Djöfull man ég eftir því þegar ég og vinur minn komust yfir Diablo. Maður var í 10.bekk og “of svalur” til að læra og það. Maður fór í leikinn og varð síðan smátt og smátt gjörsamlega sjúkur. Maður hætti ekki að spila fyrr en 5 á nóttunni og svo þegar maður vaknaði hringdi maður í skólann og tilkynnti veikindi og svo beint í leikinn aftur, allann daginn og alla nóttina. Það voru frábærir tímar. Það sem heillaði mig einna mest við leikinn var sagan sjálf. Maður las bókina sem kom með allveg sundur og saman, og maður talaði um allt sem maður gat við NPC's, hlustaði á allt ef maður rakst á einhverjar bækur niðri í dýflissunni og maður vildi vita allt um Lazarus og Diablo og alla þá sem komu við sögu. Og ekki er framhaldið í Diablo II verra. Maður varð svo spenntur þegar maður var að fara í nýtt Act í fyrsta skipti….og svo þegar maður kláraði leikinn lá við að maður myndi garga. Ég bíð nú vægast sagt spenntur eftir því að fá að stúta Baal og sjá hvernig sagan þróast…