Í þessari grein mun ég fara yfir sölu á invites í mount/achievement runs og af hverju ég styð það EKKI. ég vil taka það fram að ég hef séð þetta á servernum mínum, Twisting nether, og ég veit ekki hvort aðrir hafi séð þetta en ef svo hvet ég fólk til að láta ekki plata sig af þessum rip offi

Ástæða númer eitt: verð.
og hvað rukkar fólk fyrir invite í svona hópa? segjum að þú hafir ekki haft tíma til að raida ulduar af hvaða ástæðu sem er og þér langi í 310% mount, sem að mínu mati er það eina sem er þess virði að raida ulduar fyrir nú á dögum. hvað mundir þú borga fyrir þetta? hérna er linkur á forum post sem auglýsir svoleiðis

http://forums.wow-europe.com/thread.html?topicId=14238553763&sid=1

30k gull er ekkert annað en rán. og eins og sést á þessum posti er það ekkert miðað við suma titlana og achievementin

Ástæða númer tvö: óvissa.
hvernig geta þessir “sölumenn” tryggt það að þessi raid muni takast. ef þetta kostar svona mikið er hægt að gera ráð fyrir því að eina fólkið sem mundi taka þessu er fólk sem mundi engan veginn geta gert þetta annars. með öðrum orðum: undir gearað eða fólk sem kann ekki að spila. þessir aðilar sem selja þetta geta engan veginn tryggt það að fólk fái það sem það borgaði fyrir. og ef raidið getur ekki gert það sem þú borgaðir fyrir er engin trygging að þeir borgi þér til baka. hér er dæmi um það

http://forums.wow-europe.com/thread.html?topicId=14250445213&sid=1

en samt til að sína sanngirni þá er þetta algeng áhætta sem fólk tekur á hverjum degi í leiknum. í hvert skipti sem einhver lætur enchanta hluti eða crafta eithvað rándýrt er áhætta á einhver hirði hlutina og setji þig á ignore lista. en aftur á móti er 90k gold engin smá peningur og þegar um er að ræða svona stórar upphæðir er “scam lyktin” aðeins augljósari.

Ástæða númer þrjú: easy alternative.
ef margir í guildinu þínu hafa ekki náð 310% mounti ætti ekki að vera svo erfitt að fá saman ulduar 10 hóp. með icecrown 5 mans og emblems of frost er auðvelt að geara upp fyrir ulduar og þá þarf bara að passa að fara yfir tactics.

Ástæða númer fjögur: af hverju eiga ÞEIR skilið greiðslu?
það er sama hversu vel einn toon er gearaður. það þarf samvinnu í raidi. og ef þú ert að fara að gera þinn hlut eins og allir aðrir af hverju eiga þeir skilið að fá borgað meira en aðrir.

Samantekt: til að enda þessa grein. að mínu mati er sala á þessum hlutum heimskuleg, áhættusöm, ónauðsynleg og alls ekki sanngjörn og ég hvet alla að eyða ekki 20k+ gulli í þetta. takk fyrir lesturinn