Við í Föruneytinu erum nú eins og oft áður að leita að meðlimum til að bæta raiding kjarnann í guildinu. Okkur hefur gengið vel í progressi og farið vel áfram seinustu vikurnar og erum þegar þetta er skrifað með Gruul í 5% og ætti hann að fara niður á næstu dögum. Við stefnum á að byrja á SSC og TK sem fyrst en okkur vantar fleiri meðlimi sem eru tilbúnir að mæta oft í raids og taka þátt í því sem guildið tekur sér fyrir höndum. Þegar ég segi oft er ég ekki að tala um, 5-6 sinnum í viku í 5-8 klukkustundir í einu, nei því miður erum ekki brjálaðir. Við raidum að minnsta kosti 3 kvöld í viku og leggjum enga sérstaka áherslu á það að fólk mæti rosalega oft enda erum við mjög casual guild með mikið af fjölskyldu og skólafólki.

Okkur vantar núna fólk í alla classa nema Mages og Rogues, okkur vantar sárlega actíva healers og protection warrirors/feral druids væru líka vel þegnir. Við tökum fegins hendi við hverjum sem er og reynum að bjóða upp á vinsamlegt andrúmsloft og góðann móral. Við raidum að minnsta kosti 3 kvöld í viku og leggjum enga sérstaka áherslu á það að fólk mæti mikið enda erum við mjög casual guild með mikið af fjölskyldu og skólafólki. Það er heldur engin krafa um gear til að joina guildið og hleypum við öllum sem vilja inn, eina skilyrðið er að manneskjan sé yfir level 30.

Kjarninn í guildinu samanstendur af frekar virkum og góðum spilurum, við progressum alltaf mjög hratt þegar við erum að raida þótt vissulega séu dauðir tímar inn á milli eins og gengur og gerist. Við erum sem stendur með 2 Karazhan hópa og báðir hreinsa allt í Kara í hverri viku og tekur það oftast 2 kvöld. Helstu raiding dagar hjá okkur eru á Miðvikudags, Fimmtudags og Mánudagskvöldum og er alltaf reynt að hafa fyrsta pull kl 20:00. Við tökum alltaf nokkra verr gearaða með okkur á neðri hæðiarnar í Kara, þ.e. upp að Opera/Curator en skiptum þeim út ef mögulegt er þegar lengra er komið inn í instancið.

Um Föruneytið
Við erum frekar Gamalt guild, stofnað fyrir 2-3 árum síðan á Deathwing-EU. Þetta var fyrst um sinn bara til að hafa spjallrás svo vinir gætu spjallað saman en smátt og smátt fór guildið að stækka og í byrjun seinasta árs fórum við að taka Zul'Gurub runs með öðru guildi, það entist ekki lengi og dó strax eftir að við tókum Hakkar. Rétt eftir það byrjuðum við á Molten Core runs samhliða öðru margfalt stærra og lengra komnu guildi. Við vorum þekktir á meðal þeirra fyrir að vera mjög góðir og vakandi spilarar sem voru ávalt tilbúnir að mæta klukkan 10 á laugardagsmorgnum til að fara og taka Ragnaros. Á þessum tíma tókum við Hakkar í fyrsta sinn sem heilt guild og var það mjög stórt afrek fyrir okkur á þeim tíma. Rétt eftir þetta byrjuðum við að auglýsa eftir meðlimum og þá sprakk guildið nánast útaf meðlima fjölda, ekki allir sem vildu komust með og við áttum í stöðugum vandræðum með mannskapinn, mórallin var á niðurleið og pirringurinn var hár oft á tíðum. Þegar þetta gerðist hlupum við inn í Molten Core í fyrsta sinn alveg sjálfir með eitthvað í kringum 35 manns. Þetta var í September/Nóvember á síðasta ári, við tókum Ragnaros í annari vikunni okkar í MC. Rétt eftir þetta byrjuðum við að stíga okkar fyrstu skref í Blackwing Lair, meirihlutinn af guildinu algjörlega óreyndur í instancinu en um leið og við náðum niður fyrsta bossinum, áttum við ekki í miklum vandræðum með restina. Í fyrstu vikunni okkar eftir að við bókum fyrsta bossin, náðum við að cleara alveg upp að Chromaggus ef ég man rétt. Og í vikunni þar á eftir tókum við hann. Þarna var mórall mjög hár og allir svakalega glaðir og þetta var mesta blómaskeið guildins frá upphafi, allt gekk eins og í sögu. Svo kom desember, og fólk fór að vera inactive og áttum við í mestum erfiðleikum með að manna BWL runnin og gátum ekki reynt við nefarian neitt að ráði fyrr en í byrjun desember, en við náðum að drepa hann í þriðju alvöru tilrauninni sem við gerðum á hann, en því miður var það seinasta Raidið sem var farið í áður The Burning Crusade kom út.
Hlutir byrjuðu hægt hjá okkur, vorum með marga Casual spilara sem tóku langann tíma í að geara sig upp og klára attunement og tafði það progress hjá okkur umtalsvert, þetta var mikil lægð í guildinu og margir hættu á þessu tímabili og fóru í önnur guild. Það var ekki fyrr en núna í byrjun sumars þar sem progress fór af stað aftur og eina kara grúppan okkar náði loksins að cleara allt instancið eftir að hafa verið stopp á shade of aran í margar vikur. Á þessum tíma reyndi Föruneytið aftur að koma upp Gruul's Lair runnum með öðrum guildum á servernum, því miður einkendust þau af miklu AFK og slacki og hættum við að mæta í þessi run og ákváðum að reyna að koma þessu af stað sjálfir. Á þessum tíma byrjaði ég með Kara2 svokallað sem náði að cleara upp að shade of aran í fyrstu vikunni sinni, og upp að prince í vikunni eftir á og höfum við núna þegar þetta er skrifað drepið allt nema netherspite. Okkur gengur vel núna en til þess að okkur geti gengið svona vel í lengri tíma þá vantar okkur fleiri virka spilara.

Þetta var mikið meira en ég ætlaði að skrifa… en hérna eru smá upplýsingar um föruneytið sem gætu komið að notum
Realm: Tarren-Mill
Side: Alliance
Guild Leader: Snær(Druid)
Goðar: Casziel(Priest), Cantspell(Mage), Argur(Warrior), Snær(Druid)
Ofurstar: Skotta(Shaman), Tenebrous(Druid), Funkstar(Hunter), Nuerock(Paladin), Omdumium(Mage), Seram(Rogue), Silvía(Priest), Tywin(Warlock), Wilhelm(Paladin), Zargon(Druid), Nyku(Warrior-Ég)
Heimasíða: www.foruneytid.freeforums.org - Leiðbeiningar fyrir umsóknir LVL70 spilara eru á spjallborðinu, einnig eru Cross-realm leiðbeiningar þar.

Ef þið viljið koma í föruneytið er best að hafa samband við einhvern af nefndum spilurum, þeir eru mjög misactívir þó en ef ofursti fyrir þinn class er online þá skaltu tala við hann.

Ef það það vantar einhverjar upplýsingar þá mun ég skrifa það sem svar hérna fyrir neðan.
Vona að sjá sem flesta á Tarren Mill!