Jæja, hér kemur annar partur spuna míns hérna um Alexander. Var hálf latur til að byrja á þessu og hálf tómur um hvað átti að gerast, en svo kemur þetta allt saman og maður klárar þetta á einu kvöldi. Þetta er líka aaaðeins lengra en fólk kvartaði yfir hvað hin var stutt, svo bara nenna að lesa yfir þetta ;)
Ég geri ekki margar stafsetningarvillur þegar ég skrifa, örugglega samt einhverjar þarna. Bara ignore'a það kkthxbye

Sons of Alterac - Annar Hluti - Endurfæðing Fálkans

Það var sólríkur dagur á hinum frjósömu sléttum Westfall. Ofan í lítilli lægð rétt vestan við sjóinn, nógu nálægt til að geta heyrt brimið skella á ströndinni, var lítill sveitabær.
Unglingsdrengur, klæddur í fátætleg bændaföt sat í hlíðinni fyrir ofan bæinn og tuggði strá. Skyndilega hrökk hann við þegar hann heyrði í hest, hestum. Fyrir ofan hann kom ríðandi nokkurra manna reiðlest. Úr fjarlægð gat hann greint vopnaða stríðsmenn klædda í svartar leðurbrynjur ríðandi á svörtum hestum. Fremst sat þó ríkmannlega klæddur maður hvítan gæðing og skar sig greinilega úr. Hann var klæddur svartri skykkju og litðum silkifötum, með þykkt svart skegg og dökk-brún og köld augu.
Lestin leit auga á hann, tók viðbragð og stefndi svo í átt til hans. Loks stönsuðu svartklæddu stríðsmennirnir, en fremsti maðurinn reið að honum. Hann virti hann fyrir sér í stutta stund, og spurði hann svo: “Hvert er nafn þitt, drengur?”
Rödd hans var virðuleg og sterk, eins og sönnum aðalsmanni sæmir, en þrátt fyrir það köld og svipt allari hlýju.
“Ég heiti Alexander herra, en ég er kallaður Alex. Ég er ættarlaus, eins og faðir minn.” svaraði drengurinn undrandi og hálfskelkaður.
Það birti yfir þungu yfirbrigi mannsins í andartak, en svo leit hann aftur alvarlega á drenginn og spurði: “Jæja, ég heiti.. Aliden. Gleður mig að kynnast þér Alexander” sagði hann. “Ef mér leyfist að spyrja, hvar er faðir þinn?”.
“Aiden heitir faðir minn herra. Hann er aftur fyrir bæinn að undirbúa vagninn.”
Maðurinn hugsaði sig um eitt andartak, skipaði svo fylgjendum sínum að handsama drenginn sem var algjörlega óviðbúinn.
Hann reið svo aftur fyrir bæinn þar sem gamli bóndinn var að stafla korni á gamlan vagn. Aiden leit við, og í stutta stund störðu mennirnir tveir á hvorn annan eins og þeir trúðu ekki eigin augum. Svo stundu þeir báðir í einu “Þú!?”.

Aiden var gamall stríðsmaður sem hafði barist gegn The Horde á fremstu víglínum í Lordaeron í seinna stríðinu. Hann hafði barist gegn orkunum streymandi frá Khaz Modan, hann hafði lifað fall Deathwings og endurreisn hans, hafði hafði séð bandamenn sína frá Alterac snúast gegn þeim í miðju stríðinu. Loks eftir hina löngu baráttu sneri hans ásamt öðrum örþreyttum sonum Stormwind aftur suður. Hann settist í helgan stein á litlum sveitabæ í Westfall ásamt eiginkonu sinni, Leiwyn. Leiwyn veiktist eftir nokkur ár, og í sex mánuði barðist Aiden gegn sjúkdóminum hetjulega, með því að reyna að eyða sem mestum tíma hjá henni og einnig halda bænum uppi. En loks bugaði sjúkdómurinn Leiwyn, og Aiden missti það eina kæra sem hann átti eftir. Í nokkur ár var bugaður af sorg, hafði ekki mikið til að lifa eftir. Þangað til að kraftaverkið gerðist einn örlagaríkan haustdag, á ströndinni rétt vestan af bænum hans hafði skip strandað, skip sem virtist hafa staðið í miklum sjóbardaga og undarlega lifað hann af. Allir skipsmenn virtust látnir, líkin rekin á ströndina eða fljótandi í vatninu og ekkert heyrðist nema brimið. Og þó, eins fjarstæðukennt og virtist fannst honum heyra barnsgrát. Hann rauk á stað, og bakvið litla sandöldu við sjóinn lá hreyfingarlaust lík af fallegri dökkhærðri konu, og hún hélt dauðahaldi í littla vöggu. Í vöggunni lá lítið grátandi barn vafið í dökkt klæði, og við hliðina á því lá lítil hálsfesti, eins og sniðin á ungabarn. Í henni miðju var stór svartur eðalsteinn sem virtist holur að innan og inn í honum hreyfðist efni eins og reikur, dýrgripur ólíkt því sem bóndinn hafði nokkru sinni séð. Hann tók upp barnið og huggaði það, og virti svo hálsfestina fyrir sér. Grænn smaragðurinn var skorinn til að mynda merki, merki sem hann kannaðist svo við í skelfingu. Hann sneri fljótt við hálsfestinni, og hálf hrökk við þegar hann las greftrunina aftan á.
“Alexander Perenolde – Krónprins Alterac”


