Spurning er hvort að einhver ykkar hafi rekist á grein í aukablaði DV, Heimur. Þar sem þeir greina frá WarCraft III. Flest í greininni er svo sem allt í lagi en það sem kom mér mest á óvart er að þeir segja þetta:
<br>
“Blizzard Entertainment tölvuleikjafyrirtækið, sem er ábyrgt fyrir gæðaleikjum eins og Warcraft-seríunni, Starcraft og Myst, er nú…”
<br>
<br>
Er ekki allt í lagi með guttormanna þarna. Myst?!? Ég held nú að liðið sem gerði þennan leik (Broderbund heitir víst fyrirtækið)myndu nú brjálast ef þeir sæju þessa grein. Þetta er mjög gott dæmi um hvað þeir hjá DV vita ekkert hvað þeir eru að gera. DV er í raun að verða að einhverju séð og heyrt dóti.
[------------------------------------]