Mín fyrsta tilraun til sögugerðar.

Inn í dimmu illa lýstu herbergi, byggt úr fúnuðum viði sem er byrjaður að lykta. Eina ljósið kemur frá lélegum olíulömpum á veggjunum og innganginum.

„Ég hækka um 20 silfur“ heyrist skrækri röddu frá dríslu sem situr við borð „Ég sé þig.“
Þetta eru tvær dríslur sem eru að spila, báðar litlar, grænar og ógeðslegar, dæmigerðar dríslur. Í horninu situr maður, klæddur í mikla brynju byggða úr þykkum plötum. Hann er fagur í andlitsföllum og með ljóst sítt hár bundið í tagli. Hann er að drekka öl, eitt að því fáa sem að hann lætur eftir sér.

Hann stendur upp og ætlar að borga kráareigandum, en um leið stendur upp orki. Orkinn gengur að honum og rekur öxlina fast í hann, þar sem hann labbar framhjá honum og síðan út um dyrnar. Maðurinn, borgar og fer svo út.

„Aaaahhhhhhh“ maðurinn geispar enda er orðið margt og máninn er kominn hátt upp á himininn. Lítið er um fólk á götunum fyrir utan nokkrar dríslur sem að vakta göturnar og sjá til þess að allir séu góðir, Alliance og horde. Hann labbar meðfram sjónum og horfir hvernig máninn speglast svo fallega á sjóinn. Hann heyrir svo hröð fótatök við hlið sér, hann lítur snögglega við en i sömu andrá hefur honum verði hrint niður í sjóinn. Hann flýgur langt niður af höfninni í sjóinn og orkinn á eftir honum. Þeir skiptast á hnefahöggum í loftinu og skella svo fast í sjóinn. Orkinn dregur upp kylfu, alsett göddum þakin þornuðu blóði. Þeir eru báðir komnir á bólakaf og sökkva hratt á botninn, orkinn lemur að manninum sem ver höggið með hendinni en einn gaddurinn fer í gegnum brynjuna og í hendina hans. Dríslurnar að ofan urðu varir við einhvern usla en sjá þá ekki. Orkinn togar kylfuna til baka en gaddurinn er fastur í brynjunni og togar þá manninn með. Orkinn hristir kylfuna vel og duglega en maðurinn dettur ekki af og lætur höggin dynja á meðan að orkinn reynir árangurslaust að ná honum af. Orkinn er nú orðinn alblóðugur og marinn í framan og er að fara missa meðvitund. Núna eru þeir komnir á mörkin að halda í sér andanum.

Orkinn hendir frá sér kylfunni og reynir að synda upp en er orðinn svo súrefnislaus og þreyttur að hann missir meðvitund áður en hann nær upp, maðurinn enþá með kylfuna í hendinni reynir að ýta henni af en gaddurinn er pikkfastur í brynjunni. Hann finnur að hann fer bráðum að missa meðvitund, honum verkjar í lungun. Hann flýtir sér og treður hendinni inní pokann sinn og dregur upp mixtúru sem hann drekkur af. Hann kúgast af bragðinu en samstundis getur hann andað, í vatninu. Nú syndir hann hægt upp og sér orkann sökkva hægt niður á botninn, þar sem einhver krokólisk hefur eflaust runnið á blóðlyktina.

Hann kemst upp á ramp sem liggur frá vatninu og leggst á jörðina, másandi og blásandi. Hann nær nú loksins að losa kylfuna úr hendinni sinni, sem fossblæðir núna. Hann leggur hendina yfir sárið „fae’rgas barad ro’gesh“ og ljós skín úr lófanum hans og blæðingarnar hætta, beinin gróa aftur saman og sárið grær að fullu. „ Ég fæ örugglega gott verð fyrir þetta í Stormwind“ hugsar hann sér „best að koma sér í bólið.“ Hann labbar svo blautur og blóðugur um stræti Booty Bay þangað til að hann kemur að gestahúsinu sem að hann hefur gert að tímabundnu heimili sínu. Hann labbar upp stigann að herberginu sínu og opnar hurðina, hann fer úr brynjunni. Og sest á rúmmið sitt, hann sér að það er bréf á rúmminu hans. Hann tekur það upp og virðir það fyrir sér, það ber skjaldamerki Katherine the Pure hægri hönd Lord Grayson Shadowbreaker leiðtoga paldaina Heilögu Reglunnar.


Claudius , þér ber að koma
til Stormwind og mæta til mín.
Heilaga reglan þarfnast fleiri
paladina. Heilaga reglan telur
verki paladina í
Stranglethorn vale lokið.



