Ég er búinn að klára Warcraft III auk þess að hafa spilað hann þónokkuð á lani við félaga mína.

Yfir höfuð er leikurinn MJÖG öflugur , þessi nýja concept með RTS skila þeir mjög vel frá sér , manni bregður soldið í byrjun við þessu en þetta venst rosalega hratt.

Flestar myndirnar milli borða í Campaign eru bara renderaðar á staðnum og eru ekkert of góðar en hefur það samasem engin áhrif á sjálfan leikin þarsem þegar eitthvað stórt skeður fær maður að sjá pre-renderað sýnishorn(Orc sýnishornið er BRJÁLAÐ flott).

Eins óvenjulegt og það er nú þá þarf maður að vera með þónokkuð öfluga tölvu til að spila þennan leik , það er mjög mikið grafískt í leiknum og því betri tölvu því betur að vígi stendurðu. Sem mér finnst rosalega óvanalegt miðað við að þetta er blizzard og yfirleitt gat maður spilað alla leikina þeirra á sömu tölvu og maður spilaði diablo 1 á.

Það ber að hafa það í huga að Warcraft 3 BÝÐUR uppá það að það sé búið til svokallað MOD á hann og hafa hugmyndir varðandi að einhver utanaðkomandi blizzard gæti búið til SC2 í fátækri útgáfu.

Racin ef einhver skildi ekki vita þau + hetjur

Night Elf - Demon Hunter - Priestess of the Moon - Keeper of the Grove

Undead - Lich - Death Knight - Dreadlord

Orc - Tauren Chieftain - Farseer - Blademaster

Human - Paladin - Mountain King - Arch Mage

Í svona fyrstu sýn þá virðist War3 vera nokkuð balancaður en eftir mikla spilun í multiplayer kemur í ljós að nokkrir stórir gallar eru til staðar sem vonandi verða lagaðir í næsta patch.

Night Elf
Lítið hp , sæmilegur skaði mjög góðir í stórum pökkum , mjög fínar ranged units og besta hetjan PotM í augnablikinu. Moon Wells eru mjög góðir til að creepa í byrjun leiksins vegna þess að þeir heala og bæta mana á kallinum sem er næst þeim.
Night Elfs eru að mér finnst best hentugir ef maður vill lvla hetjuna sína sem fyrst vegna þess að KotG(Keeper of the Groove) getur um leið og hann poppar farið í creephunting ásamt 2 archers + summoned treants til að enginn taki dmg af creeps ef maður skildi verða fyrir árás.

Auk þess er demon hunter mjög öflugur en hann er meira oriented til að gera öðrum hetjum lífið leitt (Manaburn -300 mana þegar það er maxað) auk þess er hann mjög öflugur á móti mörgum litlum units vegna þess að hann er með dmg-shield sem gerir 10-30dmg per sek fyrir hvern einasta sem er að ráðast á hann og svo fær hann líka evade 10-30% líkur á að verði ekki hittur.

Keeper of the Groove mjög öflugur svo lengi sem það eru tré í borðinu eða ef maður hatar hetjurnar hjá hinum mjög mikið. Er með thorns auru en hún gerir rosalega takmarkað það sem eiginlega engin unit hjá NE er með nóg HP til að gera þetta þess virði að láta punkta í þetta. Rootið hans er hinsvegar mjög öflugt til að slátra hetjun eða köllum sem eru að hlaupa burt úr combat og treants geta verið mjög pirrandi í áras og er ekkert nema snilli þegar maður er að TreeCreeping.

PotM(Priestess of the Moon) er ALLTOF öflug í augnablikunu. Eins og ég nota hana aldrei þá er hún með sjúkan ultimate skill sem heitir Starfall eða Starburst(man það ekki) sem er Area Effect regngaldur sem gerir kraftaverk á móti byggingum og landher auk þess er hún með scout sem býr til uglu til að afhjúpa kortið og líka auru sem bætir dmg hjá ranged og líka skill sem bætir fire dmg á örvarnar sem hún skýtur.

Svona til að gefa ykkur smá hugmynd um hversu öflugt starfall(burst) er.
Ég labbaði með lvl 10 PotM + lvl 10 KofG + 3 Ballistae inní base hjá félaga mínum sem ég var að spila á móti , lét ultimatum á hjá báðum hetjum. Endaði í 41 unit dauð og 7 byggingar farnar. (KotG er með ultimatum tranquility AE heal galdur sem endist í 30 sec).

