Sæl og blessuð, það er komið nánar í ljós hvernig þessi aukapakki mun verða og er það sko ekki á slæmu nótunum.
Blizzard tóku þá ákvörðun að hlusta á World of Warcraft spilara sína á WoW Europe og öðrum stöðum til að sjá hvað fólk væri að gagnrína við Burning Crusade og WoW almennt. Sumir segja að WoW hafi dalað eftir að Burning Crusade bættist við leikinn og aðrir segja að hann hafi orðið betri, en þeir leggjast í það að hafa þennan aukapakka í líkari kanntinum við gamla WoW sem við þekktum á sínum tíma, sem mér finnst mjög góðar fréttir :). Fyrir stuttu var birtur þráður hér með hugsanlegum breytingum í WotLK en honum var svo deletað VEGNA ÞESS að þetta voru upplýsingar sem áttu að tilheyra “Blizzard” eingöngu, einum og sér, og voru þetta mest allt aðeins “hugmyndir” um eftirfarandi aukapakka. En svo vegna mikils umræðu á breytingum í WotLK hefur Blizzard ákveðið að létta lóðin. Þeir gáfu út nákvæmari skýringu á umdeildum atriðum í sambandi við WotLK, og ég hef verið að skoða til um þennan aukapakka á netinu, á WoWEurope og fleiri síðum og mun ég segja ykkur hér lauslega frá. Ég mun byggja þennan þráð upp á svipaðar rætur og síðasti þráður sem lak hingað inn.
-WotLK mun bjóða uppá mun meiri möguleika en WoW:TBC. Allt í allt verður hann mun betur gerðari, fjölbreyttari og með meira af möguleikum í alla staði. Svo eitthvað sé nefnt verða innbyggð addon, margir möguleikar á interfacei, stórt PvP svæði, hágæða instonce (færri og vandaðri) oflr.
-Death Knight þurfa að spila í gegnum langt chain quest til að fá að spila eftirfarandi class, þeir hafa hinsvegar ekki gefið miklar upplýsingar um hann eins og er en þeir lofa spilurum sýnum að þessi class veldur ekki neinum vonbrigðum.
-Questin munu verða erfiðari en i tBC, meira um chain quests og þar með aðeins færri quest og betri rewards. Það verður einnig meiri söguþráður og fleiri showoffs(leikræn atriði í wow sem heldur söguþræðinum gangandi osfrv) í questunum eins og fólk kannast við í einstaka questum t.d. Onyxia pre quest á sínum tíma oflr. Þetta finnst mér ekkert nema gott, gerir questin skemmtilegri :)
-Það verður ekki bætt við nýjum mountum í WotLK
-Það verður líklegast ekki hægt að veðja uppá peninga og hluti í battlegrounds í WotLK EN þeir útiloka það ekki í næstu pötchum sem koma á eftir WotLK. Þeir eru ekki búnir að hugsa nógu mikið útí þessa hugmynd að svo stöddu.
-Það verða nokkur leyni quest og leyni item sem hægt er að finna á ákveðnum stöðum, enginn veit hver itemin eru en gefið verða vísbendingar um þau þegar aukapakkinn kemur.
-Það verða þægilegar stórborgir í Northrend fyrir bæði Horde og Alliance, og í þeim má finna allt það helsta s.s. AH, trainers oflr.
-Veðrið verður breytilegra í Northrend en á öðrum stöðum leiksinns, það getur verið sól, rigning, snjókoma, haglél og síðast en ekki síst stormar sem eru vel gerðir og hafa áhrif á tré oflr, einnig verður örlítið erfiðara að labba á móti vindi osfrv, en blizzard eru feikilega ánægðir með árangurinn sinn í þessu.
-Það verður ekki hægt að upgreada vopn í aukapakkanum, Enchanting og Jewelcraft mun enþá stjórna hlutverki sínu sem “upgrade á hluti”.
-Pakkinn mun innihalda varanleg debuff eða nokkurs konar sjúkdóma eins og ég kýs að kalla það, allir kannast við það að veikjast og það verður svipað í WotLK. Þessi debuff eru sjaldgæf en eru fáeinir staðir/mobbar sem innihalda einhvers konar veiki ef ekki er notað einhvers konar grímur eða potion til að koma í veg fyrir að maður fái sjúkdóminn. Þetta verður ekkert flókið en lyfin gætu kostað pening eða tíma að redda sér, sum kanski soulbound og annað ekki. Alchemy mun spila stórt hlutverk í þessu ásamt ýmsu öðru.
-Það verða fleiri looks fyrir kallinn þinn og verður hægt að breyta því á 2 mánaða fresti eða svo og fyrir ákveðið mikið gull. Ég legst ekki svo langt í að kalla þetta “snyrtistofur” því þetta er ekki einhver hárgreiðslustofa, eða meikupstofa sem maður fer á.
-Tónlistin verður sko ekki eitthvað til að kvarta yfir, það verður viðeigandi tónlist við viðeigandi staði. Þeir fengu mjög virta menn til að gera tónlist fyrir leikinn og lofar hún góðu.
Svo er það auðvitað það sem við öll vitum, þ.e.
-Hægt að ná lvl 80
-Nýtt profession sem kallast Inscription og felst í því að enchanta spells.
-Profession cap hækkað í 450.
-Hægt að eyðileggja byggingar í PvP.
Svo ætla ég að segja ykkur aðeins hvernig Wotlk verður öðvrisi heldur en TBC.
WotLK verður erfiðari í alla staði, margir hafa upplifað það haf epics eru algeng í TBC, en það þarf sko að vinna fyrir því í WotLK. Það þarf mikið grind og vinnu í rep og eftir það verður þér launað með sæmilegum rewards.
Það verður álíka erfitt að fá góð items útá PvP í WotLK eins og í upprunnanlega WoW, semsagt mikil vinna en samt sem áður meiri möguleikar.
Instoncin sem þeir hafa skipulagt í WotLK eru ein vönduðustu instonce hingað til í leiknum, “spilarar munu vera impressed” segja blizzard einróma. Gert er ráð fyrir að spilarar munu vera lengi með þessi instonce sem verða í boði og þar á meðal er instance með nýju tier setti sem þarf mikið frost resistance og hefur alskonar króka og kreima, það lofar góðu :)
Miskilningur gæti farið á milli með að þetta svæði verði einhæft eða svo, bara snjór og fleirra, en þrátt fyrir að þetta sé norðanlega geturu fundið allskins landslag, frumskogur, snjor(m.a. klakar oflr), talað um eldvirkni á einu svæðinu oflr.
Ég hef verið að vafra um á netinu í leit af upplýsingum af WotLK og í endann staðið sat ég uppi með svo mikið að fréttum að ég ákvað að skella þessu í eina góða grein til að sína spilurum við hvað má búast í þessum aukapakka sem margir kannski vanmeta og eru byrjaðir að dæma nú strax án þess að hafa prófað.
Ég treysti blizzard 100% fyrir þessum aukapakka, þeir eru nú einusinni þeir sem bjuggu til þennan frábæra leik og hafa haldið honum uppi með milljónum spilara.
Ég þakka bara fyrir mig og endilega commenta ;)