Það gætu verið spoilerar í þessarri grein, ég reyni að halda mig við okkar elskulegu íslensku en einnig nota ég orð úr warcraft heiminum.

Human Campaign:

Warcraft 3 byrjar á því að Prince Arthas, Paladin í reglu sem heitir “Silver Hand” sem eru paladinar sem hafa svarið þess dýran eið að verja Lorderaeon, byrjar baráttu sína gegn “Undead scourge”.
Hinir lifandi dauðu eru að breyta fólki í Undead og Price Arthas og hinir Paladinarnir reyna að stöðva það.
Hinir dauðu lúta stjórn “Mal´Ganis”, hann byrjaði þessa plágu sem herjar á Prince Arthas og hans fólk.
Eltingaleikurinn við Mal´Ga nis endar á stað sem kallast “Northerend” og reynir Arthas þar með hjálp Muradins að ná til Mal´Ganis. Arthasi er sagt frá sverði, öflugu sverði sem ber nafnið Frostmourne. Arthas fer og nær í sverðið og notar það til að drepa Mal´Ganis.
En í sverðinu býr kraftur sem að beygir þá sem það hafa til hlíðni við Ner'Zhul sem er Lich King.
Arthas verður Death Knight, að ég held æðsti death knight undir stjórn Ner´Zhul.

Undead Campaign:

Nú er Arthas orðinn Death Knight og leiðir heri hinna lifandi dauðu í aðra árás á Quel´Thalas, í leiðinni þarf hann að kljást við sína gömlu vini, Paladinana í Silver Hand reglunni en honum tekst að eiða þeim. Quel´Thalas er álfalandið helga og þar þarf Arthas að komast í galdra-uppsprettu til þess að endurlífga Kel´Thuzad. Með hjálp Demon Lordsins Archimonds þá rústa þeir allri mannlegri mótspyrnu og leggja allt sem fyrir þeim varð í eiði.

Orc Campaign

Thrall, sem er orc warchief leiðir veika heri orca burt frá baráttu þeirra við menn og sleppa þeir þannig við dauða eða það að lenda í mannahöndum.
Thrall og bróðir hans Grom Hellscream leiða þá til Kalimdor. En til þess að lifa af í þessu ókunna landi þurfa þeir að kljást við álfa. Á meðan að þessarri baráttu stendur þyggur Grom djöfullega krafta til þess að geta sigrað demi-guðinn Cenarius, það er slæmt fyrir hann, hann breytist og Thrall vill ná sér niðri á djöflinum sem gerði honum þetta. Þetta leiðir til þess að Thrall og Grom mæta Djöflinum sem breytti grom.
Þó endar orc campaignið mjög undarlega að mínu mati, þeir sameinast mönnum, undir stjórn Jaina Proudmoore (fyrrverandi kærasta Arthas). Mér þótti þessi campaign enda undarlega.

Night Elf Campaign

Tyrande Whisperwind, foringi Night Elf berst vonlítilli baráttu við “The burning legions”, einnig menn og orca (eins og kom í ljós í endan á orc campaign) og einnig Undead Scourge þá byrjar hún á því að endurvekja Malfurion Stormrage, ástmann hennar sér til hjálpar. Einnig frelsar hún djöflaveiðarar Illidan Stormrage sem hjálpaði þeim að tefja fyrir The Burning Legion. Síðan þá gengur hún til liðs við orcana og mennina til þess að sigra Demon Lord-inn Archimond og minion-in hans.
Archimond gerir sína síðustu árás á Tré lífsins en Malfurion Stormrage eiðir honum í gildru sinni sem að sprengir Archimond og tré lífsins í leiðinni en það grær aftur.

Svona fyrir þá sem ekki vita þá spilar það stóra rullu í “The frozen throne” að hafa sleppt Illidan Stormrage, því í þeim leik leitar hann hefnda, en endar á því að reyna að eiða the Lich King, sem honum í stuttu máli mistekst því að Arthas stoppar hann. Margir héldu að Illidan væri þar með dauður, en það er rangt samkvæmt þeim sem gera handritin að leikjunum, líklegast mun það koma í ljós í WOW.

Takk fyrir mig.