Það eru fullt af íþróttum hér á Íslandi stundaðar, margar minni og aðrar smærri. Fótboltinn með þeim stærri og blak ef til vill með þeim smærri. Hinsvegar er ég þó viss um að þeir séu fleiri sem stunda svokallaðar stafrænar íþróttir.
Hingað til hef ég ekki vitað um starfræka tölvuleikjadeild sem er rekin af félagi eins og KSÍ né hefur bækistöðvar þar sem leikmenn keppast að regulega í deildum. Eins og staðan er á Íslandi í dag þá þarfnast mikið af frumkvöðlavinnu til að koma okkur upp úr ástandinu sem ríkir á landinu.
Ég fékk súra og ef til vill mjög góða hugmynd um að gera á landinu vettvang fyrir klön í mismunandi leikjum til að geta keppt í deild, þar sem sigurvegari fengi að sjálfsögðu vegleg verðlaun, og ef þáttaka yrði mikil þá væri hægt að hafa margar deildir með runners up og runners niður.
Þessi vettvangur myndi skara af 2 hringborðum þar sem spilendur sitja inni í hringborðinu til að geta fylgst betur með skjá vina sinna, hljóðeinangrandi veggur yrði á milli liðanna og þar yrði keppt í stöðluðum tölvum.
Ef til vill helsta ástæða þess að lík deild hefur ekki komið upp áður er að stafrænar íþróttir eru ungar að aldri, ásamt því að þær eru í raun aðskildar eins og venjulegar íþróttir, sem flokkast í handbolta, golf, lyftingar o.fl., þá hafa stafrænar íþróttir undirflokka eins og spilun á Dota, Warcraft III, Starcraft, Counter strike og Call of Duty og lengi mætti telja áfram. Svo má ekki gleyma að til eru mikið af deildum sem keppt er beint úr tölvunni heima, þá erlend eða íslensk mót. Þessi hugmynd er hinsvegar að stærra batterýi.
Þá myndu klön vera liðin í þessari deild, og þau bestu fengið styrki frá ákveðnum aðilum ef kæmi til mikilla vinsælda, og einnig væri hægt að setja inn deildir fyrir fleiri leiki ef vinsældir yrðu.
Vandamál með tölvuleiki er þó að þeir verða úrelltir, og nýir koma í staðinn. Oft koma samt nýir leikir og taka við, sjálfum mér dettur í hug að einhver muni búa til Dota map fyrir starcraft þegar hann kemur og þannig ýta undir ferskleika dota t.d.
Það er allavegana víst að nóg er af spilurum á landinu, og ef við lítum á höfðatölu þá eru fáir sem spila á aldrinum 30+, en þeir sem spiluðu leiki á yngri árum munu ef til vill gera það áfram og þannig mun fjöldi tölvuleikja unnenda á landinu aukast og markhópurinn sem spilaði þetta á yngri árinum eldast, þannig að eftir 20 ár gætum við búist við spilurum á aldrinum 50 ára, og þeir gætu enn stundað íþróttina af kappi!
Hugmyndin er enn í þróun, og mig langar að vita undirtektir spilenda á Íslandi. Eins og er er þetta aðeins draumur, en draumar verða víst sjaldan að veruleika nema þú gerir eitthvað í því! Öll gagnrýni vel þegin fyrir utan hversu sjúklega nördalegt þetta yrði!