„Uuuurrrrgggghhhhhh“ Claudius kremur blaðið í hnefanum sínum. „Verki okkar í Stranglethornvale er langt frá því að vera lokið!“ „Það eru ótal fleiri sálir sem þarf að bjarga….“ Hann tekur saman eigur sínar og pakkar þeim niður í 4 pokana sína og leggur þá við hurðina. Og leggst síðan til hvílu.


Claudius hvíldist mjög illa þessa nótt, hann lítur illum augum á það að yfirgefa hálflokið verk. Hann vaknar árla morguns „morgunstund gefur gull í mund, meiri svefn væri óhollur“. Hann labbar í gegnum booty bay og til útjaðar bæsins, þar er hesturinn hans. Hesturinn þekkir útlitið og lyktina af Claudiusi töltir til hans, hann strýkur faxið á hestinum og klórar honum á enninu. „Við erum að fara til Stormwind, þetta er löng ferð svo ég vona að þú sért reiðubúinn.“ Hann hengur pokana fjóra á hestinn og fer á bak, síðan töltir hesturinn áfram eftir veginum.

„Hvert ætli þau vilji að ég fari núna“ hugsar Claudius „Plágulöndin í norðrinu, kannski Desolace.“ Hann lítur upp á himinn sem verður blóðrauður, sólin er að rísa. Hann lætur hestinn fara aðeins hraðar, það lítur út fyrir að það rigni í dag…


Hann togar skykkjuna sína aðeins nær sér og setur upp hettuna, það er hellidemba. Það er farið að líða meira á daginn, samt lítur ekki út fyrir að stytti upp í bráð. Hann tekur svo eftir því að það er vagn á veginum, honum sýnist sjá einhverjar verur hjá vagninum en það rignir of þétt til að sjá það almennilega. Hann ríður nær, og sér að verurnar virðast vera að rífast…..allavegana ein þeirra. Hann kemur enn nær og sér að þetta eru menn, einn þeirra situr í vagninum sínum sem er dreginn af tveimur hrútum annar stendur við vagninn og öskrar á hann, hann er með exi í hendinni. „Ekki hreyfa þig“ heyrist fyrir aftan Claudius. „EKKI HREYFA ÞIG SAGÐI ÉG.“ Hann sér þetta núna betur, þetta eru stigamenn þeir eru að ræna vagninn, einn svartklæddur dvergur kemur út úr vagninum og hann heldur í hárið á konu og dregur hana út úr vagninum.

Náttálfur labbar hægt og rólega í augnsýn Claudiusar með bogan spenntan og reiðubúin til að skjóta, allt í einu dettur hann af hestinum, það skar einhver á hnakkinn. Hann liggur nú í drullupolli, skyndilega sýnir sig dvergálfur undir hestinum með rýting á lofti. „Hvað ertu með!?“ og otar rýtingnum að hálsi Claudiusar. „Leitaðu á honum“ skipar dvergálfurinn og náttálfurinn hikar en teygir sig niður til Claudiusar. Claudius tekur í hendina hennar og kremur puttana hennar með þykkum stálhönskum sínum, náttálfurinn öskrar hástöfum sem nær athygli þeirra hjá vagninum. Dvergálfurinn ræðst að honum með rýtinginn á lofti en Claudius grípur stríðshamarinn sinn og lemur að honum, en dvergálfurinn er snöggur og kemur sér frá þunga högginu. Dvergurinn stingur í síðuna á Claudiusi en það rífur gat á skikkjuna hans en rispar einungis þykku brynjuna hans. Claudius sveiflar hamrinum í kringum sig og lendir höggi í andlitið á dvergálfnum, andlitið á honum afmyndast og dettur hann á drulluga blauta jörðina óhæfur til alls. Mennirnir tveir hjá vagninum bregðast strax við og hlaupa í áttina til þeirra og notar maðurinn á vagninum tækifærið og flýtir sér í burtu. Dvergurinn er greinilega hæf skytta og skýtur á Claudius. Byssukúlan bræðir og borar sig í gegnum plötubrynjuna hans, en stoppar við húðina og brennir hana léttilega. Maðurinn hleypur að honum með risastóra exi. Stekkur að honum og heggur til hans, Claudius slær á móti með hamrinum og glymur þegar að vopnin tvö mætast. Náttálfurinn stekkur þá fyrir aftan Claudius með stutt sverð og stingur að mjóbakinu hans, en Claudius sleppur naumlega og grípur í sítt hár náttálfsins en í sömu andrá lyftir hinn maðurinn exinni sinni fyrir ofan haus og hyggist kljúfa Claudius í tvennt með einu kraftmiklu höggi. En Claudius sveiflar sér, enn með fast grip á hári náttálfsins og kemur henni fyrir framan sig. Maðurinn lætur höggið falla af ógnarkrafti en gerir sér ekki grein fyrir því að náttálfurinn er núna kominn fyrir framan sig. Hann klýfur hana frá herðum niður að mitti og bregður svo við að sjá hvað hann hefur gert að hann sleppir taki á exinni. Claudius sleppur þá álfnum og slær að manninum. Höggið kremur höfuðkúpu mannsins svo hann deyr samstundis. Dvergurinn er núna orðinn óður og tekur æðiskast að Claudiusi með byssuna í hendi sveiflandi henni eins og vopni, notfærir Claudius sér stöðuna og egnir hann áfram og þegar hann kemur í færi þá sveiflar Claudius hamrinum í síðuna á honum svo fast að hann kastast í tré hjá veginum.

