Á síðustu dögum hafa Blizzard verið að þróa komandi breytingar á rogue classinnum, sem koma í leikinn í næsta plástri ( 1.12 ) þeir hafa meðal annars gefið út 2 ný talent tré ( hér er tengill á breytingarnar ) og hugmynd að breytingum á eviscerate, rupture og garrote. Í þessari grein ætla ég að fara nánar yfir þær breytingar sem hafa orðið, og fara yfir það sem gæti talist kostir og gallar. Vert er að benda á að Blizzard er ennþá að þróa þessar breytingar, og gætu þær breyst á hverri stundu, því þurfa breytingarnar ekki að líta svona út þegar plásturinn kemur.
Ég ætla að byrja á að fara yfir breytingarnar, en á eftir þeim er smávægilegur útdráttur úr listanum sem er miklu styttri og þjálari að lesa, og þeir sem hafa ekki mikinn tíma eða áhuga á að lesa allt heila klabbið hefðu kannski meira gaman af því að lesa hann.
Texti merktur með ¬ eru breytingar.
Texti merktur með – er gagnrýni frá sjálfum mér sem endurspegla oft skoðanir hins almenna rogue.
¬ “Improoved cheap shot, Improved deadly poison, Improoved garrote Improved distract, Improoved Rupture Throwing weapon specialization, Improved vanish, Rapid concealment, ” talentarnir verða teknir úr rogue talent trénu.
– Þessir talentar hafa ýmist verið sameinaðir í einn talent eða nýir komið í staðinn, ástæðurnar fyrir því skírast betur út þegar neðar kemur.
¬ “Murder” talentinn eykur nú skaða gegn humanoids, giants, beasts og dragonkins um 1/2% í stað þess að auka líkurnar að rogue hitti með sap, ambush, garrote, og cheap shot um 2/5%.
– Þessar breytingar ættu að auka skaðann hjá rogue-um, en þeir eiga að vera sá class sem gerir mestan skaða á móti einum óvin. Hunterar, mage-ar og warriorar hafa undanfarnar vikur verið yfir eða hættulega nálægt rogue-um í skaða. Því er þörf á breytingum sem þessum til að hjálpa classinum að gera það sem hann er bestur í, gefa frá sér skaða.
¬ “Remorseless Attacks” er nú tveggja punkta talent, og eru líkurnar á að talentinn virki er nú 20% fyrir hvern punkt eða 20/40% eftir magn punkta.
– Þessi talent hefur yfirleitt verið lítið notaður af rogue-um, og var yfirleitt ekki talinn virði 5 punktanna. Ekki þykir þó flestum rogue-um þessar breytingar gera talentinn þess virði að taka.
¬ “Improved instant poison” heitir eftir breytingarnar “Improved poisons” og eykur prósentu líkurnar á því að eitra óvin þinn með öllum rogue eitrum um 2% fyrir hvert talent point sem sett er í talentinn, þetta verður 5 punkta talent og mun hann því líta svona út: 2/4/6/8/10%.
– Þessi talent er orðinn aðeins betri, mjög fáum rogue-um þótti hann þess virði að taka hér áður fyrr, en nú vilja eflaust þeir sem sérhæfa sig að notkun eiturs taka þennan talent.
¬ “Rapid concealment og Camouflage” verða nú í einum og sama talent undir nafninu “Camouflage”, og hefur talentinn skipt um stað við “Opportunity” í subtetly trénu. Fyrir hvern punkt notaðan í talentnum fær maður því 3% hraða aukningu meðan maður er stealthaður ásamt því að “cooldownið ( tíminn sem maður getur ekki stealthað aftur eftir að fara úr stealth )” á stealth minnkar um 1 sekúndu fyrir hvern punkt. Því mun talentinn líta svona út: 3,1/6,2/9,3/12,4/15% hraðaukning, 5 sekúndna lækkað cooldown á stealth.
– Áður fyrr valdi nánast enginn rogue “Rapid concealment eða “Camouflage”, en þar sem þeir eru nú sameinaðir er þetta miklu sterkari talent og eykur stealth hæfileika classins til muna.
¬ Eftir patchinn mun “Vile poisons” gefa rogue eitrum hækkandi líkur á að “resista/veita viðnám” við “dispel áhrifum”, auk þess að auka skaðann frá eitrum, og fyrir hvern punkt í talentnum fær rogue 4% skaða aukningu með öllu rogue eitrum, og gefur öllum rogue eitrum einnig 8% líkur á að “resista/veita viðnám” við “dispel áhrifum”, og lítur því svona út: 4,8/8,16/12,24/16,32/20% skaða auking með rogue eitrum, 40% aukið viðnám við “dispel áhrifum”.
