Fyrir rúmlega 6 mánuðum síðan var tilkynnt að patch 1,08 ætti að koma út frá Blizzard. Það ætti að laga sprite buggið hjá Valkyrunum og reyna að stoppa hökkinn enn einu sinni :)
En eftir það hefur ekki heyrst múkk um það meira. Allir sem fylgjast mikið með vita enn af þessum loforðum en þeir hjá Blizzard hafa greynilega nóg annað að gera. T.d. að laga LAG í Diablo2. En það verður ekkert gert til að balencera leikinn. Það var tekið skýrt fram þegar patch 1,05 kom út að það myndi ALDREI aftur vera gefið út patch vegna balance.
En aftur á móti voru sögur í gangi að þeir voru að hugsa um að breyta nánast öllu. Semsagt breyta leiknum gífurlega. Reyna að láta öll racein vera jöfn á öllum gerðum af möppum. Semsagt að Terran gæti eitthvað á stórum Eyju borðum og Zerg gæti ekki fengið frítt early exp. á flestum borðum (t.d. LT). Reyndar átti að breyta öllu sambandi við Terran en síðan kom Heartcutter og fann upp HEAVY METAL og breytti algjörlega gangi Terran og þeir urðu aftur vinsælir.
Það eina sem ég vildi sjá breytt væri að Wraithinn væri sett sem Small unit í staðin fyrir Large (eins og BC). Þá myndu þeir einungis fá hálfan skaða frá Corsairum t.d í staðin fyrir fullan. Þá gætu þeir eitthvað á stórum Eyju borðum á móti Protoss, sérstaklega ef Sprite buggið yrði lagað.
Goliath movementið átti eitthvað að verða lagað held ég líka. Þeir áttu að fá fleiri boð á sec. hvert skildi labba en þeir eru núna með og þá einnig Dragoonarnir býst ég við.
Hvað er hægt að gera sambandi við early exp. hjá Zerg annsi fátt. Mögulega að hækka Hatch. aftur í 350m eða gera lengri build tíma á það. Sunken colony er það sem bjargar early exp. hjá Zerg held ég þannig að það væri hægt að lengja build tíman á því líka.
Ég persónulega nota mest lítið af Sunken colony vegna þess að þær kosta svipað og 8 zerglingar og mér fynnst betra í flestum tilfellum að hafa þá en eitt colony. Nema náttúrulega á choce points. Og þegar þú færð ekki nógu margar lifrur til að geta byggt alla þá zerglinga sem þú villt.
En undir endirinn held ég að þetta patch muni aldrei koma út en ef það gerir það þá gott hjá þeim. En það eru svo margir orðnir svo háðir Map Hackinu þarna úti að þeir munu vinna að fullu að því að búa til nýtt.
Eina leiðin sem ég sé á móti þessu hacki er það að láta Starcraft spilast eins og Diablo2. Semsagt eina sem þú nærð að senda á serverana úti sé mouse og keyboard output. En það kallar á ROSALEGA vinnu sem þeir vilja ekki leggja á sig fyrir 3 og hálfs árs gamlan leik. Þetta mun örugglega verða þannig í WarCraft 3 og StarCraft 2 þannig að það er bara að bíða spentur eftir þeim tveim. Allir þeir sem voru að vinna í Diablo2 eru núna að vinna í verkefni sem enginn má vita hvað er. En þeir voru víst búnir að segja að það væri framhald á eitthverjum leik hjá þeim þannig að það hlýtur að vera StarCraft2. Diablo2 er nýkomin út og WarCraft3 er á leiðinni.
Annað ég skil ekki hvað þeir eru að pæla í þessum aukapakka fyrir Diablo2 ég nú þegar komin með leið á þessum leik og hef ekki einusinni spilað alla sem fylgdu með upprunalega leiknum. Sénsinn að ég fari að eyða peningum í að kaupa þennan aukapakka :)
Gemini-Recalled (battle.net)
Sjáumst á starcraft.is á Ircinu (irc.isnet.is)