Aiden tók viðbragð þegar hann leit á manninn, og kippti gömlu sverði úr slíðri sínu. Sverði sem hafði verið mörgum Orka og Manni bani. “Þú hefur komið til að ná í hann býst ég við?” sagði Aiden. “Ég vissi að þessi dagur myndi koma, jafnvel þótt ég vonaði og bað um að hann kæmi aldrei..”
Dularfulli maðurinn leit á Aiden í vantrú “Að hann skuli lifa af, ótrúlegt! Og að þú af öllum mönnum hafi fundið hann og alið hann upp! Þvílík kaldhæðni. Svo virðist að ég hafi slegið tvær flugur í einu höggi, bæði endurheimt Alexander, og ég hef fundið þig. Eini maðurinn sem hefur nokkurn tímann sigrað mig í bardaga, því gleymdi ég aldrei.”
Aiden leit á manninn með svip sem lýsti bæði gífurlegri fyrirlitningu og viðbjóði í senn, greinilega ekki eins skemmt og honum.
“Ég veit ekki hvað þú munt gera við hann, hvað þá mig. En þú skalt vita að ég hef alið hann upp sem son minn, og gefið honum það sem allt vald og heiður hefði aldrei getað hefið honum.” sagði Aiden.
Maðurinn leit á hann með fyrirlitningu, og hreytti út úr sér “Bölvaður bóndadurgur, þú veist ekki hverju þú hefur breytt með gerðum þínum! Þú veist ekki hvaða afli þú storkað! Þú sigraðir mig eitt sinn, en ég hef einungis styrkst, á meðan þú hefur hrörnað! Gríptu sverð þitt, við skulum berjast til einn okkar liggur dauður fyrir fótum annars!”

Maðurinn skall saman við Aiden í grimmu áhlaupi. Aiden varðist öflugum höggum mannsins naumlega, bardaginn greinilega ójafn. Það var enginn heiður í þessu einvígi, það var engin virðing. Úr augum eins skein eintómt hatur, en úr hinum uppgjöf.
Og rétt hjá, í höndum tveggja samviskulausra morðingja sem skemmtu sér konunglega, var Alex neyddur til þess að horfa á föður sinn deyja.
Bardaginn endaði snögglega, þegar maðurinn komst hjá vörnum Aidens og stakk sverði sínu í gegnum bringu mannsins. Aiden hneig niður og sjón hans varð óskýr, hann sá fyrir undan sér son sinn grátandi, svo sverðið fast í bringu hans og sí stækkandi blóðpollinn í grasinu.
Maðurinn gekk í burt hlæjandi, og öskraði svo “Eyðið bænum! Drepið skepnurnar! Brennið allt!”
Alex var skyndilega hreytt í jörðinna rétt hjá deyjandi föður sínum, á meðan svartklæddu mennirnir kveiktu á kyndlum og báru að trjéveggjum hússins. Alex skreið til Aiden snöktandi.
Aiden reis upp og greindi Alex. Hann greip veiklega í vasa sinn og tók framm hálsfestina. “Alex… Það er eitt sem þú verður að vita.. Ég er ekki faðir þinn.. þú ert ekki bóndasonur, eins og ég var.. Þú ert svo.. miklu mikið meira… taktu þetta.. og flýðu svo.. hvað sem gerist þá má þessi maður ekki neyða þig til að velja…. þú velur þér þín eigin örlög.. En það kemur mikið seinna.. Flýðu núna..”

