Nú þegar Paid Character transfer er að byrja á evrópu serverunum þá ákvað ég að senda inn þessa grein. Þannig er mál með vexti að á Tarren Mill servernum er guild sem heitir Föruneytið. Þetta er all-íslenskt guild. Hefur það alltaf verið stefna guildsins að halda því þannig við höfum gaman af því að eyða tíma með íslenskum félögum og okkur langaði að sanna og sýna að þetta væri hægt. Vandamálið er að við erum ekki voðalega margir. Ekki misskilja mig við erum alveg nógu margir. Eins og stendur þá tökum við Zul'Gurub einu sinni í viku og eru Prestarnir fimm, Hakkar og Bloodlordinn alltaf tekinn á einu kvöldi. Við eigum einnig í mjög góðu samstarfi við mjög stórt guild á okkar server sem við rönnum Molten Core með einu sinni í viku og vonandi munum við fara að taka Black Wing Lair með þeim í haust. Þeirr sem sagt taka tvö MC rönn í viku og við erum með í öðru þeirra.
Með haustinu ætlum við svo að fara að skifta Zul'Gurub út og taka AQ 20 jafn reglulega. En nóg um Raid plönin okkar.
Það að allir skemmti sér vel skiptir mig og í raun alla offurstana í guildinu miklu máli. Meðalaldurinn hjá okkur er líka nokkuð hár. Flestir ef ekki allir offurstarnir í guldinu eru nærr 30 en 20 í árum talið. Er þetta mjög affslapað guild lítið um einhverja mikla goggunarröð en okkur langar til að komast áfram í end-game í WoW og til þess þurfum við að vera fleirri.
Hvað sem því líður þá er ég hér með að bjóða mönnuma að kíkkja yfir á Tarren Mill. Búiði til nýja kalla eða komiði yfir með kalla sem þið eigið á öðrum serverum.
Áttu lvl 60 kallsem þú ert lítið að spila? Komdu með hann yfir og hittu okkur við tökum þér með opnum örmum.
Heimasíða okkar er: http://foruneytid.wowguilds.com
Snær lvl 60 Feral Druid