Hann liggur í sínum eigin blóðpolli með bakið við tréið, samt lifandi. „Hmhmhm….þú ert harður af þér“ segir Claudius, „Ég bið þig……þyrmdu mér. Ég er me….með pening……..sem að ég….g….e….get látið þig fá………..í guðanna bænum“ hóstar dvergurinn frá sér með kökkul í hálsinum. „Ég hef engan áhuga á fölsku guðunum þínum og þú skalt fá að gjalda fyrir glæpi þína.“

Hann lyftir hamrinum sínum.

Fágætur gripur, botninn þakinn tveimur drekaklóm ,gerður að mestu úr appelsínugulum málmi. Upp eftir skaftinu eru tvær styttur af drekum, gerðar úr dýrmætum málmum og steinum. Á hamarshausnum eru líka drekaklær, svo er búið að rista á hliðarnar tvö augu sem glóa í myrkrinu. Hann horfir í augun á dvergnum og heggur niður á bringuna hans. Bringan brotnar undan kraftinum og lungun,hjartað kremjast.

Hann labbar að hestinum sínum, hann sér að augu dvergálfsins fylgja sér en hann liggur lamaður á jörðinni því höggið mölbraut hálsinn hans. Hann brosir til hans og sér að hann er á góðri leið að kafna á sínu eigin blóði, hann beygir sig til hans og hjálpar honum aðeins, hreinsar öndunarveginn hans. Claudius heyrir skrjáf í runnunum, hann brosir , hann veit að þetta eru Mistvale górillur. Hann klífur uppá bak og töltir burt. Þegar að hann er kominn dágóðan spöl í burtu snýr hann hausnum við og sér í gegnum rigninguna að tvær miklar verur eru að þukla á líkunum, og ein gæðir sér á dvergálfnum.

Nokkrum kílómetrum síðar sér hann vagninn, sá sami og áðan. Maðurinn sem er við tauminn öskrar „ÞÚ! Margrét! Þetta er hetjan sem að bjargaði okkur!“ kvennmanshaus kíkir útur vagninum. Claudius leiðir hestinn sinn nær vagninum og horfir á þau. „Hvað er nafn þitt mikla hetja!?“ segir maðurinn spenntur. Claudius virðir þau fyrir sér og horfir svo niður, „Ég heiti Claudius.“
„Sæll og blessaður, ég heiti Kolbeinn og þetta er konan mín Margrét.“
„Ég var viss um að þeir myndu drepa okkur, hefðir þú ekki komið þá værum við örugglega dauð! Þeir áttuðu sig á því að við áttum ekkert verðmætt svo að þeir ætluðu að taka Margréti.“ Hann horfir núna beint á veginn, „Væri þér sama þótt að við riðum með þér? Það er hættulegt hér á nóttunni.“ „Á meðan að þið hægið ekki á mér.“ „Já, því lofum við þér.“

Þau riðu langt fram á nótt, þangað til að þau komu að útjaðri Stranglethorn vale og Duskwood. Það var hjá marka Duskwood og Stranglethorn vale sem að þau rákust á hermenn Nightwatch frá Duskwood og Uppreisnarmanna frá Stranglethorn.
„Ég held að það sé best að við hvílum okkur hér í nótt svo höldum áfram“ segir Claudius við Kolbein „Allt í lagi.“ Claudius ríður áfram og nær tali við mennina, „Hvað gengur á hér?“ „Við erum hér til að tryggja að plágan berist ekki frá Duskwood og að hermenn Ofursta Kurzen stækki svæði sitt til norðurs. Ég er liðsforingi Doren“ svarar Doren og Hyllir Claudius. „Við ætlum að setja upp búðir hér í nótt“ segir Claudius. Hann fer af baki, og tekur sér teppi af hestinum sínum, það er hætt að rigna. Hann leggur fötin sín út til þornunar og kemur sér fyrir í skjóli ásamt hestinum sínum og síðan sækir svefnin á þá báða.

to be continued…