Stórt vandamál við þá er hversu mikið micro þarf til að heala einn stinkin kall , í stórum baráttum er MJÖG erfitt að ná því tímanlega. auk þess sem healer units eiga réttsvo 400hp og vilja endilega alltaf fara í combat nema maður láti þær á hold og í hvert skipti sem maður er búinn að heala unit þarf maður að láta healerinn AFTUR á hold svo að hann hlaupi ekki BEINT inní miðjuna á slagsmálunum og steindrepist. Tala nú ekki um þegar maður er með fleiri en einn hóp og þarf að heala unit í hinum hópnum , maður þarf að fara og finna hana á bardagavellinum ,, soldið erfitt að finna eina unit af 6 sem líta eins og ná henni áður en hún drepst.
Þetta er orðið soldið flókið að heala þegar maður þarf að láta healerinn á HOLD , klikka sérstaklega á hann þegar maður þarf heal , finna gaurinn sem þarf að heala og heala hann og láta svo aftur á hold og svo halda áfram að stjórna bardaganum, etta er hreint helvíti á móti t.d. humans þar sem maður lætur bara prestinn á follow á hetjuna og hann sér um restina. Eða orcs maður tekur witch doctor lætur niður staff í miðjuna á öllum köllunum sínum. Tala nú ekki um þegar NE eru með MINNSTA HPið.

Undead
Hérna er lykilhluturinn fjöldinn og rétt samsetning.
Þó eru abominations með 1080 hp og telst það frekar mikið en þeir kauðar koma bara inní langa leiki. Betra er að treysta frkear á að nýta sér Ghouls og Crypt Fiends svo maður lifi nú eitthvað. Ég er ágætlega hrifin af Undeads en finnst eitthvað vanta við þá , veit samt ekki hvað. Þeir eru soldið líkir zerg miðað við byggingar þar sem maður þarf alltaf að vera með svona “undirlag” til að geta byggt ofaná. Síðan eru þeir með protoss dæmið þannig að maður þarf bara byrja bygginguna og fara svo að gera eitthvað annað.

Hetjurnar
Death Knight -
Þessi er fyrir þá sem njóta þess að drepa hetjurnar hjá hinum.
Death knight fær heal/damage - own units / enemy galdur sem kemur sér mjög vel þegar á að fara drepa hetjur. Auk þess fær hann undead aura sem stackar ÓTRÚLEGA vel með vampiric aura(dreadlord) ásamt Death Pact(étur þinn eigin mann og tekur lífið hans og breytir í sitt , sem þýðir að DK er næstum ódrepandi svo lengi sem þú ert ekki að soloa með honum) og ultimatum sem hann fær er ressurect 6 units around.

Dreadlord - (sá sem ég fíla)
Mjög öflugur á móti öðrum oft og sérstaklega heppilegur til að Sleepcreepa labbar maður með bara 2 ghoul eða álíka og sleepar allar hinar units á meðan maður einbeitir sér af því að drepa eina. Spellarnir eru Vampiric Aura 10-30% dmg made converts to hit points fyrir alla sem eru í kring. Sleep 10-30 sec make unit sleep. Og svo man ég ekki hina , geta ekki verið það mikilvægir =)

Lich - Nota sárasjaldan
Hún er með frost nova , death pact (tekur þína eigin unit , étur hana og breytir lífinu í mana) og eitthvað fleira dótari =)

Plúsar
Undead eru með mjög góðar varnir , bæði air og land og það eru bara upgraded food centers í raun þannig þær eru ódýrar , tekur lítinn tíma að búa til (60sec) og halda óvininum frá á meðan maður labbar eða portar hetjuna sína til baka til að ýta aðeins við honum. Aurur hjá 2 hetjunum stacka ótrúlega vel saman og erfitt að drepa þá sem eru í þeim hóp. Hinsvegar er það soldið að ef maður kemst í vandræði með undead þá eru það yfirleitt stór vandræði.

Orcs:
Protoss styrkur hér! Stórar miklar sterkar units en þú borgar fyrir það. Mjög þægilegt með að það er minna micro hjá Orcs heldur en öðrum en því betri tímasetningu þarf maður =).
Shamans eru algjör bomba fyrir melee kalla þar sem þeir eru með bloodlust hver man ekki eftir því úr War2 auk þess þá er healing hjá þeim mjög þægilegt þar sem það gengur útá stafi sem settir eru á jörðina og heala allar units í kring. Shamans eru aðeins og glaðir til að bloodlusta ef maður lætur þá á auto en auðvelt að stýra því með að tagga þá við lykil. Kodo beasts koma sér líka mjög vel ef óvinurinn ætlar að byggja einhverjar super units sem maður veit að kosta helling t.d. tauren.