– Eftir breytingarnar á þessi talent eftir að verða mjög góður fyrir “pvp ( leikmaður gegn leikmanni )” bardaga, þar sem mjög fáir tölvugerðir óvinir nota dispel er hann aðalega ætlaður í pvp og á eftir að verða góður þar. Aukinn skaði á eitrunum er ágætur í “pve ( leikmaður gegn umhverfi ), en er ekki þess virði að taka í þeim eina tilgangi finnst flestum rogue-um.
¬ “Improoved kidney shot” eykur nú skaða gegn óvinum sem eru undir áhrifum kidney shot í stað þess að minnka “cooldownið” á kidney shots. Svona mun hann sennilega líta út eftir breytingarnar: 3/6/9% skaða aukning gegn óvin meðan hann er undir áhrifum kidney shots.
– Hér eru ágætar breytingar á ferð, þótt að mörgum finnist þetta lítil skaða aukning og gamli talentinn jafnvel betri ( hann minnkaði cooldownið á kidney shot ) . Talentinn gefur ekki mikla “pve” möguleika þar sem flestir óvinir í lokakafla leiksins eru ónæmir fyrir “stuns” ásamt því að nánast allir endakarlar eru það líka. Því erum við aðalega að tala um “pvp” eða “grinding ( drepa óvini á fullu í þeim tilgangi að safna pening “) talent hér.
¬ “Improoved sprint” mun virka öðruvísi, en í staðinn fyrir að minnka “cooldownið” á sprint, þá gefur það sprint líkur á að fjarlægja öll hreyfi hamlandi áhrif. Talentinn mun kannski líta svona út eftir patch: 50/100% líkur á að fjarlægja öll hreyfi hamlandi áhrif.
– Þessi talent lítur út fyrir að vera aðallega ætlaður í “pvp”, en getur hjálpað einstaka sinnum í “pve”. Rogue-ar eiga oft í vandræðum með að komast að óvin sem hægir á honum, og þótt hann noti sprint á classinn oft erfitt að komast að andstæðingnum. Improoved sprint er því ágæt lausn á því vandamáli, en breytir því hinsvegar ekki að það er alltof langt cooldown á sprint til að hægt sé að treysta á það.
¬ “Improoved evasion” tekið úr trénu, en í staðinn kemur nýr talent undir nafninu “Endurance”, hann verður tveggja punkta og minnkar “cooldownið” á evasion og sprint. Hann verður einhvern veginn í þessa áttina: 45/90 sekúndna “cooldown” minnkun á sprint og evasion.
– Fínasti talent svosum, þótt að flestir rogue-ar eru á þeirri skoðun að það ætti einfaldlega að minnka cooldown á brögðum án þess að þurfa talent til þess.
¬ Svo er það rúsínan í klebbaendanum, en það er kominn nýr tveggja punkta combat talent í spilið sem verður staðsettur í fjórðu röð innan combat trésins ( kemur í staðin fyrir “Improoved throwing weapons” ). Talentinn mun bera nafnið “Weapon Expertise”, eða “vopna sérfræðiþekking” á góðri íslensku.
Þessi talent mun auka “weapon skillið ( í level 60 er maður með 300 weapon skill, venjulegur level 60 óvinur hefur 300 í defense. Í lokakafla leiksins eru margir óvinir í kringum level 63, og eru þeir með 315 í defense. Leikmaður með 300 í weapon skill fær því oft “glancing hits” gegn þeim sem gera lægri skaða en venjuleg högg, og til að koma í veg fyrir þau er gott að hafa hærra weapon skill )” með rýtingum, sverðum og hnefavopnum. Hann mun krefjast eins undirpunkts í “Blade flurry”. Talentinn mun líta svona út: 2/5 “weapon skill” aukning með rýtingum, sverðum og hnefavopnum. Ath. ástæðan fyrir því að talentinn hafi engin áhrif á kylfu ( mace ) “weapon skill” verður skýrð nánar á eftir.
