Jæja - Búið að loka öllum íslenskum torrent síðum og svo virðist sem við netspilarar séum þeir sem þurfum að líða fyrir það.

Það er alveg ljóst að utanlandsgáttin er ekki að höndla það álag sem nú hefur myndast á álagstímum hér á landi. Ég hef undanfarna daga verið í sambandi við mitt netfyrirtæki til þess að reyna að leysa vandann en svo virðist sem þeir séu búnir að gefa málið frá sér og ætla að láta sína notendur sem eru að spila WOW borga fyrir ónothæfa tengingu. Síðasti þjónustufulltrúi sem ég talaði við sagði einfaldlega að of mikið álag á utanlandsgátt væri bara að hafa áhrif á 5% allra notenda og þær leiðir sem verið væri að skoða til að minnka álagið væru allar fokdýrar. So.. 5% - who cares ;Þ Velti fyrir mér hvort það á við um 5% fyrirtækja líka…

Í fyrsta lagi veit ég ekki hvort samskonar vandamál séu að koma upp hjá öllum netfyrirtækjunum eða hjá öllum WoW spilurum á Íslandi. Þess vegna væri mjög gott að heyra frá ykkur hér hvort svo sé og hjá hvaða netfyrirtæki þið eruð. Von mín er að við getum á einhvern hátt fengið lausn á okkar vanda þannig að þeir sem vilja njóta þess að spila WOW á þeim tíma sem þeir vilja geti það (frá 18-22 er vonlaust núna).

Það er alveg ljóst að ekkert verður gert í þessum málum ef þau eru ekki rædd á breiðum grundvelli með lausn í huga frekar en að hver notandi sé að ströggla í þessu einn og sér. Hins vegar vil ég kvetja alla til þess að hafa sem fyrst samband við sitt netfyrirtæki ef þeir eiga í vandræðum með að spila einhvern af þeim fjölmörgu netspilunarleikjum sem nú eru í boði og leita réttar síns þegar kemur að því að borga reikninga fyrir þjónustu sem fyrirtækin geta hugsanlega ekki veitt.

Með von um að Hugi.is sé hér til að styðja hagsmuni notenda frekar en hagsmuni netfyrirtækjana.

Kveðja