Sælt veri fólkið.
Ég er búinn að vera að fylgjast þónokkuð með þróuninni á Warcraft 3 (Var mikill WC og SC fan hérna í “denn”).. og ég spyr sjálfan mig, hvað mun þessi leikur bjóða uppá nýtt?
Ok ok, ég veit um flesta af nýju fítusunum, heros sem geta safnað XP, fengið nýja galdra/skills o.flr.
Þeir tilkynntu að fókusinn ætti að vera meira á sögu / RPG factor.. en svo heyrði maður amk. rumour um að þeir hafi hætt við það? er þetta s.s. svipað gameplay og áður með MJÖG flottu 3d engine, færri characters í einu og svo hero?
Hversu mikið mun þetta skipta máli? ég veit að ég á pottþétt eftir að spila þennan leik mjög mikið, en maður er bara að velta fyrir sér hvort einhver sé að fara með RTS í virkilega nýjar stefnur.. ekki bara alltaf sama gamla :)
T.d. einn leikur sem lítur amk. öðruvísi út, Dune 2k: Emperor.. en verður hann þessi týpiski RTS? er RTS heimurinn kanski dæmdur til að hjakkast alltaf í sama farinu eins og C&C? :)
Endilega allir að pósta sínum skoðunum.
Ný screenshots úr W3 + texti eru <A href="http://www.gamecenter.com/Pc/Previews/Warcraft3b/index.html">hér</A