Ég hef spilað Diablo 2 lengi, löngu áður en lod kom út spilaði ég diablo 2 og hætti svo fyrir um einu ári síðan, þá hafði ég náð öllum köllunum uppí lvl 99 nema assassin, druid og amazon, assasininum mínum náði ég ekki upp vegna þess að ég tók mér frí með hann í lvl 94, gallinn við þetta frí er sá að ég kom aldrei aftur úr því, ég byrjaði á öðrum leikjum og Diablo gleymdist.
En það sem ég hef lengi velt fyrir mér er það hvað mönnum finst almennt um flokkana. Hvaða race er sterkastur? Eða eru þeir bara allir jafnir?
Mín skoðun er sú að sorce-inn og paladin, með sitt besta stuff séu bestu race-arnir, kanski er það vegna þess að ég kann að þjálfa þau betur en nokkurn hinna.
Málið er samt bara það að á battle-net meðan að ég spilaði enn þar átti bara enginn séns í kallana mína 2, sorcererinn minn var einfaldlega að meiða fáránlegar upphæðir í 1 höggi, damage dealaði mjöööög hátt, paladin gaurinn minn, sem var minn uppáhaldskall, búinn að útpæla hann alveg nákvæmlega var jafnvel enn erfiðari viðuregnar.
Með honum slátraði ég öllu og öllum. En þá er spurningin, hvað með eins og necro-inn og barb-inn, báðir eru þeir hörkuöflugir sem og hinir, hvað finst ykkur um þá alla? Persónulega skil ég ekki hvað menn voru að pæla þegar að þeir gerðu amazon-inn, að mínu mati einn lélegasti class sem ég hef nokkurntíman séð, þegar að ég var í lvl 70 með paladin eða sorcerer, þá gat ég rústað næstum hvaða amazon sem er, almennt held ég að amazon-inn sé sá class sem erfiðast sé að gera góðan, allaveganna hefur mér aldrei tekist það þrátt fyrir að hafa reynt.
Á battlenet hefur það varla gerst að amazon í svipuðu lvl og ég eigi séns í mig, ég hef bara aldrei séð amazon sem að virkar vel í 1 on 1.
Afturámóti eru þeir góður félagi þegar að menn eru í hóp, þá kemur það sér mjög vel að vera með amazon.
Hvað finnst ykkur? Hver er bestur og hver er verstur? Allir jafnir kanski?
En svona í lokin á þessarri grein bý ég til örlittla samantekt af characterunum
Druid: Mjög öflugur ef hann er rétt þjálfaður, ég lærði aldrei að gera hann fullkominn en samt sem áður þá sá ég oft á battlenet drengi sem greinilega höfðu masterað hann, gat ef hann var rétt þjálfaður orðið vel meira en maður höndlaði.
Assassin: Traps og fleira sem hann býr yfir gera hann að geysilega öflugum andstæðing, ég tók flesta assass-ina auðveldlega með sorcerer vegna superior damage sem hún gerði, en jafnvel með paladininum mínum sem ég hafði masterað út í gegn, átti ég oft geygvænlega erfitt með sprækan assassinn.
Paladin: Það er minn maður, my kind of guy, svona jack of all trades, hann er bardagamaður með ágætt hp en hann kann að galdra líka. Hann getur meitt alveg svakalega og ef hann er rétt spilaður er hann minn uppáhalds kall ásamt sorcerinum. Bail run´s verða algjör biti af köku með honum.
Barbarian: Líf og skaði eru hans ær og kýr, oft ótrúlega erfitt að drepa hann og það er ofsalega gott að hafa barbarian með manni í hóp, hann fer bara fremst og berst á meðan að maður hengur fyrir aftan hann með sorcerer og rústar öllum þeim gildrum sem verða á vegi mans með þeim 2.
Sorcerer: Mesti damage dealerinn, gerir geygvænlega mikinn skaða, lífið ekkert rosalegt en málið er, óvinurinn kemst sjaldnast það langt að geta meitt sorcererinn. Sorcerer er góður í 1 on 1 og ómissandi í hóp, einfaldega góður kostur!
Necro: Já þú vilt ekki lenda fyrir reyðum necro sem hefur verið rétt þjálfaður, hann hreynlega rústar þér ef þú kannt ekki á þinn eigin kall, ég vil meyna að hann sé milli þess að vera sorcerer og paladin, en það er bara mín skoðun á málinu.
Amazon: Að mínu mati lélegasti classinn, hef óttalega lítið um hann að segja, virkar þó mjög vel í hóp, sérstaklega við endakalla.
Takk fyrir mig, vonandi gátuð þið notið greinarinnar, mér fanst vanta eina inn um diablo.