Seint kemur sumt en kemur þó. Hérna er fyrirkomulagið, reglurnar og annað slíkt tengt SC keppni næsta smells. Þetta er ekki allt alveg ákveðið og eru allir athugasemdir og ábendingar vel þegnar.

Skráðir keppendur í SC eru u.þ.b. 45, s.s. hörku mót og hvet ég alla sem skráðir eru að mæta. Það verða nóg af spilurum, misgóðir og b.net server'inn verður uppi alla helgina, sem þýðir að það verða nóg af friendly leikjum utan keppninnar. Ef að e-r týndi disknum sínum eða e-ð álíka er ekkert mál að redda því.

SC stofan:
SC er með eina stofu sem er númer 635. Þessi stofa er frábær, nóg pláss, gott rafmagn o.s.frv. Hún verður líklegast með einn 8 porta 10/100 switch og síðan e-n x stóran hub. Mér sýnist allt á öllu að hún sé full en það sakar ekki að gá hvort það sé pláss.

Fyrirkomulagið:
Keppt verður í Brood War patch 1.08. Notast verður við b.net server sem verður á staðnum(sjá net-games.com).
Allir leikir verða spilaðir á fastest.
Það sem mér lýst best á að svo stöddu er að notast við svokallað double elimination. S.s. ef þú tapar ferðu í loosers bracket, ef þú tapar þar er keppni þinni lokið. Þegar það er einungis einn eftir í winners og loosers bracket þá verður úrslitaleikur milli þeirra aðila og sá síðarnefndi þarf að vinna hinn tvisvar sinnum til að vinna(vegna þess að sá fyrrnefndi er taplaus). Þetta gæti hugsanlega breyst til að stytta í tímann yfir í t.d. single elimination.

Maps fyrir 1vs1 verða: Lost Temple, Dire Straits og Rivalry. Hvor neitar einu map'i og sá sem eftir er verður spilað nema að samkomulag sé um að ræða. Þess má geta að á síðasta smell var einungis spilað Lost Temple.

Maps fyrir 2vs2 verða: Lost Temple, Dire Straits, Rivalry og Winter Conquest. Hvort lið neitar einu map'i og síðan kastað upp á hvort er spilað af þeim sem eftir er nema að samkomulag sé um að ræða.

Reglurnar:
1. Það er nauðsynlegt að save'a replay af hverjum leik(þú gerir það þegar leikurinn er búinn, þegar stigin koma upp, þar kemur gluggi niðri í hægra horninu, save replay) og senda það til dómara.
2. Ef annar hvor dettur út í miðjum leik(útaf rafmagnsleysi t.d) skal fara með replay til dómara og hann dæmir út frá því, ef mjög jafnt var og ekki víst hver vann þá dæmir hann rematch.
3. Hverskyns maphacks og svindl eru bönnuð.
4. Einungis verður spilað í non-$$$ möpum(sjá ofar)
5. Keppendur verða að mæta tímanlega til að keppa annars eru þeir sjálfkrafa dæmdir forfeit(nema að þeir hafi mjög góða ástæðu, t.d tæknilegir örðuleikar)
6. Engin samskipti verða á milli keppenda og annarra á meðan keppt er. S.s. utanaðkomandi aðstoð er ekki leyfð.
7. Borðin og tölvurnar verða að vera stillt upp þannig að þið sjáið hvorugir á skjáinn hjá hvor öðrum.
Specroom: Specroom verður líklegast aftur á staðnum. A.m.k. verða úrslitaviðureignirnar speccaðar.

Ég held ég sé ekki að gleyma neinu. Allar spurningar og athugasemdir velkomnar.

kk,
Eina