Ég hef verið að leika mér með druid og það sem ég get sagt um hann er nánast ekkert nema gott. Eiginleikar hans eru svolítið öðruvísi það er að spila hann sem nokkrar týpur magical, fighting, vörn etc. Ég er með hann meira magical það er að láta mikið af punktum í mana og life, frekar en strenght. En samt læt ég þar eitthvað til að breikka heildina. Þannig að ég er að byggja minn upp sem svona alhliða en, er það rétt á ég ekki að byggja hann mest upp sem annaðhvort það sem ég er að segja annaðhvort bardagamann eða galdramann og ef galdramann á ég þá að nota í Elemental, Shapeshifting eða dýrakall.
Ég hef verið að lesa mig svolítið til á DiabloII.net og battlenet
og þá eru þeir að byggja hann upp sem svona einhliða mann. Frekar en hitt. En það sem ég vil benda á að ég kálaði diablo sjálfum með elemental magic (því að hann drap alltaf dýrin.) og þá var það ekkert mál. En svo er svo gott að nota dýrin þegar að þú labbar í gegnum borðin.
Hvað notið þið og segið mér eitthvað um ykkar caractera. T.d. Level. minn er á level 29.
Annað sem mig langar til að spyrja ykkur að, hvernig fóruð þið að því að bjarga þessum 15 barbörum.