
Því efni ég í umboði Blizzard Leikja til smásagnasamkeppni þar sem notendur geta nýtt sér hugmyndaflugið og skrifað sögur sem gerast í heimum þriggja leikja Blizzard. Reglurnar eru eftirfarandi:
* Sagan þarf að gerast í Diablo, StarCraft eða WarCraft heiminum.
* Ekki breyta sögunni um of, farið varlega með heiminn sem sagan gerist í. Þið megið á hinn bóginn bæta við söguna eins og þið viljið.
* Sagan má vera allt að 5000 orð að lengd. Minnsta lengd er 1000 orð. Þetta er smásagnasamkeppni, ekki örsagnasamkeppni.
* Vandið málfar og stafsetningu. Það eru meiri líkur á að sagan falli betur í kramið hjá fólki ef hún er vel læsileg.
* Sendið söguna inn sem grein og merkið hana með [Sögusamkeppni] ef hún á að vera tekin gild í keppninni.
* Skilafrestur er til 1. apríl. Sögur sem eru sendar eftir þann dag eru ekki með í keppninni.
Vinningssagan verður valin af notendum, ég mun senda inn könnun sem verður uppi í örfáa daga. Í könnuninni verða listaðar þær sögur sem sendar voru inn og munu notendur skera endanlega úr um hver vinnur.
Gangi ykkur vel!