Drengurinn greip hálsfestina, og læddist svo í burtu frá bænum og stefndi austur til Goldshire, þá einu leið sem hann kunni. Mikið seinna heyrði hann öskur, þeir höfðu uppgötvað fjarveru hans. En hann var falinn í næturhúminu í sléttum að djúpu grasi. Hann gekk áfram örvilnaður, en hneig svo loks niður.


Allt annað staðar, á öðrum tíma reis Alex upp í andfælum. Draumurinn hafði verið svo raunverulegur, og það var hann. Hann sá fyrir sér andlit Aiden's og hatrið brann í brjósti hans. Hann var blindaður af reiði að hann leit á endurkomu mannsins sem tækifæri frekar en bölvun. Hann hafði reyndar alltaf undrast hver þessi maður var og hvað hann vildi honum, af hverju hann virtist þekkja Aiden. Það hafði reyndar ásótt hann í mörg ár, en núna var honum alveg sama. Í huga hans kom aðeins eitt fyrir.
Fyrst núna tók Alex eftir umhverfi sínu, hann svimaði og langaði fyrst mest til þess að leggjast aftur niður, en sú tilfinning veik fljótt fyrir reiðinni. Hann var aleinn í litlum hellismuna, fyrir framan hann var hálfkulnaður varðeldur og ýmis búnaður lá á víð og dreif um hellinn. Hann sjálfur þekkti persónulega ekki hellinn, en giskaði þó að þetta var eitt af náttúrulegu hellunum í suður Duskwood. Frá þeim voru grafnar námur enn dýpra ofan í jörðina og þetta var víst mjög arðvænt, en þessu var öllu lokað í stríðinu.
Alex var kyrfilega bundinn á höndum og fótum, það var greinilegt að það átti ekki að láta hann sleppa jafn auðveldlega í þetta skiptið.
Hann sá að fyrir framan sig rifinn leðurbakpoka og rýtingsodd rísa úr einum af hliðarvasanum, þar sá hann tækifæri sitt. Hann sá enga aðra leið en að reyna að rúlla sér yfir vægast sagt ójafnt hellisgólfið. Hann byrjaði að velta sér klaufalega í átt að bakpokanum, en skar sig á berum handleggnum þegar hann þrýstist ofan á beittan stein. Hann reyndi af fremsta megni að hunsa sársaukann og hélt áfram ótrauður. Eftir nokkra stund var hann kominn að bakpokanum sem hann velti svo með bundnum höndunum, og greip svo rýtinginn með beru blaðinu og sargaði reipið af.
Hann var frjáls og ætlaði að rjúka á fætur, en hrökk aftur niður af logandi sársauka þegar blóðið fór aftur að renna um æðarnar ótrautt.
Hann lá þarna nokkra stund, skorinn, rispaður en hann einbeitti sér að gjörsamlega hunsa allan sársauka og stóð aftur upp og skorðaði svo rýtinginn í buxnastrengnum aftan á sér, gekk svo út fyrir hellismunnan.
Hann gekk að nálægu tré í blautu grasinu, það var rigning og ískuldi en hann lagðist þrátt fyrir það niður við nálægt tré og beið.

Nokkru seinna brá fyrir kyndil ljósi í fjarskanum og tvíeykið kom ríðandi aftur að hellinum án leiðtoga þeirra, Alex varð fyrir miklum vonbrigðum þegar hann sá aðeins þá tvo en ákvað að halda kyrr fyrir. Einn svartklæddu mannari, stærri og þreknari en hinn með krúnurakað höfuð og áberandi lang ör sem náði frá hægra augnalokinu niður á kinn, bar stóran úlf á bakinu. Alex rýndi í andlit hans en gat ekki séð hvort hann hafði verið ásamt hinum stríðsmönnunum í Westfall, hann gat einfaldlega ekki munað.
Þeir sneru að hellinum, bundu hestana og sá stóri gekk inn í hellinn.
Alex heyrði hann vera kallandi eitthvað á vin sinn, en þagna svo skyndilega í miðri setningu og koma rjúkandi út. “Dre.. drengurinn er farinn Aaron.”
Sá minni, sem Alex hafði enn ekki geta greint því hann var ávallt með svarta hettu á höfðinu, laut höfði og þagði. Skyndilega raud rödd úr skuggunum þögnina “Engar áhyggjur.. Hann kemur aftur, og ég finn að áætlun mín mun heppnast..”
Skeggjaði maðurinn úr draumum Alex gekk fram úr lítilli laut trjáa, Alex gat í fyrsta skipti greint andlit hans vel. Hann bar sama virðuleikann og kraftinn eins og síðast, en hann var eldri og þreyttari, með grá hár í skegginu og hárinu og hrukkur dreifðar um andlitið.
“Ef mér skjátlast ekki, þá er hann hér einmitt núna.” sagði hann svo og leit svo beint á trjáþykknið þar sem Alex faldist.
“Komdu drengur, mættu mér eins og maður. Það er tími til kominn að við ræðum saman, það er svo margt sem hefur þegar farið til spillis.” kallaði hann svo.

