Ef að það fór mögulega framhjá einhverjum einasta manni, að World of Warcraft: The Cataclysm kæmi út 7. desember næstkomandi, þá skulum við vita það núna, því það má klárlega ekki fara framhjá neinum sönnnum aðdáanda.
Fyrir um það bil tveimur mánuðum fékk ég skemmtilegt mail frá Blizzard um að ég væri boðinn að taka þátt í lokuðu betunni, og hrópaði húrra, því þetta er önnur betan sem ég hef fengið frá Blizzard.
Nákvæmlega það er ástæðan fyrir þessari grein, en mig langar að deila því sem ég upplifði í betunni.
Orðið á götunni er að leikurinn hafi orðið frekar idiot proof með Wrath of The Lich King framhaldspakkanum, healers með endalaust mana, dpsers sem gátu staðið í eldinum og tanks sem þurftu ekki að rotata cooldowns.
Mér finnst Blizzard vera að laga nákvæmlega það með Cataclysm. Útfærslan er einhvernvegin á þessa leiðina:
Allir eru með mun meira hp. Tankinn tekur meira damage, og færist hp barinn hægar útaf allir eru með svo hátt hp. Þannig leiðir að ef dps tekur mikið damage frá “eldinum”, þá deyr dps útaf healerar getu ekki tekið pásu af viti í burtu frá tankinum. Bandages heala mun hærri hluta af hpinu en áður, og virðast menn virkilega að þurfa að bandagea sig á tíðum til að halda lífi.
Healers hafa ekki lengur endalaust mana, og munu þurfa að velja betur hvaða spells skal notað til að verða ekki oom.
Þessir nýju mechanicar valda því að challenge levelið er mun hærra í PVE en áður. Einnig eru boss fightar í heroics með erfiðari mechanics til að berjast við, en random groupa full af 85 epics getur ekki með neinu móti “facerollað” sig í gegnum instanca líkt og hægt var í byrjun Lich king.
Þessi partur coveraði PVE eins og ég upplifi það hingað til. Það sem mér hefur hinsvegar fundist mikilvægara og enn ábótavanna en PVE-ið er PVP.
Sú staðreynd að Blizzard hækkaði damage miðað við healing umtalsvert í Wrath of the Lich king, án þess að hreyfa mikið við HP-inu olli mörgum mjög “skrýtnum” arena seasons. Hver man ekki eftir season 5, DK/holy paladin seasoninu.
Season 6 þegar að prestar fengu loksins sín buffs og það þótti sniðugt að gefa warlocks möguleikann á að globala fólk.
Season 7 varð síðan fáránlegt útaf það var komið svo gott gear í leikinn.
Season 8 átti að vera í lagi útaf “resilience is gonna fix it” eins og Blizzard hafði lofað, en það varð hálfgert season 7 á Shadowmourne sterum.
Nú styttist í Season 9 sem byrjar eftir rúmar 9 vikur. Af því sem ég hef prófið / lesið þá eru eftirfarandi hlutir sem menn hafa prófað að verði mjög öflugt miðað við núverandi metagame.
Feral druids. Feral druids eru með hæsta damage í leiknum eins og er, það er ekki hægt að slowa þá, eru með spammable cc og fengu kick í Cataclysm ( sem increasar mana cost á spells um 30% líka ) Þegar healers hafa jafn lítið mana og raun ber vitni, þá er 30% auka mana cost að fara tröllríða þeim. Combinum Feral druid með Warlock, prest eða DK og við erum komnir með ruddalegasta drain team sem lengi hefur sést.
Warlocks. Finnst affliction vera með mjög líkan playstyle og áður, og hafa ekki hlotið nein virkileg buffs. Það er hinsvegar aðallega utanaðkomandi breytingar sem hafa gert warlocks jafn öfluga og raun ber vitni. Þeir hafa mjög sterk self heals, hátt pressure og þar sem mortal strike effects hafa verið nerfuð og skipta minna máli en áður, þá eru warlocks að fara spila stóran þátt sem mana drainers, controllers og high pressure dealer í arena liðum. Variantar af gamla WLD eins og warlock, feral druid og prestur eiga klárlega eftir að gægjast inn.
Prestar. Eru með minnsta mana regen af öllum, eru með minnsta healing throughput af öllum, eru með minnsta mobility af öllum healers. Voru almennt taldir veikasti healerinn í season 5, 7 og 8. Segðin að prestar séu góðir healerar, svo lengi sem þeir þurfa ekki að heala hefur átt vel við, en þeir hafa bætt upp fyrir lélegt throughput á heals með háu pressure og sterkum skjöldum ( pws lastar ekki shit á beta realminu ).
Ástandið á prestum er þannig séð, það sama og áður, nema ennþá verra, vegna þess að heals eru orðin ennþá dýrari, og þeir heala ennþá minna miðað við aðra healers en áður. Sem veldur því að lítil sem engin tækifæri gefast til þess að vera offensive, en það er parturinn sem balancaði presta áður.
Samkvæmt blue posts ætla Blizzard sér að “laga” presta á næstunni, en þegar íjað var að því að það væru 2 vikur í Cataclysm nefndi sami blue poster að releasið á Cataclysm væri ekki síðasti séns til að laga prestana. Það vill svo skemmtilega til að seinast þegar líkt var sagt tók það Blizzard heilt arena season að laga presta.
Ég ætla ekki að taka aðra klassa jafn mikið í gegn og hina, einfaldlega útaf textinn er orðinn frekar langur.
Af mageum er uppi sá orðrómur að þeir séu yfir meðallagi, líkt og á live núna.
Enhancement shamans eru með lágt dps
Hunters eru með hátt damage í PVE, lacka í PVP, en það er þó hugsanlega útaf players eru ekki vanir þeim miklu breytingum sem hafa átt sér stað hjá hunterum.
Death Knights eru mjög over the top, HP buffið á öllum scalear mjög vel með self heals, og DKS hafa mikið af þeim. Ásamt því að Mortal strike effect hefur verið nerfað, DK var gefið offensive heal absorb, þá eru Death Knights klárlega buffaðir.
Roguear eru nokkuð öflugir, en eins og flestir sem hafa self heals, þá virka þeir vel undir hp breytingunum. Falla þó klárlega í skugga feral druida, og spá menn að RMP verði ekki the shit eins og fyrst var haldið í Cata, en í staðinn verði Feral druid, Holy paladin ( Sem hafa líkt mikið offense og disc prestar, og miklu hærri heals ) og mage.
Hef lítið að segja um aðra classa / specs, en þeir virðast vera að falla í hinn gullna meðalveg.
Einnig eru sögur uppi um að Blizzard séu að gefa skít í arena balance, og pvp balance overall með því að gera rated battlegrounds að “aðal” pvp contentinu í Cata, en þar á eflaust minna eftir að sjást hvernig classar standa sig í 3on3/almennt böluncuðu situation.
Það verður því spennandi að sjá á næstu dögum, hvort að segðin “Cata is gonna fix it” falli í dimman jarðveg “Resilience is gonna fix it”, eða hvort við séum mögulega að fara sjá WoW betri en nokkru sinni fyrr.