– Frábær talent, það hefur vantað almennilega “weapon skill” uppfærslu möguleika fyrir rogue-a síðan leikurinn kom út. Rýtinga rogue-ar hafa haft sæmilegt val á hlutum til að auka “weapon skillið”, en með þeim hefur oft fylgt að rogue-ar hafa yfirleitt þurft að fórna einhverju mikilvægara eins og “agility”, “crit” eða “attack power”. Þeir sem hafa notað önnur vopn en rýtinga hafa ekki haft næstum jafn marga hluti til að auka þeirra “weapon skill”, því er þessi talent mjög mikil breyting fyrir þá.
Til að gera grein fyrir hversu gott hærra weapon skill er, þá er vert að benda á að leikmaður með +10 í weapon skill gerir 20% meiri “hvítan/autoattack” skaða gegn level 63 andstæðingi ( C.a. 6% meiri skaða yfir allt ).
¬ “Mace specialization” eykur “weapon skill” með kylfum um 1/2/3/4/5, ásamt því að halda gamla “stunninu”.
– Þetta er ágæt tilbreyting frá hinum venjulegu vopnum. Vegna uppsetningu tlaentsins er ekki hægt að taka “Weapon Expertise”, en hinsvegar gefur þetta fleiri valmöguleika þegar valið er um aðra talents, þótt að þetta sé ekki endilega best “weapon specializationið”.
¬ “Adrenaline rush” er nú með 5 mínútna cd í stað 6 mínútna.
– Ágætis byrjun á því að gera cooldowns betri, fleiri breytingar á cooldowns eru þurfar að flestra mati
¬ “Opportunity” verður fyrsta þreps talent í subtetly, og skiptir um staðsetningu innan trésins við Camoflage. Helst að öðru leiti óbreytt.
– Rýtinga rogue-ar hafa beðið eftir þessari breytingu, því hún gefur þeim þann kost að velja aðeins 5 punkta í subtetly. Þessar breytingar leyfa t.d. combat rýtinga rogue-um að taka “Adrenaline Rush” án þess að fórna skaða með rýtingum. Semsagt, þessi talent gefur mikla möguleika fyrir rýtinga rogue-a.
¬ “Sleight of Hand” er nýr tveggja punkta annars þreps talent í subtetly trénu. Hann eykur “aggro reduction” á feint bragðinu ásamt því að minnka líkurnar á að fá “critical hit” á sig frá “melee” og “ranged attack”. 1,10/2% critical hit reduction á rogue-inn sjálfan,20% threat reduction.
– Góður talent fyrir “pvp” og “pve”. Hann gagnast vel í pve þar sem rogue tekur skaða ( ekki mikið af því í lokakafla leiksins ), og sérstaklega þar sem rogue er kominn með mjög góða hluti og ræður ekki við að gera fullan skaða án þess að taka “aggro ( þ.e. lætur óvininn ráðast á sig í staðinn fyrir warriorinn ). Í pvp gildir það líka að þetta minnkar skaðann sem tekinn er.
¬ “Initiative” verður breytt í þriggja punkta talent í staðinn fyrir 5 punkta, en heldur samt sínum 75% líkum á að setja auka combo point á óvininn.
– Ágætis breyting, gefur valmöguleika á að velja fleiri talenta en ella.
¬ “Elusiveness” er nú tveggja punkta talent, og minnkar nú cooldownið á vanish og blind. Hefur ekki ennþá áhrif á evasion. 45/90 sekúndna lækkun á cooldown.
– Cooldown minnkun á þessum brögðum á heima í sbutetly trénu, evasion cooldown reduction átti heima í combat trénu, sem það mun líka gera eftir breytingarnar.
¬ “Setup” fært frá fimmtu röð ( tier ) í fjórðu röð innan subtetly trésins, er 3 punktar og auk þess fær rogue combo point ef hann veitir galdri viðnaám/resistar spell.
– Gefur möguleika á að velja fleiri talenta, sem þykir ávallt gott.
¬ “Ghostly strike” energy kostnaður lækkaður í 40 energy.
– Kannski að þessi breyting geri “Ghostly strike” vinsælari, en margir hafa sleppt “Ghostly strike” hingað til og eytt punktunum sínum í annað nytsamlegra.
¬ “Serrated Blades” er nýr fjórða þreps talent í subtetly trénu. Talentinn virkar þannig að árásir rogues fara í gegnum ákveðið magn af armor óvinsins og skaðinn á rupture eykst einnig. Magn armors sem farið er í gegnum er 1.67/3.34/5 armor per level, eða 100/200/300 armor í level 60.Rupture skaði eykst um 10/20/30% með þessum talent.