Alex tók ákvörðun, steig skyndilega upp og gekk rólega fram á móti manninum.
“Ég er hér..” sagði hann, ískaldri rödd fylltri af heift. “Og ég veit allt sem þarf að vita..” og mundaði síðan í hálsfestina sem hafði svo lengi hvílt ósnert í keðju við slíður hans.
“Svo þú.. Þetta er þá raunverulega?” sagði maðurinn undrandi og gekk á móti honum og sleit ekki augunum af hálsfestinni, verðir hans bjuggu undir sig að fylgja honum en hann gaf þeim merki með hendinni um að halda sig frá.
“Ég hef þegar valið.” sagði Alex með sömu köldu rödd.
Maðurinn fylltist skyndilega hlýrri tilfinningu, eitthvað sem hann hafði ekki fundið fyrir lengi. Hann hafði loks tekist ætlunarverk sitt.
Maðurinn gekk að Alex, leit fyrst á hálsfestina, leit síðan upp með augum sem lýstu næstum þakklæti og sagði: “So…”
En hann leit í augu sonar síns og sá ekki það sem hann bjóst við, heldur sá hann einungis þvílíka heift og hatur að jafnvel hann hikaði. En svo varð ekkert meir.
Alex hafði stungið rýtinginum beint í hjarta mannsins, og hann hneig niður.
“Faðir..”


Aliden Perenolde hneig niður fyrir framan son sinn, björtustu von konungdómsins, og ættardýrgripur Alterac, Svarta Fálkinn var útataður blóði.
Alex leit síðan á tvo mennina sem höfðu fylgst með atburðarrásinni. Sá stóri virtist ekki alveg hafa meðtekið hvað hafði gerðist. Hinn, Aaron, tók af sér hettuna. Hann var með sítt dökkt hár og vel snyrt skegg, og augnalepp yfir einu auganu. Hann leit á gamla mannin, og rak svo upp hásan hlátur.
“Aliden.. Gamla fífl, þetta endaði kannski ekki eins og þú sást fyrir þér. En þér hefur hugsanlega tekist ætlunarverk þitt, þú hefur fundið fundið erfingja.”
Aaron leit síðan á Alex og sagði svo “Þú hefur eflaust heyrt um seinna stríðið, og föður þinn, son svikarans og Krónprins Alterac á sínum tíma. En hefurðu heyrt um the Syndicate?”
Alex hugsaði sig um og sagði svo “Já.. Dularfullt bandalag skipulagðra glæpamann sem eiga þó nokkurt land í Lordaeron. Það er það sem ég hef heyrt..”
“Já, en við erum þó svo mikið meira, við erum synir Alterac. Okkar markmið er að endurheimta land okkar, og þurrka alla út sem standa í vegi okkar. Við erum hliðhollir hinu gamla konungdæmi Perenolde ættarinnar. Saman munum við endurbyggja okkar forna veldi, og svo mikið mikið meira… Og það vill svo til að þú ert síðasti Perenolde'inn, hinn réttborni konungur Alterac.” sagði Aaron svo.
“Og nú hefur þú tækifæri til að skapa þín eigin örlög, til að krefjast það sem er réttilega þitt! Hvað segirðu?”

Alex var stund að meðtaka það sem hann hafði rétt í þessu heyrt. Hann vissi að ef hann myndi ganga í liðs með the Syndicate myndi hann fórna öllu því sem hann átti nú, lífi sínu og vinum.
En myrkari hlið hafði vaknað með honum, áður fyrr átti hann ekkert, hann var á stöðugum flótta og gat ekki gert neitt til að breyta neinu. Og núna hafði hann tækifæri til þess. Orð Aiden's endurrómuðu í huga hans “Þú velur þér þín eigin örlög
Hann gekk að enda hæðarinnar sem hellismunninn var á og leit yfir Darkshire og Duskwood og hló. Síðan gekk hann að líki föður síns og tók upp Svarta Fálkann sem var ataður í blóði föður síns og lét hana á sig.
Aaron leit á hann sigri hrósandi og kallaði svo ”Heill Alexander Perenolde, Svarta Fálkanum, konung Alterac!"



Too be continued.