndar (surprisingly enough) engan veginn tekið úr neinum leik sem ég hef spilað (og engum leik svo ég viti til).
Þú ert með 3 attributes; Strength, Dexterity og Intelligience sem skýra sig sjálfir.
Og þú hefur 4 skills;
Melee (Sverð, Axir, Stafir o.s.frv.) sem byggir á styrk til þess að nota betri vopn, best að nota þennan ef persónu vantar líf eða styrk
Ranged (Bogar, Lásbogar og Byssur) sem byggir á og upp Dexterity og Strength til þess að bæta vopnabúrið
Combat Magic (Monster Summoning og “búmm búmm” galdrar sem og combat enhancer) Byggir á og upp Intelligence við/með notkun
Nature Magic (Ís og Eldingar, Healing og Combat Enhancers) Byggir á/upp við notkun Intelligence en hefur lítið eitt verri galdra en combat magic
Þú hækkar í skillum með því að nota galdra eða vopn sem nýta þá skills. Þú verður semsagt ekkert betri galdramaður með því að skera óvini þína í bita
með stóru sverði eins og þú kemst upp með í flestum öðrum leikjum. Semsagt ef að Astaroth tekur upp goblin-made Grenade Launcher og blastar nokkur
ph00l monsters þá hækkar Ranged skillinn hans og Dexterity smátt og smátt með hverju skoti en einnig Strength og Intelligence en bara í mun minna mæli
en Dex.
Attributes (STR, DEX, INT) þjóna þeim eina tilgangi að gera þér kleift að nota betri hluti. T.D. Þarf hátt dexterity en einnig sæmilegt strength til þess að nota
góða boga. Bersýnilega þarf hátt Str til þess að nota góð vopn og brynjur (þó sumar léttar brynjur hafi lítið eða ekkert str req. en eru yfirleitt dáldið á eftir
str using brynjum í Defense. Eitt kom mér skemmtilega á óvart í þessum efnum og það var að vissir hlutir (Staves, Robes, Wizard hats og nokkrir aðrir)
eru ekki með strength og dex requirements heldur þarf hátt Int til þess að nota þá þannig að wizards geti borið á sér mannsæmandi hluti.
Gameplay: Í þessum leik þá er party based teamplay í Single Player þar sem hópurinn samanstendur af 1 aðalcharacter (sem þú býrð til) og upp að 7
öðrum NPCs eða Packmules (sem ég kem að seinna). Ekki er rík áhersla á það að tala við NPCs heldur snýst þetta allt um það að drepa vonda kalla og er
lítið stöðvað í bæjum og búðum heldur bara náð í ný quest og haldið áfram og engar alvöru samræður eiga sér stað. Þú ert hvorki með sérstakan bæ í
vissum hlutum af leiknum (Diablo) og heldur ekki einn aðalbæ sbr. Baldur's Gate. Þú ert í realistic landi og þú mátt bara gjöra svo vel að labba á milli
bæja. Ekkert Town Portal og ekkert stórt kort til að styðjast við (think Baldur's Gate og Fallout).
Sagan í leiknum er mjög linear og þú færð litlu ráðið um framgang leiksins í heild sinni.
Packmules: Skemmtilegur fítus í leiknum eru múlasnar sem þú getur keypt og haft í partyinu (og teljast þeir með í hámarksfjölda charactera. Þeir eru með
ca. 4-5 sinnum stærri inventory en venjulegur character, sæmilegt líf (health) en nýtast ekki í bardaga og halda sér dáldið frá hópnum í þeim aðstæðum.
Þónokkuð vel framkvæmd viðbót við leikinn.
Ný vopn og galdrar finnast nokkuð oft og eru vopnin sambærileg í framvindu sinni við framvindu vopnanna í Diablo II. Galdrar finnast reglulega og eru
mjög fjölbreyttir og allir galdrar hafa eitthvað notagildi. Magical/Rare/(Unique) hlutir eru til staðar en ég hef aldrei fundið unique hlut þannig að ég er ekki
viss. En einnig eru ákveðin affix (diablo 13375p33|<) sem breyta virkilega útliti og hæfileikum hlutanna.
Óvinirnir eru yfirleitt vel balanced eftir svæðum og eru hæfilega erfiðir. Ekki eru þó random unique skrímsli (eins og í Diablo II) en þó eru alltaf viss einstök
skrímsli á hverju svæði
- - - - - - - - -
Grafíkin er frambærileg og hreyfingar persóna, útlit óvina og galdragrafíkin er mjög up-to-date án þess þó að hægja á leiknum. Hann keyrir smooth hjá mér
á 1024x768 16 bit resolution með flestum grafíkfítusum. Ég er þó ekki með nema 700mhz Athlon, 256 RAM, og Geforce 1 DDR kort. Einnig vil ég taka fram
að örvar sem skotið er í persónur/óvini sjást standa útúr þeim og bætir það mjög á tilfinningu bardagans. Engin Tomb Raider style cameru glitches eru í
leiknum og sést yfirleitt mjög vel hvað er að gerast og ef þú villist (sem gerist sárasjaldan þá er hægt að fara í einskonar mini-kort (ekki ósvipað Fallout
wilderness mapinu) og sjást allar leiðir mun skýrar. Litlir sem engir load times eru í leiknum, ennþá minni en eru t.d. í Diablo og skiptir engu máli hvað þú
ferðast langt hann stoppar aldrei til að loada. Svæðin eru fjölbreytt og skemmtilegt er hvernig sumir óvinir setja upp fyrirsát með því að fela sig á bak við
tré og slíkt (samt ekkert svona MoH skápa dæmi f. þá sem muna eftir því)
Frumleiki er yfirleitt ekki til staðar í þessum leik og dregur það hann dáldið niður að Gas Powered Games tóku góðar hugmyndir sem voru til staðar og breyttu þeim smávægilega og settu í sína game engine og settu í búðarhillur.
Þið verðið ekki svikin af þessum ef þið fílið Diablo, Fallout eða BioWare leikina.
4 af 5
Diablo áhugamálið er að deyja þannig að mér finnst að þetta eigi frekar heima þar en á leikir.
Inni sem ztaezz | 2809 stig