Terran vs Protoss
Því fyrr sem Terran nær sé í sciencevessel á móti protoss, því betra, Því það er ekkert sem virkar jafn vel á protoss og EMP.
EMP dregur skjöldinn á öllum protoss units og byggingum niður í 0 og þá eru Protoss ekkert svo rosalega scary lengur.
Það sem maður þarf að passa sig á er það að protoss spilarar eru soldið mikið fyrir það að gera “early-rush”. Það er mjög erfitt að verjast þessu early rush og þú verður að vera kominn með bunker til að eiga einhvern möguleika á móti þeim. Notaðu bunker og 2 scv's til að gera við bunkerinn þegar þeir koma, ef þeir reyna að drepa scv-ana þá skaltu láta scv-ana hlaupa í hringi nálægt bunkernum svo að unitin í bunkernum haldi áfram að skjóta á þá á meðan þeir eru að reyna drepa scv-ana þína.
Alltaf hafa bunkers og missle turrets nálægt resource-inu þínu. Það er ekkert jafnhættulegt og reaver drop inní resource-ið þitt. Resource er Lífsæðin þín í Starcraft, án resources ertu glataður og andstæðingurinn fer létt með að kremja þínar aumu sveitir því hann hefur yfirhöndina þar sem hann á meiri pening.
Aldrei eiga meira en 1000 credits… það er bara sóun á peningum, hvort viltu eiga lítinn pening og mörg units í base-inu þínu þegar þú lendir í skyndi áras, eða mikinn pening og þú nærð ekki að byggja vörn þegar skyndi árásin kemur því hann tekur strax út barracks.
Þetta eru allt rosalega basic tactics og ég ætla rétt að vona að allir hafi kunnað þetta áður en þið lásuð þetta hérna. Ef ekki þá ættuði að geta bætt tacticin ykkar eitthvað.
Svo ættu auðvitað allir að kíkja á Official Strategy Guide-inn á <a href="http://www.blizzard.com">Blizzard</a> heimasíðunni.
AR