Ég held að það viti allir svarið við þessari spurningu, StarCraft. Ég er reyndar nokkuð viss um að nú þegar ég segji þetta þá er enginn sammála mér, en þetta hafa endalaust margar kannanir sannað. Pointið er það, hvað er Blizzard eiginlega að gera í þessum málum. Ég ættla nú ekkert að vera að tuða hérna og segja að Blizzard eigi bara að gera það sem mér finst að þeir eigi að gera. Enda eru þeir snillingar og ég er ekkert miðað við þá.
Það er bara það að ég hef fengið það á tilfinninguna að Blizzard menn séu eitthvað komnir með leið á StarCraf, eða vinsældum hans. Það getur maður nokkurnveginn lesið úr Q&A hjá þeim. Allt í lagi þeim langar kanski til þess að nota WarCraf heiminn aðeins meira, það er svo sem fínt. En svo ákveða þeir að gera MMORPG sem er líka byggður á WarCraf heiminum, þetta fanst mér eiginlega 2 much. Reyndar ekki, mér fanst það alveg frábært, til að byrja með.
Það er nefnilega það að WarCraft fjölgar um 2 leiki á stuttum tíma sem mér fynst vera svolítil ofnotkun á nafninu. Sem er auðvitað bara mín persónulega skoðun og ég vænti þess ekki að fólk fari að segja amen og halelúja við því. Málið er bara það að fans eru búin að vera að biðja um StarCraft 2 en fá í staðin 2 WarCraf leiki…
Eins og ég hef þegar sagt þá hefur fólk mismunandi skoðanir á þessu máli en ég tel þetta samt vera svolítið leiðinlegt.
Núna eru þeir nefnilega að fara út í MMORGPG leikina og er það svoltítið stærra en það sem þeir hafa verið að gera hér áðurfyrr. Ekki það að þeir ráði ekki við svona verkefni, en að er eins og að þeir ættli bara að gera það sem allir aðrir hafa þegar verið að gera áður. Þá er ég að meina það að leikurinn gerist á svona á medevil tímabili. Ég hef verið að taka eftir því að félagar mínir sem hafa verið að spila leiki eins og Dark Age of Camelot hafa verið að fá leið á leiknum vegna þess að það eru ekkert neinir rosalegir hlutir að gerast. Hlutir sem erfiðara er að útfæra í þannig leik. Ekki ættla þeir að vera með factions eða corps eins og í EVE í WOW.
Hinsvegar ef þeir hefðu farið út í StarCraft online leik hefðu þeir getað gert mikið stærri hluti. Söguþráðurinn í StarCraft er mitt úppáhald og tel “ég” sú saga hefði mikið betur geta boðið upp á svona hluti eins og factions. Samt verð ég nú að viðurkenna það að ég hefði ekkert frekar viljað fá online StarCraft leik.
Frekar hefði ég viljað fá venjulegan herkænsku leik. Það er reyndar aldrey að vita hvort að Blizzard noti ekki bara WarCraft III vélina og geri StarCraft leik úr henni. Ég yrði að minstakosti ekki fyrir vonbrigðum. Svona í lokin verð ég að segja það að ég er ekkert ósáttur við the almighty Blizzard, þetta eru bara smá vangaveltur sem mér langaði að koma á framfæri.
Takk Fyrir.
*Common sense is the collection of prejudices acquired by age eighteen.*