Ég man þegar ég fyrst prófaði StarCraft…ég vissi um leið að þetta myndi verða besti leikur sem ég myndi nokkurn tímann spila.
Svo byrjaði maður á Single Player og stjórnaði maður þá Terrans. Ég verð að segja að ég fílaði þá aldrei neitt geðveikt, en svo þegar Acturus svíkur Kerrigan þá varð ég bara reiður. Pælið í því! Reiður út af tölvuleik. *lol* Þegar þarna var komið sögu var ég byrjaður að “halda” með Raynor.
Svo komu Zerg þegar Terran var búið. Þeir voru/eru náttúrulega bara pure evil, þannig að ég gat ekki haldið með þeim. (Ég held alltaf með góðu köllunum). Ég fílaði það ekkert voðalega að vera að gera árás á heimaplánetu Protoss, Aiur. En ég lét mig hafa það. Svo loksins! Eftir langa bið fékk ég að stjórna Protoss. (Ég þurfti að beita mig gríðarlegum sjálfsaga til þess að stelast ekki til að prófa hina raceanna fyrr en ég var búinn með þá sem voru á unda :Þ)
Núna var ég að fíla leikinn 168% prósent í botn! Að bjarga Protossunum frá Zergs var bara eitthvað sem ég varð að gera! I was on a mission from GOD!
Enda var það frábær stund þegar ég loks “stútaði” þessum bölvaða Overmind, en það var líka sárt að missa Tassadar. Hann var “one cool dude”.
Brood Wars finnst mér mjög sorglegur. Ég bíð eftir StarCraft II, og þá er eins gott að maður fái að drepa Kerrigan! That bitch! Ég varð allveg brjálaður þegar ég átti að drepa Fenix og Duke. Ég bara trúði því ekki að Protossarnir myndu semja við Kerrigan og félaga….en þeir urðu víst að gera það til þess að slátra Overmindinum sem Terrans höfðu náð til þess að reyna að ná stjórn yfir Zergs (Eins og í Aliens og Predator 2). En Terran fengu makaleg málagjöld í lokin…og svo var aukaborðið til þess að maður er gjörsamlega að deyja í framhald…
En s.s. þetta voru bara svona hugrenningar hjá mér. Mér finnst það samt allger snilld hvernig einn tölvuleikur getur tja…breytt lífi manns bara. Ég lifi fyrir StarCraft og ef einhverjir segja að ég eigi ekkert líf, segi ég bara “ég er sammála” :Þ
weeeeeeeee!!!!