– Fremur sterkur talent, sem kemur nýr inn. Hefur tvennan tilgang, en það er að auka skaðann með rupture ( með þessum talent og hvernig rupture verður eftir patch á þetta eftir að breyta miklu ). Hægt er að búast við að þetta hækki skaða sem fer í gegnum armor hjá cloth wearers um c.a. 3%.
¬ Nýr tveggja punkta subtetly talent, “Dirty deeds” kemur í staðin fyrir Improoved Cheap shot. Talentinn minnkar energy kostnað á Cheap shot og Garrote. 10/20 lægri energy kostnaður á Cheap shot og Garrote.
– Garrote gerir meiri skaða eftir plásturinn, og með svona lágum energy kostnaði á það eflaust eftir að verða vinsælt að nota garrote sem opnunar bragð, og í kjölfarið nota backstab og eviscerate / annað framhald.
¬ Nýr tveggja punkta talent í subtetly tréð, “Heightened senses”, sem eykur “stealth detection”, og minnkar líkurnar á því að galdur eða örvar/skot hitta þig. 2/4% auknar líkur á að fyrrnefndir hlutir hitti þig ekki.
– Mjög góður anti-stealth talent, sem getur breytt úrslitum í bördugum þar sem 2 stealth-aðir andstæðingar mætast, eitthvað í þessa áttina hefur vantað lengi fyrir rogue classinn, og nú er það komið.
Einnig er þetta sterkt gegn hunterum og galdrakörlum.
¬ Eftir breytingarnar mun aðeins þurfa 20 punkta í subtetly til að geta valið “Hemorrhage”.
– Þessi breyting gefur “Hemmorhage” rogue-um möguleika á að taka marga combat talenta með bragðinu, þar sem “Hemmorhage” verður betra en sinister strike á rogue með góðum hlutum er það mikill kostur að fá fleiri combat talents sem val.
¬ Nýr klassa fimm punkta talent talent, sem mun verða álíka áhrifamikill og nýi combat talentinn, hann mun hljóta nafnið “Deadliness” og verður fimmta þreps talent í subtetly trénu. Þessi talent mun auka attack power hjá rogue um 2% fyrir hvern punkt. 2/4/6/8/10% attack power aukning.
– Þetta er svosum fínt, nýtt og ágætt, en þetta er fremur veikt miðað við hvernig “Deadliness” átti að vera fyrst, þ.e. 20% meira attack power. Raddir hafa heyrst að þetta sé mjög veikt miðað við það sem hunterar fengu ( +15% agility ), rogue-ar hafa minna attack power yfir allt saman, hvert attack power er lélegra en hvert agility, og þetta hækkar bara um 10% en ekki 15% eins og hjá hunterum. Því er þetta ekki eins gott og það lítur út í fyrstu.
¬ Það þarf ekki ennþá energy til að nota “Premedition”, það verður instant cast og hefur lengri drægni ( range ). Cooldownið verður það sama. Eftir patchinn mun þurfa “preperation” sem undirtalent til að geta valið “premeditation”.
– Talentinn verður lagaður aðeins til betri vegu, sem mér finnst persónulega mjög sniðugt, því þetta er seinasta þreps talent í subtetly trénu, en það eiga sennilega margir rogue-ar eftir að velja sér punkta í subtetly trénu eftir breytingarnar.
¬ Vanish mun taka í burtu öll áhrif sem gera óvininum kleift að fylgjast með þér, s.s. hunter’s mark, mind vision.
– Án efa mjög góð breyting fyrir rogue-a, en hinsvegar hræðilegt fyrir huntera, og í raun of öflugt, þar sem einn stærsti tilgangurinn með hunter’s mark var að sjá rogue-a eftir að þeir vanisha.
Mitt álit er að þetta sé of sterkt og ósanngjarnt gegn hunterum. Það hefði verið miklu gáfulegra að laga “unstealth áhrifin” sem koma þegar brögð eins og demoralizing shout, þegar “Aoe ( area of effect, galdrar með svæðisáhrif “ ) göldrum er veitt viðnám, þegar maður missir stealth ef maður er “fearaður”, láta rogue-inn frekar “fearast” án þess að detta úr stealth og svo framvegis.
¬ Expose armor minnkar nú armor andstæðingsins um ákveðna prósentu í stað fastrar tölu.
