World of Warcraft  'Fíkn' Á seinustu dögum hefur áhugamálið gjarnan snúist um hversu góðir menn eru að hætta í World of Warcraft, og lýsa sér nánast sem hetjum. Ég neyðist nú til að nefna einn notanda hér á áhugamálinu en það er því miður Tanga eins og flestir ættu að vita.

Sjálfur finnst mér það alveg fáránlegt, að hann skuli senda nú inn kork fyrir að vera edrú á WoW, og hafa ekki spilað hann í 10 daga! Hverjum er ekki alveg sama? Það er ekki eins og þessi leikur sé dóp eins og margir segja að hann sé. Ég hef verið frekar pirraður á því að þurfa lesa alla þessa korka, en loksins fékk ég nóg þegar ég las eftirfarandi :



”wow er heilaþvoandi helvíti..
þú spilar, þú verður eftirfarandi;
nörd á meðal bekkjarfélaga
með tímanum feitur
átt þér ekki almennilegar stundir nema með tölvunni.
talar ekki um annað en world of warCRAP
og á endanum.. geturðu bara ekki hætt, ekki aftur snúið!”



Ha? Er þetta virkilega það sem fólk heldur?
Ég veit ekki enn hvort þessi maður sem skrifaði þetta spilar WoW, spilaði Wow eða spilar ekki WoW. En það sem ég veit er að slíkt álit á tölvuleik er alveg útí hött! “heilaþvoandi helvíti..”
Það er það sem margir hafa lýst þessum leik sem, að hann sé heilaþvoandi, stjórni ykkur og þið getið ekkert gert við því nema spila hann áfram.

Það er svo rangt!

Sjálfur hef ég spilað leikinn í eitt og hálft ár núna (Ekki alveg viss) og ég hef aldrei verið svona heilaþveginn af honum. Fyrir mér er þetta bara tölvuleikur, en mjög skemmtilegur og góður leikur. Ég hef aldrei tekið World of Warcraft fram yfir vini mína, eins og aðrir (lesa undirskrift mína). Þetta er bara spurning um sjálfsstjórn eða sjálfsaga. Geta ráðiði sjálfum sér hvenær maður getur spilað World of Warcraft og hvenær ekki. Nýlega hætti ég að spila World of Warcraft, eða tók mér bara pásu vegna þess að það var prófvika hjá okkur núna, og samræmdu prófin byrja nú í vor. Og það var jafn auðvelt og það. Skrifaði bara á heimasíðuna hjá guildinu mínu að ég ætlaði að taka mér pásu, og hætti svo. Og einnig á seinasta ári, þá hætti ég yfir sumarið og byrjaði aftur í Nóvember. 5 mánuðir og það var ekkert erfitt heldur.


Ég skoðaði google í gær, og leitaði eftir “I hate WoW”. Ég fékk margar heimasíður og á hverri síðu sást hvað allir sem spiluðu hann ekki hötuðu hann. Hvers vegna? Þessi leikur er dæmdur án þess að hann hafi verið prufaður og sérstaklega af þeim sem spila hann ekki heldur eitthverja aðra t.d. CS, Battlefield og fleiri. Eru þeir svona reiðir vegna þess að menn sem spiluðu CS fóru yfir í WoW og hanga núna jafnmikið í honum? Fólk sem spilar t.d. CS spilar örugglega jafn mikið og maður sem spilar World of Warcraft, en hann sjálfur tekur ekki eftir því.

Ég held þetta sé komið gott hjá mér núna. Mæli með því að þið prufið google og lesa aðeins, eða fara inná http://www.wowdetox.com/ . Þar er fullt af fólki að bölva leiknum fyrir að hafa látið spilandann spila of mikið og eyðilagt líf hans. Ég segji það einu sinni enn, þetta er allt spurning um pínu sjálfsstórn. Ekkert annað. Sumir eiga eftir að vera sammála mér, aðrir ekki og ég ætla bara reyna vera duglegur að svara öllum sem svara þessari grein :)


Takk fyrir mig
Ottargud