Það var þannig að í vinnunni í dag var ég að ræða við aðra fótboltaáhugamenn um fótboltaáhorf, og hvað mér þætti skemmtilegra að spila fótbolta en að horfa á hann. Þar komum við inná þá staðreynd að mér fannst skemmtilegra að horfa á Starcraft leik en fótboltaleik.
Næst í þeirri umræðu kom spurningin, eru tölvuleikjakeppnir íþrótt, og á hugtakið Esports rétt á sér?
Staðalímyndin á íþrótt er víst hreyfing, og áttu margir mjög erfitt að sætta sig við þá staðreynd að það að sitja í stól og hreyfa músina gæti nokkurn tíman orðið íþrótt.
Ef dýpra er hinsvegar kannað í málið, þá sjáum við ýmsa hluti í kringum okkur, sem er viðurkennt sem íþrótt sem inniheldur litla hreyfingu. Þar má nefna bridge, skák, og hugsanlega akstursíþróttir, en þar getur stýrið reyndar tekið í.
Alfræðiorðabókin
Íþrótt er líkamleg eða andleg æfing eða keppni sem fer fram samkvæmt fyrirfram ákveðnum reglum. Fólk stundar íþróttir af ýmsum ástæðum, til að sigra í keppni, til að ná besta árangri, til að halda sér í góðu líkamlegu og andlegu formi eða einfaldlega ánægjunnar vegna. Íþróttir eru flokkaðar á ýmsan hátt, t.d. í einstaklingsíþróttir og hópíþróttir, keppnisíþróttir og almenningsíþróttir. Íþróttir hafa verið stundaðar í einhverri mynd af mönnum frá alda öðli.
Esports uppfylla þar með skilgreininguna á íþrótt, en að keppa í tölvuleik er andleg æfing sem fer framkvæmt ákveðnum reglum.
Esports eru meirisegja viðurkenndar íþróttir samkvæmt Alþjóða Ólympíu sambandinu!
Þar sem inngangurinn er orðinn ansi langur, eftir miklar vangaveltur um hvort að Esports séu raunveruleg íþrótt eða ekki, þá var raunverulegur tilgangur greinarinnar, að spá í framtíðina, hvort að Esports eigi möguleika að ná þeirri stærð sem bridge, skák, boltaíþróttir og aðrar íþróttir hafa náð Vestanhafs.
Það er almennt talað um spilakassana sem upphaf allra Esporta, en High score lista metingur olli samkeppni milli manna, og fóru menn að keppast um að ná hæsta High scoreinu. Var þetta frekar lítil menning, og ekki mjög alvarleg.
Esports lík þeirri mynd sem við sjáum í dag, var í raun fyrst hægt að sjá í kringum komu leiksins Doom, og fylgifisk hans, Doom II. Þar var hægt að spila í gegnum netið við aðra leikmenn. Vildi að ég hefði verið uppi á þeim tíma!
Eflaust við flest sem erum að spá í þessu höfum einhverja hugmynd um hvar Esports standa í dag. Starcraft er nokkurs konar þjóðaríþrótt Suður-Kóeru, 12 milljón manns spila WoW, þó nokkuð margir competitive á mismunandi stigum, Halo, Quake 4, Fifa og margir leikir eru spilaðir sem íþrótt.
Stökkvum til Íslands. Annar aðdragandi greinarinnar er Starcraft II, en hann kemur út 27. þessa mánaðar. Nú lifir Skjálfti í minningu okkar, þar sem eitthvað var víst spilað af Warcraft III og Starcraft seinast þegar ég vissi. Tíminn er annar og Gamer er stærsta lan mót á Íslandi.
Hversu hratt ætli að Starcraft II menningin vaxi hérna. Erum við mögulega að fara sjá Blizzard leik aftur á íslenskum lönum?
Ég veit fyrir mig að margir í The Bonnie Tyler Fanclub eru að fara rjúka á miðnætursöluna á Starcraft, og tilbúnir að taka leikinn hugsanlega skrefinu lengra. Nú höfum við séð nýja leiki koma fyrir ýmis samfélög, eins og Battlefield samfélagið, CoD samfélagið, en engin þeirra tóku við sér.
Þá erum við í rauninni komin að stóra punktinum með greininni.
Ætli það muni myndast Starcraft samfélag á Íslandi?