– Í raun er þetta veiking og styrking í senn. Nú verður expose armor betra á móti klössum sem hafa háan armor, en lélegra á móti þeim sem hafa lágan armor, og virkar því meira í áttina sem hann átti upprunalega að gera ( expose armor er oftast notað gegn prestum, því það þarf að drepa þá hratt. Þeir lækna sig yfirleitt í fulla orku eftir að “feara” óvin, og þá er eini möguleikinn fyrir rogue að drepa hann. Ef expose armor var sett á hann áður en hann fearaði og læknaði sig mun hann deyja hraðar en ella, og priestar deyja oftast bara ef þeir fá skaða hratt á sig ).
¬ Eviscerate, garrote og Rupture munu skala eftir “attack power” eftir patchinn.
Blizzard gáfu út þann 17. júli breytingarnar á fyrrnefndum brögðum, og verða þær talnar upp eftir þennan punkt.
[Næstum bein þýðing af Wow europe forums ( hér ) ]
Garrote ( rank 6 ):
Gerði áður 432 í skaða.
Rogue með 600 AP ( Attack power ) gerir nú 660 í skaða.
Rogue með 800 AP gerir nú 696 í skaða.
Rogue með 1500 AP gerir nú 822 í skaða.
Rogue með 1500 AP gerir því 90% meiri skaða með garrote eftir breytingarnar.
Eviscerate ( rank 8 ):
Gerði áður 936 í skaða.
Rogue með 600 AP gerir nú 941 í skaða.
Rogue með 800 AP gerir nú 971 í skaða.
Rogue með 1500 AP gerir nú 1076 í skaða.
Eviscerate ( rank 9 ( kemur út í næsta plástri ) ):
Rogue með 600 AP gerir 1048 í skaða.
Rogue með 800 AP gerir 1078 í skaða.
Rogue með 1500 AP gerir 1183
Rogue með 1500 AP gerir því 26% meiri skaða með Eviscerate rank 9 heldur en með rank 8 fyrir breytingarnar.
Rupture ( rank 6 ):
Gerði áður 935 í skaða.
Rogue með 600 AP gerir nú 944 í skaða.
Rogue með 800 AP gerir nú 992 í skaða.
Rogue með 1500 AP gerir nú 1160 í skaða.
Rogue með 1500 AP gerir því 24% í skaða eftir breytingarnar.
– Sennilega besta breytingin – eftir breytingarnar verða low level rogue-ar ekki jafn “overpowered ( of góðir/öflugir )”, vegna þess að hlutir ( items í þessu tilviki ) skipta meira máli í sambandi við þessi brögð ( oft voru rogue-ar án góðra hluta eða hæfileika að sigra góða leikmenn vegna hversu litla hæfileika þurfti til að nota þau ).
En það mikilvægasta við þetta er að eviscerate, eins og áður var nefnt verður betra eftir því sem hlutirnir sem rogue-inn ber eru betri. Það þótti mikill galli að eviscerate varð ekki betra eftir því sem rogue fékk betri hluti, og margir hafa hætt að nota bragðið vegna hve lélegt það þykir með góðum hlutum.
Garrote og rupture hafa ávallt verið lítið notuð, aðalega vegna þess að ambush er betra en Garrote, og eviscerate er svo nálægt því að vera jafn gott og rupture, en gerir skaðann á stundinni sem bragðið er notað, og tekur ekki up “debuff slot”. Það eina sem garrote og rupture eru notið í augnablikinu til er að “dot-a ( damage over time-a eða gera skaða yfir tíma ) aðra rogue-a svo þeir stealthi ekki og flýi bardagann.
Allir þessir hlutir til alls gera þetta að mikilvægustu breytingunni að mínu mati.
Ekki vitum við af fleiri breytingum á rogue classinum sem koma með plástrinum í augnablikinu.
Hér fyrir neðan er stuttur útdráttur á því sem plásturinn breytir.
Fyrir mig sem rogue verð ég að segja að þetta séu mjög góðar breytingar, og Blizzard eru á góðri leið að laga rogue classinn.
