Nú er að gleðjast, en þó vilja margir gráta. Onyxia gamla góða kerlingin er víst mætt aftur á svæðið í nýjum gír. Level 80 gír.

Að sjálfsögðu lét ég mig ekki vanta og loggaði inn eins fljótt og ég gat í dag og fór og drap hana. Bardaginn var skemmtilegur og nostalgían kickaði gríðarlega inn.

Bardaginn í heild sinni er nokkuð líkur þeim gamla, en phase 2 er allt öðru vísi. Tekið tillit til þess að partur af okkur gerði ekki Onyxiu í level 80, þá ætla ég hér að fara yfir allt sem þarf að vita til að geta stútað dömunni.


Bardaginn skiptist niður í 3 hluta, héðan í frá nefnt p1, p2 og p3, en p stendur fyrir phase.

Phase 1:

Ráðist er inn í bælið hennar, þar sem tankinn hleypur með hana í norðanverðan hluta hellisins og tankar hana þar við vegginn.
Skvísan spýr eldi eins og drekar vilja oft gera, þannig það er ekki ráðlegt að standa fyrir framan hausinn á henni.
Einnig hefur hún skott sem er með göddum á, svo það skal einnig passa sig að vera ekki fyrir aftan hana. Best er fyrir melee að vera beint á hliðinni á henni, og þá ætti ekkert að fara úrskeiðis.
Sama gildir um ranged og healera, en það er minna að óttast þar.
Þegar hún hefur náð eitthvað í kringum 70% hp þá fer hún og flýgur upp í loftið. Ráðlegt er fyrir melee að elta hana á meðan til að ná sem mestu dpsi áður en hún fer á loft.


Phase 2:
Í byrjun phase 2 spawna alveg helling af whelps ( nýtt í level 80 ), mikið fps drop og gaman. Mér fannst besta niðurstaðan koma af því ef að allir í hópnum stæðu á sama stað í miðjunni, og þá koma whelps úr austur og vestur horninu saman, svo hægt er að aoe-a þá alla niður. Það kemur önnur hrúga af whelps aftur eftir 90 sekúndur, og þá ætti að gera hið sama.
Onyxia warders ( einnig nýtt í level 80 ), miðlungs stórir drekar spawna reglulega, og væri ráðlegt að láta melee drepa og tankinn tanka þá þar sem þeir geta ekki attackað onyxiu. Ranged ætti aðeins að ráðast á whelps þegar stóra aoe packið kemur, annars ættu þeir alltaf að ráðast á onyxiu, annars gengur phase-ið of lengi fyrir sig.
Warderarnir ættu ekki að vera nálægt healerum/ranged og ættu tanks og healers í sameiningu að passa sig að þeir séu ekki nálægt hvorum öðrum. Æskilegt er að warderarnir séu tankaðir nálægt Onyxiu, svo auðvelt sé fyrir melee að dodga það sem nefnt verður hér eftir greinaskilin.
þá er það rúsínan í pulsuendanum, hið víðfræga deep breath. Onyxia deep breathar reglulega í phase 2, það lítur öðruvísi nú, hægt er að dodga það með því annaðhvort að fara fyrir aftan hana, eða með því að vera langt til hliðar frá miðjum munni hennar. Þetta er útskýrt svona:

xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx
xxxxxxxx———>xxxxxxxxxx
xxxxxxxx Onyxia————->
xxxxxxxx———>xxxxxxxxxx

þar sem að X eru öruggir staðir, fyrir aftan hana og langt til hliðar frá miðju hennar.
Deep breath wipar raidið, það þarf að passa mjög vel uppá að lenda ekki í deep breath, þannig no matter what, hvort sem þú ert að aoea whelps, með warder á þér, það verður að dodga deep breath.

Seinasta sem vert er að nefna er fireballinn sem onyxia castar á random raid members. Hann er 10 yarda sprenging á þeim sem hann lendir, þannig það er æskilegt að ranged reyni að halda 10 yarda range frá hvorum öðrum.

Ef að onyxia kemst í 40%, þá flýgur hún niður og phase 3 byrjar.


Phase 3:
Einfalt og þægilegt, má nánast segja að það sé geranlegt með 1/3 raidsins ef hann lifir phase 2 af.
Má lýsa á skemmtilega vegu með þessari formúlu:
Phase 3 = phase 1 + fear + eldur úr jörðu.
Semsagt, nákvæmlega það sama og phase 1 nema hún fearar allt raidið á reglulegu millibili, og ef þú rekst í eldinn tekurðu damage, en það er ekkert major, finnur minna fyrir því heldur en í level 60.
Gott er að láta shamaninn setja niður tremor totem nálægt tankinum og prestana að fear warda tankinn. Getur verið messi ef hann fearast, onyxia fer á hliðina og flengir einhvern með skottinu og í eggin, en þá spawna fullt af whelps.


Að mínu mati er Onyxia nokkuð létt, margir kunna bardagann vel, 10 man er vel pugganlegt og 25 er mjög geranlegt með “góðum” pugers, og verður eflaust easy puggað þegar almenningur er með tactics á hreinu.
Vona að lesningin hafi verið góð og ánægjulegt, gangi ykkur vel að stúta Onyxiu eins og aldrei fyrr!