Ég vildi hér tilkynna nýtt ‘afbrigði’ innan tölvuleikjanna á netinu. En það mun vera World Cyber League(www.wc-l.com).
Þar getið þið spilað þrjá mismunandi leiki -> Dota(mod í Warcraft III), Warcraft III TFT normal og Starcraft.
Þeir sem þekkja til Dota-League(www.dota-league.com) þá er þetta kerfi mjög svipað og þar. Þú ferð inn á síðuna, ýtir á “Join game” velur það format sem þú vilt spila (s.s. 1vs1, 2vs2, 3vs3, 4vs4, 5vs5) og bíður eftir að leikurinn fyllist (sést allt eftir að þú hefur joinað leik). Þegar leikurinn er fullur er hann hostaður af einhverjum sem hefur merkt sig með hosting icon og nafnið sem er notað er gefið upp á síðunni eftir að leikurinn hefur ‘orðið til’(s.s. þegar nógu margir players hafa add-að sér í leikinn).
Síðan er leikurinn spilaður í því mode-i sem gefið er upp á síðunni og liðið sem vinnur er síðan skráð í gegnum Enter Result flipann á síðunni og þegar meirihlutinn hefur skráð sigurvegara er leiknum sjálfkrafa lokað(af síðunni) og sigurvegarinn fær það sem spilað var upp á (á DL er það í formi stiga en á WCL eru það alvöru peningar).
Það er einmitt málið, WCL spilar upp á alvöru peninga, í evrum nánar tiltekið. Allir þeir sem skrá sig á síðuna fá starting 20 evrur (en þú getur ekki tekið þær út beint, þetta er einungis til þess að þú getir skráð þig í leiki til að byrja með, því ekki allir vilja leggja inn sinn eigin pening). Þegar þú hefur unnið ákveðið mikið af evrum í gegnum leiki(getur biddað 2, 5 eða 10 evrum per leik og vinnur þar af leiðandi svo mikið en tapar jafn framt svo miklu ef þitt lið tapar) þá færðu þessar 20 evrur sem þú byrjaðir með sem real money og getur byggt ofan á þær. Ef þú tapar þessum 20 evrum sem þú byrjar með verðurðu að leggja inn úr eigin vasa til þess að spila meira.
Sjálfur hef ég spilað mjög lengi á Dota-League síðunni og haft ágætis skemmtun af og mér var bent á WCL þaðan. Forum hjá Dota-Allstars.com er einnig að auglýsa þessa síðu(og var sú auglýsing gerð af site owners) -> enn meiri ástæða sem sannar að þessari síðu sé hægt að treysta.
Þegar þú leysir út(cash out) peninginn geturðu gert það í gegnum web money, paypal eða bank account og sömuleiðis leggurðu þannig pening inn(ef þú tapar þínum).
Það verður slatti af góðum spilurum á síðunni og nú þegar er góður hluti af þeim búinn að skrá sig en auk þess verða lélegir spilarar því öllum er frjálst að skrá sig þarna á eigin ábyrgð. Það er ekki líklegt að þeir lélegustu vinni mjög marga leiki og þar af leiðandi líklegast ekki að fara græða pening, en maður veit samt aldrei. Má vel segja að heppnin spili ákveðinn hluta á þessari síðu þar sem þegar þú add-ar þér í single game (dota, war3, sc) ertu að fara í random lið sem er created randomly úr player draftinu og getur þ.a.l. fengið nokkra lélega og einn góðan eða nokkra góða og einn lélegan o.s.frv.
Einnig er hægt að fara í leiki með eigin félögum ef þið gerið clan og getið þá challenge-að aðra playera eða clön í leiki, eftir eigin vilja -> aðeins með pening í spilinu.
Á síðunni er allt info sem þið þurfið til þess að hefja spilun og mæli ég sterklega með að þið kynnið ykkur reglurnar fyrst svo þær fari ekkert á milli mála (admins geta punishað fyrir ákveðin athæfi, þar á meðal bad manners, leaving games(ef þú discar er það einfaldlega tekið sem leave svo ef þið hafið ekki góðar og stöðugar tengingar er þetta ekki rétta síðan fyrir ykkur)). Lesið reglurnar bara í gegn og skráið ykkur síðan ef ykkur líst vel á þetta og látið reyna á :) Væri skemmtilegt að sjá dagóðan hluta af Íslendingum þarna inni.
Annars var þetta það helsta sem ég vildi koma á framfæri í sambandi við þessa síðu og ef það eru einhverjar spurningar endilega komið með þær.
Persónulega treysti ég þessari síðu fullkomlega og það er undir hverjum og einum komið að meta það fyrir sig.
____________________________