Sælir.

Eins og sumir ykkar vita þá ætlar Tvíund, félag tölvunarfræðinema við Háskólann í Reykjavík að standa að LAN móti helgina 15-17 ágúst.

Við höfum áhuga á að hafa keppni í DotA en það þurfa lágmark 8 lið að skrá sig til leiks til þess að hafa verðlaunaða keppni. Annars spilum við bara upp á skemmtunina.

Ég veit nú ekki mikið um hvernig DotA mót virka, en það verður keppt í 5on5 og líklegast notaðar svipaðar reglur og í MyMyM keppnunum. Við erum að vinna í því að fá á hreint hvernig DotA mót virka.

Ef þið hafið áhuga á að taka þátt í DotA á LANinu eða eruð áhugasamir um að stjórna á því endilega kíkið við á #lanmot.is á irc.simnet.is og talið við eth

Það er líka hægt að ná í mig á eth@lanmot.is

Kveðja,
Egill