Góðan dag, ætlaði bara að gera smá grein um Neltharion The Earth Warder sem er fyrsti Svarti Drekinn og leiðtogi the Black Dragonflight og einnig einn flottasti Villain í sögu Azeroth (Screw Illidan :p).
Í upphafinu voru Títanirnir sem sköpuðu Azeroth og unnu bug á The Old Gods. Þegar þeir luku verki sínu og voru að flytjast yfir í annan heim sköpuðu þeir drekana sem æðstu verur verndara Azeroth, hinir fyrstu drekarnir voru Alexstrazsa hin rauða, Malygos blái, Ysera græna, Neltharion svarti og Nozdormu brons (kann ekki að beygja það). Hver títan gaf drekunum mismunandir vald og krafta. Khaz'Goroth sem var skapari títanina gaf Neltharion vald yfir jörðinni og dýpstu stöðum jarðarinnar. Neltharion öðlaðist vald jarðarinnar og varð mesti styðandi Alexstrazsa drekadrottningarinnar.
Í ókunnugan tíma réðu drekarnir yfir jörðinni, rétt á meðan hinir frumstæðu kynþættir voru að þróast. Það er sagt að Neltharion hafi eitt sinn fundið fangelsi The Old Gods frá því að títarnirnir hafi fangelsað þá. The Old Gods náðu að sannfæra Neltharion að skapa The Dragon Soul, seinna þekt sem The Demon Soul. Með hjálp Goblins (vantar íslensk orð fyrir þetta helvíti xD) skapaði Neltharion the dragon soul, aðeins einfaldur gulldiskur búinn sem innihélt blóð Neltharions og var skapað í smiðjum Goblin-ana ofan í dýpstu iðrum jarðarinnar, og innihélt gífurlegan töframátt. Neltharion var aðeins rétt að byrja með áætlun sína, sem átti seinna eftir að næstum eyða heiminum. Hann hélt öllu leyndu fyrir hinum drekunum og lét sem hann væri óbreyttur, en á meðan spilltist og brjálaðist hugur hans meir og meir. Neltharion notaði galdra sína til að skýla diskinum, þannig að hinir drekarnir (þegar ég segi drekarnir þá er ég að tala um the aspects auðvitað) gætu ekki fundið fyrir tilveru disksins. Af diskinum stafaði illur kraftur, kraft the Old Gods, það var ekki vitað hvaða kraftur bjó innan í diskinum. Á meðan The war of the Ancients stóð yfir og Burning Legion fyrst réðst á Azeroth, fór Neltharion og fangaði einn djöfulinn (hugsanlega Natrhezim – Dreadlord eða Erethar) í laumi og festi svo the demon soul á enni hans. Kraftur diskins gjörsamlega umlukti djöfulinn og gjöreyddi honum svo, skildi svo ekkert eftir nema brunna hauskúpu sem diskurinn var festur á. Neltharion tók diskinn.
Á meðan stríðinu stóð, fundaði Neltharion með hinum drekunum og sýndi þeim fyrst the Demon Soul. Hann sagði að diskurinn mundi reynast öflugt vopn gegn djöflainnrásinni og sannfærði svo alla drekana um að gefa part af kröftum þeirra disknum. Óaðvitandi gaf Neltharion aldrei neitt disknum, sem gerði hann ekki bundinn honum sem var partur af áætlun hans. Það eina sem rúmaðist fyrir í huga hans núna var bygging á hans eigin heimi, þar sem engir aðrir nema hann og hans kyn myndi lifa ásamt nokkrum styðjendun hans og þar sem Alezstrazsa og Ysera myndu þjóna honum sem undirgefnir þrælar.
Það var í miðju stríðinu sem drekarnir ásamt kyni þeirra flugu til Zin'Azhari þar sem the Night Elves og Highborne voru að berjast gegn the Burning Legion. The Ancients höfðu verið drepnir einn og einn og djöflarnir voru að hafa yfirhöndina. Þegar herir Night Elves sáu sveitir risavaxna dreka skyggja himininn héldu þeir að þeim væri borgið, en höfðu aldeilis rangt fyrir sér. Drekaherirnir, leiddir af Neltharion, biðu eftir að hann myndi byrja árásina. Neltharion greip í Demon Soul og með einu höggi af hreinum göldrum eyddi hann hundruðum af djöflum og Night Elves. Áætlun hans hafði gengið að óskum og drekarnir áttuðu sig loksins á svikum Neltharions. Bláu drekarnir umkringdu hann en hann eyddi þeim með einum galdri og notaði svo krafta sína til að silenc-a og binda niður hinua drekuna, hann leyfði aðeins Alexströzsu að tala þegar hann vildi það.
Svik hans urðu loksins ljós, líkami hans umbreyttist á því andartaki og fallega gljándi skinn hans rifnaði og hreinn eldur og hraun braust upp á yfirborðið. Augu hans huldust í rauðum logum, líkami hans lýsti loksins illsku hans og sönnum kröftum. The Demon Soul hafði gert hann öflugari en nokkru sinni fyrr, hann hafði vald yfir öllum hinum drekunum og kyn þeirra þorðu ekki að gera neitt í ótta við að verða gjöreytt eins og bláu drekunum.
