Ég ætla að ræða um 3 dæmi og vonandi sýna fram á að takmarkanir sem fyrirtæki reyna að setja á eignarétt fólks hafa vafasaman grunn í alþjóðalögum og virka einungis ef neytendur láta undan þrystingi frá þessum fyrirtækjum.
Dæmi 1 : Fyrstu Myndlyklar STöðvar 2
Fyrir ansi mörgum árum tíðkaðist það hjá Stöð2(S2) að selja fólki myndlykla til að aflæsa dagskránni sem S2 bauð uppá. Fólk eignaðist þarmeð myndlykilinn og eru mörg dæmi þess að myndlyklar hafi gengið kaupum og sölum á frjálsum markaði og einnig verið gefnir, til fjölskyldumeðlima t.d.
Síðan gerist það að menn fara að opna myndlyklana og breyta þeim til þess að þurfa ekki að borga áskriftina að dagskrá S2. S2 rauk að sjálfsögðu upp til handa og fóta því þetta þýddi mikið tekjutap fyrir þá á sama tíma og “fixerar” voru að moka inn peningum við að breyta myndlyklum fólks.
Eitt leiddi af öðru og S2 ákvað að fara með málið fyrir dómstóla og ef ég man rétt stefndi ákveðnu fyrirtæki eða einstaklingi sem hafði farið mikinn í þessum breytingum. Dómur féll á eina veginn sem hann gat, fólkið sjálft ÁTTI myndlyklana og hafði þarmeð eignarétt á þeim og fullan rétt til að opna þá, fikta í þeim og breyta.
S2 reyndi aldrei að draga notendurna sjálfa fyrir dómstóla þó að þeir væru í raun að ‘stela’ dagskránni frá þeim því þeir sáu fram á að fá bara fólk upp á móti sér, þetta var amk sú saga sem barst úr herbúðum þeirra S2 manna.
Í stað þess skiptu þeir um myndlyklakerfi og í stað þess að selja myndlyklana þá lánuðu þeir þá, héldu eignaréttinum af þeim en í staðinn fóru fram á tryggingargjald. Þannig að þeir fengu sína innkomu og komu í veg fyrir að hægt væri að fikta við eða breyta lyklunum þar sem S2 átti þá.
Dæmi 2 : Microsoft X-Box
Er ansi líkt dæmi eitt en í þetta sinn erum við að tala um X-Box leikjatölvurnar frá risafyrirtækinu Microsoft.
Fljótlega eftir að fyrsta X-Box talvan kom á markaðinn fóru menn að opna hana og fikta, til að byrja með voru menn aðeins að opna fyrir möguleikann á því að setja stærri harðann disk í hana og í leiðinni settu inn marga ansi sniðuga möguleika sem í raun gerðu X-Box tölvuna að hálfgerðum margmiðlunarspilara.
Microsoft fannst þetta ekki sniðugt en gátu lítið aðhafst. Þeir höfðu samt áhyggjur af þróuninni og vöruðu fólk við að opnuð talva myndi falla úr ábyrgð og annað í þeim dúr, þeir ítrekuðu reyndar það sem kallast “EULA” eða End Users License Agreement, sem er í raun gott dæmi um takmarkanir á eignarrétti sem fyrirtæki reyna að troða uppá neytendur en í þessu ákveðna EULA þá kvað skýrt á því að það mætti ekki opna tölvuna né breyta neinu inni í henni.
Fljótlega voru menn þó búnir að “Reverse Engineera” tölvuna og gátu þannig fundið leið framhjá þeirri vörn fyrir sjóræningjum sem var byggð inn í tölvuna, hún virkaði þannig að einungis átti að vera hægt að spila Frum-diska af leikjum í tölvunni eða flytja þá inn á tölvuna og spila þaðan. Þetta leiddi aftur til þess að sjóræningja framboð af leikjum í tölvuna blómstraði með tilheyrandi tekjutapi fyrir bæði fyrirtækin sem hönnuðu leikina og Microsoft sem að sjalfsögðu tók sinn part af kökunni í formi leyfisgjalda.
Eftir að hafa ráðfært sig við lögfræðideild sína ákváðu þeir að fara ekki með málið fyrir dómstóla enda þótti ekki sýnt gegn hverjum ætti að flytja málið og þrátt fyrir að notendur væru í raun að brjóta skilmála þess EULA sem fylgdi með tövunni. Í stað þess reyndu þeir að breyta og bæta næstu útgáfur þannig að það yrði erfiðara eða ómögulegt að breyta tölvunni.
Í stuttu máli þá virkaði það ekki og nýir breyti-kubbar komu á markað fljótlega eftir hverja nýja kynslóð af tölvum. Það má svo segja að þeir hafi snúið vörn í sókn þegar þeir gáfu út X-box °360 tölvuna því í henni mátti finna þann hugbúnað (endurbættann) sem gerði fyrirrennara hennar að afbragðs margmiðlunarspilara og þetta rataði síðar inn í Windows Vista undir nafninu “Microsoft Media Center” en að mati fróðra þá var þetta einfaldlega endurbætt og breytt útgáfa af “sjóræningja”-margmiðlunar hugbúnaðinum sem sjálfstæðir forritara höfðu útbúið fyrir upprunalegu X-Box tölvuna. Microsoft stal semsagt hugmyndinni og einhverjum kóða af þeim sem voru að stela af þeim, kaldhæðni. En svosem ekkert sem Microsoft hafði ekki gert áður ;)
Dæmi 3: World of Warcraft leikurinn og reikningar (accounts).