“Pvp ( leikmaður gegn leikmanni )” rogue-ar, rýtinga rogue-ar, “pve ( leikmaður gegn umhverfi )” rogue-ar og rogue-ar með áherslu á að lifa af, hafa allir saman grætt slatta á breytingunum. Þeir hafa sett in nokkra góða talenta til að minnka cooldownið á brögðum hjá rogue-um, minnkað kostnað þeirra í talent punktum, gert nýja cooldown talenta og fleira á þá vegu. Breytingarnar hafa yfir allt saman aukið skaðann hjá rogue-um, með hinum og þessum skaða talent breytingum og möguleikum á að velja fleiri talenta fyrir færri punkta. Breytingarnar á eviscerate, garrote og rupture breyta líka mjög miklu.
Fyrstu breytingarnar voru fremur slappar, en þær gáfu aðeins nýja “weapon skill” talentinn, smávægilegar breytingar fyrir “combat rogue-a”, breytingar á subtetly trénu, og bættu lítið sem ekkert rýtinga rogue-a.
Þegar seinni breytingarnar birtust færðist hinsvegar bros á vör rýtinga rogue-a. Ósk þeirra sem þeir höfðu beðið eftir varð uppfyllt. “Opportunity” var fært í fyrsta þrep í subtetly, og losar það því 5 punkta fyrir rýtinga rogue-a, og gefur það þeim mikinn sveigjanleika í vali á talentum. Þar má meðal annars nefna að “combat rýtinga rogue-ar” geta valið “Adrenaline rush” án þess að fórna “Opportunity” eða “Lethality”. Þessar breytingar gera einnig seal fate rogue-um sem vilja sleppa improoved ambush að taka “Precision” fyrir +5% hit. Gefur einnig möguleika á að taka “Cold blood” með “Dagger specialization”. Því má segja að rýtinga rogue-ar geti verið nokkuð ánægðir með breytingarnar.
Fyrir rogue-a sem nota sverð/hnefavopn eru einnig nokkrir góðar breytingar, en þar má nefna “Weapon Expertise” talentinn, sem er reyndar einnig góður fyrir rýtinga ( þeir hafa reyndar svo marga fleiri hluti sem auka “dagger skill” svo þetta er ekki alveg jafn góð breyting fyrir þá ). Auk þess varð “Mace Specialization” betra, og fengu kylfunotendur ágætis upplyftingu þar þótt að “Weapon Expertise” hafi ekki áhrif á þá.
Stærstu breytingarnarnar urðu hinsvegar á subtetly trénu. Það er nú bæði gott til að auka stealth hæfileika rogue-ar, ásamt því að auka skaða þeirra mikið.
Með talentum sem lækka cooldowns, aggro reduction, gömlum talentum sem þurfa nú færri punkta, hemmorrhage ofar í talent trénu og með upprærðum high end talentum hefur subtetly tréð fengið algjöra andlitslyftingu og hafa margir rogue-ar talað um að fara þá leið eftir plásturinn.
Það geta allir samglaðst um eviscerate, garrote og rupture breytingarnar ( nema kannski þeir sem spila annan class og pvpa, en þeir eiga eflaust eftir að finna fyrir breytingunum ), því vegna þeirra gerir rogue classinn miklu meiri skaða sem hagnast öllum þegar það kemur að sigrast á nýjum ævintýrum, og það allra helsta er að rogue classinn mun verða eflaust ennþá skemmtilegri en hann er í dag.
En ekki ætla ég að hafa þessa súpu lengri, því hún er meira en nógu löng nú þegar, ef ekki alltof löng, og ég efast um að hinn venjulegi notandi mun lesa þetta allt, en ég efast ekki um að mörgum þyki þessar upplýsingar hjálpa og vera skemmtilegar, og ég vona að þeir sem lesa þetta finnist þetta ánægjuleg lesning.
Og ég ætlaði bara svona rétt að nefnast á það, að öll þessi íslenska yfir orð sem venjulega er notað enska yfir er þarna viljandi, því ég styð ( ásamt félögum mínum í The Bonnie Tyler Fanclub ) viðhald íslensku innan World of Warcraft, og þið munuð eflaust sjá mig halda áfram að nota þessi íslensku hugtök hér á huga, og ég hvet almenning eindregið að gera það líka :).
Heimildir:
http://forums.worldofwarcraft.com/thread.aspx?fn=wow-rogue&t=1337254&p=1&tmp=1#post1337254
http://forums-en.wow-europe.com/thread.aspx?fn=wow-rogue-en&t=222650&p=1&tmp=1#post222650
http://www.worldofwarcraft.com/info/classes/rogues2/talents.html
http://forums.worldofwarcraft.com/thread.aspx?fn=wow-rogue&t=1271292&p=1