Það sem ég á eftir að skrifa á næstu mínútum verður trúlega gagnslausasta grein ever sned á Huga, þannig að þið sem viljið nota tímann í eitthvað sniðugra sleppið því bara að lesa þetta rugl í mér.
Hetju sístemið í War3 er nú bara ein mesta snilld mannkynssögunnar(fyrir utan tölvuna að sjálfsögðu). Þó voru nokkrir ósniðugir spilarar sem voru svo heppnir að fá hið heilaga BETA version á undan restinni af hinum sönnu Blizzard aðdáendum (ekkert offens) sem saurguðu hið margrómaða kappakerfi í leiknum (get ég ekki bara talað venjulega) með því að rusha bara með Demon Hunter eða Dread lord (hero rush :Þ) og buffuðu gjörsamlega andstæðinginn á svo aumingjalegan hátt. Nema náttúrulega að óvinurinn hafi valið sömu eða svipaða hetju, þá myndi það trúlega ekki ganga upp. Það var sniðugt hjá Blizzard að patcha þetta (gerðu þeir það ekki annars?).
Ég hef heyrt að unit balancið sé mjög gott í leiknum. Oft er gaman að dunda sér við að bera saman liðin úr StarCraft og War3 (Undead=Protoss, Human=Zerg o.s.frv.). Þó er eiginlega ekki hægt að finna algjöra heildarsummu. Þetta er bara spurning um hvað fólki finnst.
Creepin eru geggjuð. Algjör snilldar hugmynd. Gaman að sjá ný creep. Golemarnir eru virkilega svalir. Verst að maður á aldrei eftir að geta spilað þá :(. Granite golem væri bara svo svalur. Ímyndið ykkur granite golem, nokkra gryphona, gommu af archerum og Demon hunter að buffa base (andvarp). Allar hetjurnar finnst mér lofa mjög góðu. Ég hlakka til að spila öll liðin en þó mest Night Elves og Undead. Night Elves eru mjög núbba-friendly en Undead held ég að sé sterkasta liðið. Orcs verða mjög sniðugir en þeir finnst mér samt mest basic liðið. Humans eru með frábærar hetjur og eiga nokkur mjög góð unit (mortar team, dwarfen rifleman). Night Elves eru sem stendur vinsælasta liðið en ég held að hin eigi eftir að koma sterk inn þegar spilarar fara að læra betur á þau og kosti þeirra.
Eitt það sem heillaði mig við leikinn var upgrade-in. Flott upgrade. Svalt hvernig Attack merkin breytast eftir því sem maður er búinn að uppfæra meira.
Ég hlakka mikið til að sjá fyrsu Custom Maps (Use Map Settings í StarCraft) fyrir leikinn. Svoleiðis kort eiga eftir að færa aðra vídd inn í leikinn. Svo ekki sé minnst á 12 playera kortin! Það á eftir að vera æðislegt að ver 2v2v2v2v2v2, 4v4v4, 3v3v3v3, 6v6 eða bara Free for all!
Já þetta á eftir að vera algjört stuð og ég vona að Íslendingar verði actívir á Battle.net.