Blizzard (Bzz) hafði lært af mistökum annara fjölspilunarleikja og lögfræði deildin ákvað að útbúa EULA sem væri eins skotheldur og mögulegt væri. Þannig að hvað svosem notandi vildi gera myndi Bzz hafa öll völd og halda öllum eignarrétti á leiknum, reikningum og eignum notenda inni í leikjaveröldinni sjálfri.
Þeir föru sömu leið og stöð 2 á sínum tíma, s.s. þú kaupir ekki World of Warcraft leikinn né kaupiru þann eina reikning sem þér er gefið leyfi til að útbúa fyrir hvern einn leik. Þú einfaldlega leigir hann af Bzz, Bzz á diskana sem eru heima hjá þér og þú notaðir til að setja leikinn inn, Bzz á reikninginn þinn og Bzz á allt sem á honum er. Þetta verður til þess að ef þú reynir að breyta eða fikta á einhvern hátt við leikinn [þinn], reikninginn eða eitthvað annað í leikjaheiminum þá ertu í raun að brjóta á eignarrétti Bzz.
Þeir telja sig hafa útbúið þetta á skotheldann hátt og banna fólki að selja leikinn, reikninga eða aðrar sýndarvörur sín á milli. Ef einhver kaupir notaðann leik og reikning af einhverjum öðrum þá kaupir hann ekki leikinn af versluninni , eyðir ekki 3 mánuðum í að uppfæra spilarann sinn og þarmeð verður Bzz bæði af sölutekjum og amk 3
mánaða áskrift í þessu tiltekna dæmi.
Það fyndnasta er að fæstir ef nokkrir þeir sem kaupa leikinn gera sér grein fyrir því að þeir eru í raun einungis að leigja hann og allt sem honum fylgir.
En þetta að mínu mati ,án þess að vera lögfróður, brýtur gegn grundvallar mannréttindum neytenda í formi eignarréttar. Ef neytandi borgar fyrir vöru og fær hana í hendurnar þá á eignarrétturinn að flytjast frá seljanda til kaupanda.
En í þessu tiltekna dæmi (sem er engan veginn einstakt) þá er það því miður ekki fyrr en neytandinn hleður leiknum inn og er þarmeð búinn að rjúfa innsiglið á umbúðunum að seljandinn segir fyrst frá þeim skilmálum sem eru í þessu tiltekna EULA og eru lagðir á neytandann, semsagt að hann sé í raun ekki að kaupa vöruna, einungis leigja hana.
Þetta myndi ég segja að flokkist undir vörusvik, því þú sérð hvergi sagt frá þessu þar sem leikurinn er seldur og mesta kaldhæðnin er síðan sú að Blizzard býður þér að skila vörunni innan 30 daga ef þú getur ekki sætt þig við þessar reglur en verslunin sem seldi þér leikinn tekur ekki við honum aftur ef innsiglið á honum er rofið (sniðug sölumennska?)
En reyndin er samt sú að þú getur löglega selt reikninginn þinn þó að þú getir kannske ekki selt diskana innann þess lagalega ramma sem þetta tiltekna EULA setur þér. Þú selur ekki reikninginn, þú einfaldlega selur tímann sem það tók þig að uppfæra spilarann þinn upp í eitthvað ákveðið stig. Gegn þessu geta þeir ekkert aðhafst því tíminn sem þú eyddir í þetta er þinn og þitt að ráðstafa honum eins og þú vilt og jafnvel selja hann ef það er þinn vilji :)
Hérmeð skora ég á þær vefsíður, ircrásir og aðra sem leggja blátt bann við verslun með reikninga að falla frá því og virða eignarétt neytenda og þegna þessa lands ofar reglum stórfyrirtækis sem í raun er laumað að fólki bakdyramegin og hafa vafasama lagalega stoð.
Að lokum við ég bjóða öllum sem áhuga hafa á, að kynna sér EULA´s og þær lagalegu deilur sem umlykja þetta form samninga, að lesa sér til um þetta á WikiPedia, Hlekkurinn er hér http://en.wikipedia.org/wiki/Software_license_agreement
Þessi grein er án efa full af rangfærslum og öðrum slíkum mistökum en að því ég held laus við stafsetningarvillur, endilega veltið þessu fyrir ykkur, ég mun ekki svara neinum athugasemdum og býð lesendum að skjóta þetta í kaf ef þeim svo þóknast. En ef þetta kemur af stað heilbrigðri umræðu um eignarétt t.d. tölvuleikja og yfirgang stórfyrirtækja, því það eru jú mýmörg dæmi um að fólk afsali sér ýmsum réttindum við það að samþykkja svona samninga, þá tel ég tilganginum náð.
Takk fyrir mig og takk fyrir að lesa þetta.
Elva
Alien8