Hjálp með að velja classa Ég hef séð undanfarið að fólk er að spyrja mikið um hvaða class er bestur og svoleiðist. Þannig að ég ákvað að koma með Grein um alla classanna í World of warcraft. Tek fram að sumt af þessu er tekið af www.wow-europe.com
Ykkur er velkomið að koma með ykkar álit og hvort ykkur finnst eitthvað af þessu rangt.

Warrior
Race - Þú getur verið hvaða race sem er til þess að vera warrior.
Armor - Cloth, Mail, leather og Plate þegar þú ert kominn á lvl 40
Type - Melee

Warrior eru að mínu mati mjög einfaldir classar en þegar komið er að pvp þá er mjög erfitt að vera mjög góður. Það þarf nánast alltaf warrior í instance-um og finnst mér alltof lítið af þeim. Ef þú villt vera mikið í instance-um þá er þetta rétti classin, þú kemst nánast alltaf í group. Þegar kemur að levela þá er þetta ekki sá besti classinn þú ert mjög lengi að drepa mob á þessum class og gerir það að verkum að þú ert lengi að levela.

Warlock
Race - Undead, Orcs, Humans, Gnomes og Blood Elves
Armor - Cloth
Type - Spell Caster

Þessi class er sagður vera besti classinn í wow þegar kemur að PVP, fólk kvarta mjög mikið yfir þessum class þar sem það er nánast ómögulegt að drepa hann. Það er auðvelt að soloa og grinda á honum og þannig mjög auðvelt að levela. En allir classar hafa sinn veikleika og fær Warlockinn góðan hlut af því, það er að komast í raiding guild. Það er mjög erfitt fyrir warlock að komast í raiding guild þar sem það vantar ekki mikið af warlockum þar og eru þeir ekki mikið nothæfir í instance-um enn sem komið er.

Shaman
Race - Trolls, Dranei, Orcs og Tauren
Armor - Cloth, leather og mail á lvl 40
Type - Healer/Spell caster/Melee

Shaman er mjög skemmtilegur class, hann er mjög góður í pvp og fer auðvelt með að soloa og grinda. En er samt ekki sá besti þegar kemur að levela geta verið svolítið slow þar sem þeir eru ekki með neitt rosalegt damage. Shaman er mjög eftirsóttur í instance-um, Það þarf alltaf að hafa meira en 4 shaman í instance-um útaf totems hjá þeim. Þeir geta droppað svokölluðu “totems” sem gefur alla í partyinu strength, agility og health/mana per sec og frægasta totemið þeirra “Windfury” sem gefur chance að gera 2 högg í staðinn fyrir eitt. Góður class til að byrja á.

Rogue
Race - Blood elves, gnomes, humans, dwarves, night elfs, orc, undead og trolls
Armor - cloth og leather
Type - Melee

Ef þú villt vera á toppnum yfir damage þá er þetta rétti classinn, þessi classar gera mesta damage-ið af öllu clösunum, og finnst mér mjög erfitt að vera “góður” á honum, þar sem maður þarf að þróa tactic til að geta drepið óvini sína. Gallinn við hann er að hann er lengi að levela þar sem hann tekur mikið dmg á sig hann er ekki góður solo class. En aftur á móti í instance-um þá er hann alltaf eiginlega eftur á top damage listanum. Þeir eiga samt erfitt með að koma í raiding guild þar sem Rogues eru alltof margir.

Priest
Race - Blood elves, dranei, humans, dwarves, night elfs, undead og trolls
Armor - Cloth
Type - Healer/Spell damage

Ef þú villt komast léttulega í raiding guild þá er þessi class fullkominn fyrir þig. Hann kemst alltaf í instance þar sem Priests eru mjög eftirsóttir í instance-um til að vera healer. Það er tvennt sem þú getur verið á þessum class, Það er Shadow og Holy. Holy er instance gerður, Þá er hann bara healer og gerir nánast ekkert annað. Sem gerir það að verkum að sumir fá leið á honum. En aftur á móti er Shadow sem bjargar priestum í pvp, þar sem shadow priestar gera mjög mikið damage over time, þar að segja þeir láta curses á enemy og eftir nokkrar sec þá eru þeir dauðir:).

Paladin
Race - Blood Elves, humans, Dranei og Dwarves
Armor - Cloth, leather, mail og plate á lvl 40
Type - Healer/melee

Eitt af umtöluðustu classa í World of warcraft. Þessi class var bara fyrir Alliance þangað til The burning Crusade kom og gat Horde þá valið sér Paladin. Þetta er sá eini class sem ég hef ekki neina reynslu af. En eins og mér er sagt þá er hann ágættur í PvP og getur lifað lengur en allir aðrir classar, það er sagt að þeir hafi 3 líf.
Þessi classar eru ekki góðir þegar kemur að soloa/grinda þá eru þeir frekar lengi að drepa mobs og eru þeir þannig frekar lengi að levela, En eins og Shamans þá eru Paladins með mikið afð buffum á sér og gerir það að verkum að þeir eru eftirsóttir í raiding guilds og instance.

Mage
Race - Blood elves, dranei, humans, gnomes, undead og trolls
Armor - Cloth
Type - Spell Caster

Þessi class er mjög góður í pvp og á létt með að drepa óvini sína, En veikleikinn er að þeir eru með mjög lítið hp og ef warrior kemst upp að þeim þá eru þeir nánast dauðir. En mages eiga mjög létt með að flýja og eru með helling af göldrum til að komast frá því að vera laminn. Mages eiga mjög létt með að levela þeir hafa AoE og geta tekið 2-3 moba í einu. Það er ekki erfitt að komast í raiding guild á Mage-um en stundum getur það verið erfitt að komast í instance aftur á móti.

Hunter
Race - Blood Elves, dranei, Night elves, dwarves, orcs, taurens og trolls
Armor - Cloth, Leather og mail á lvl 40
Type - Ranged damage dealer

Mjög einfaldur class en samt mjög skemmtilegur. Þeir eru frábærir í PvP og eiga það til að one shotta greyið mage-a. Hunterar eru með pet og auðveldar þannig þeim að soloa og grinda, að mínu mati er þetta besti grinding/solo/leveling class í World of Warcraft og er það svo létt að grinda á þeim að maður getur ýtt á tvo takka og bíða svo.
Þeir gera mjög mikið damage og eru samt sem áður aðeins á eftir rogue-um þegar kemur að damage. Samt sem áður þá eiga þeir erfitt með að koma í instance eða raiding guild. Þessi class mæli ég með fyrir byrjendur.

Druid
Race - Night elves og Tauren
Armor - Cloth og leather
Type - Healer/melee/spell casters

Þessi class var eitt af þeim lélegustu og leiðinlegustu clössum í World of warcraft áður en The burning crusade kom út, en eftir að TBC kom út þá hafa druidar verið miklu betri og eiga þeir auðvelt með að pvpa og soloa ef þeir eru með ágættan gear. Þeir fá flying form á lvl 68 og þurfa þannig ekkert að kaupa sér mount á um 1000g.
Ef þú villt komast í guild og instance þá er þetta rétti classinn líka. Druidar eru mjög eftirsóttir þar sem það eru mjög fáir sem spila hann útaf því þeir voru svo leiðinlegir fyrir TBC. Ef þú villt vera að raida mikið þá mæli ég með þessum class.

Þá er ég búinn að telja upp þessa 9 classa sem þú getur valið um í World of warcraft og vonandi hafi þetta hjálpað þér eitthvað með að velja classa :)
Stjórnandi á