Hetjur -
FarSeer (sama og thrall er)
Fínn í creeping þar sem að chain lightning virkar mjög vel þegar einhver er með low hp mobs svona nálægt hvor öðrum , sérstaklega þegar maður getur hlupið aðeins burt eftir hvert og komið aftur. Chain lightning er líka hryllingur fyrir archers hjá NE þar sem þeir með mjög lítið líf. Auk þess er hann með sight sem er svosem okey en á þeim stundum sem mikil not eru af því er maður yfirleitt að creepa. Ultimate hjá honum er allt í lagi , earthquake sem skemmir byggingar en hann er frekar lúxus heldur en annað , en kemur sér mjög vel ef maður lendir í baráttu fyrir utan virkið hjá óvininum þar sem hann hægir um 75% á units.

Tauren Chieftain (ljótur stór ofvaxinn hestur)
Hátt hp , mikið dmg close combat spells eins og stun og fleira , ég nota þessa hetju næstum aldrei nema vegna endurance aura , því þessi hetja er mjög auðveldlega drepin vegna þess að hún er hægtfara oft, samt klúður ef maður drepur hana en mér finnst hún ekki þess virði. Fær Area effect stun og fleira og ultimatum er complete revive (ef hún drepst þá eftir nokkrar sekúntur birtist hún aftur með fullt líf og fullt mana en það er í raun bara meira XP fyrir mótspilarann ef hann veit þú ert með það.

Blademaster - (minn uppáhalds)
Þessi gerir marga brjálaða , critical hits , mirror image , invisibility , mana burn.
Ég hef gert 254 skaða í einu höggi með þessum kauða , þetta er Melee fighter útí eitt. Og verður MUN hættulegri með hverju lvlinu.
Yfirleitt er það fyrsta sem maður vill með þessum Mirror image , svona álíka eins og illusion í starcraft nema hetjan er með þetta og það er ekki auðvelt að greina á milli hver er alvöru , mjög gott líka til að Creepa þar sem maður tekur ekkert damage. Manaburn er númer 2 hjá mér , þú gerir öðrum hetjun lífið mjög leitt með þessu. Númer 3 er mismunandi og fer eftir því á móti hverjum ég er að spila. Stundum kemur burn sér betur , stundum kemur invisibility , stundum flames fer eftir aðstæðum.

Humans!

Álíka og í hinum að vissu leiti , hetjurnar gera samt rosalega mikið fyrir þá. Þeir eru með mjög mikið af Area effect dóti sem gerir dmg. Mjög góðir og þægilegir healerar. Það á til að vera soldið vandamál með að það er eriftt að halda uppi lífinu á sumum í hópnum en drepast allir einhverntímann. Soldið vont stundum að creepa með þeim nema maður taki archmage hetju. Þar sem paladins hetjan getur ekki healað sjálfan sig og Mountain King er pure offense HK. Turnar eru vandamál fyrir humans þar sem tekur langan tíma að byggja , eru dýrir og lélegir. Yfirleitt kemur maður mun betur út með því bara reyna halda sér í sókn.

Paladin -
Er með heal fyrir sínar eigin units en dmg á móti undead - virkar takmarkað.
AC aura , er með auru sem er 1-3 armor class fyrir hópinn.
Divine shield mjög fínn hlutur en oftar en ekki verðlaus miðað við hvað hann kostar þá lætur maður fáum sinnum meira en einn punkt hér.

Mountain King -
Hef notað þennan rosalega takmarkað en hann er mjög öflugur snemma í leik til að drepa hetjur HK (hero killing) þar sem hann er með galdur sem gerir bara beint 100dmg og stunnar í 2 eða 3 sekúntur = dauð hetja. Ég hef líka oftar en ekki dáið af völdum þess að einhver annar er að spila hann.

Arch Mage - Sá sem flestir hata og góð ástæða til.
Blizzard - Teleporting - Water elements
Mjög góð hetja sem er falin til að gera margt og mjög erfitt að drepa. Mjög góð snemma þar sem hún getur notað water elements til að creepa. Blizzard kemur sér mjög vel á móti t.d. NE og öðrum humans þar sem lítið líf er á köllunum snemma í leik og þegar lengra er komið hefur maður teleport til að expand killa. Hinsvegar er smá galli varðandi þessa hetju. Svo virðist sem að á netinu hafi margir tekið sig saman og verið 2 eða 3 saman þessi hetja , fastbuildað altarið og verið komnir með 2-3 svona arch-mage í base hjá óvininum áður en þeir eru komir með neina aðra unit en þær sem þeir byrjuðu með, síðan kemur blizzard og þá er kauði dauður. Mögulegt að einhverjar breytingar verði en það verður sennilega bara bannað að fastbuilda altar.

Held ég hafi þetta ekki lengra - my fingers ache.