The old gods höfðu tekist ætlunaverk sitt, þeir höfðu blekkt Neltharion til að búa til the Demon Soul en hinn sanni vilji þeirra var að djöflarnir sem sneru aftur til heima sinna mundu kynna meistara þeirra, Sargeras, um diskinn. Það var enginn vafi að Sargeras myndi ekki vilja hann til að opna nægilega öflugt hlið til Azeroth til að hann kæmist í gegnum það, og með komu Sargeras vonuðust the Old Gods til að loksins komast úr fangelsi þeirra undir plánetunni.
En þá kom babb í bátinn, Malfurion sem var druídi og einn af leiðtogum the Night Elves sem allir ættu eflaust að kannast við notað the Emerald Dream til að læðast inní bæli Neltharions og stela diskinum. En þegar Malfurion snerti diskinn heyrði hann raddir the Old Gods, þær hvöttu hann til nýta sér kraft disksins. Hann notaði kraftinn til að brjóta fjallið niður og sleppa úr bæli Neltharions. Því meira sem Malfurion notaði diskinn því æstari urðu raddirnar og að lokum losaði hann sig við hann, óttaðist að hann myndi freistast til að nota kraft diskins til ills. En á meðan stríðinu stóð varð hann á vegi bróður síns, Illidan og Varo'Then sem var hægri hönd Queen Azhara (sem var á þessum tíma ásamt the Highborne að þjóna the Burning Legion) og þeir fönguðu hann og tóku the Demon Soul. Á þessum stutta tíma sem þeir ferðusust til hallar Azhara heyrði Varo'Then raddir The Old Gods úr diskinum. Þegar þeir komust til hallarinnar færði Varo'Then Mannoroth diskinn. Mannoroth og Azhara bjuggust undir að opna hlið í djúpum the Well of Eternity til þess að kalla Sargeras fram í heiminn, en það var þá sem Malfurion og Tyrande réðust á höllina. Margir féllu fyrir göldrum drottningarinnar og snerust gegn vinum sínum, en að lokum felldi Malfurion Azhara í berserksgangi eftir að hafa séð Tyrande særst.
Við þetta brast hið gríðarlega stóra galdrahlið sem hafði verið opnað undir vatninu og afleiðingarnar voru the Great Sundering en þá hristist og skók heimurinn og landið reis sökk undir sjóinn, og sjálft galdrastöðuvatnið sundraðist og myndaði gríðarlega óendanlegan galdrastorm í miðju heimsins, the Maelstrom. Eftir þetta ákváðu the dragon aspects að innsigla the Demon Soul með krafti þeirra svo Neltharion gæti aldrei aftur notað það, en földu svo Malfurion það verk að fela það. Við þetta gekk Neltharion berserksgang og notaði krafta sína til að valda sem mestum skaða og dauða eins og hann gæti, hann reisti eldfjöll úr jörðinni og hristi og skók jörðina, þetta samantvinnað með hamförunum úr miðju heimsins gerði það að verkum að jörðin tættist í sundur og sökk í sjó. Eftir þetta heyrðist ekki frá Neltharion í 10.000 ár, en það sem var eftir að meginlandinu voru austur, vestur og norður partur þess sem skiptust í Kalimdor í austri, Northrend í norðri og Eastern-Kingdoms í austri.
Tíu þúsund árum seinna, kom Neltharion aftur fram á yfirborðið og sá tækifærið yfir því að stjórna drekunum og The Alliance aftur. Hann fann the Demon Soul aftur en gat ekki notað það, en hinsvegar hugsaði hann upp mikla áætlun. Hann hafði heyrt um the dragonmaw clan sem var eitt af síðustu stóru orka-klönunum í suðri eftir stríðin og um leiðtoga þeirra, öflugan seiðkarl að nafni Nekros Skullcrusher. Neltharion sendi goblin þjón sinn til Grim Batol til þess að þjóna Nekros, og gefa Nekros the Demon Soul. Þessi Goblin, undir skipunum Neltharions, fræddi Nekros um hvernig hann ætti að nota diskinn. Nekros náði að ræna Alexstrazsa með hjálp disksins ásamt eggjum hennar, og ræktaði svo rauða dreka til þess að verða reiðskjótar sérstakra drekariddara, sem urðu svo mest óttuðustu og öflugustu hermenn orkanna. Á meðan þessu stóð, dulbjó Neltharion sig í gervi s em heillandi ungs aðalsmanns, Lord Prestor. Hann náði völdum í Lordareon með því að giftast dóttur King Terenas og varð konungur Alterac um tíma. En á meðan að skipun Kirin Tor fór ungur galdramaður að nafni Rhonin í ferð til Khaz Modan, en hann er aðalpersóna sögunnar Day of the Dragon sem fjallar einmitt um bardagann í Grim Batol. Hann var, ásamt “partíinu” hans, á leiðinni til Bael Modan til að frelsa Alexstrazsa undir skipunum æðsta ráðs Kirin Tor en einn meðlimur þess var einmitt drekinn Korialstrasz í mannsformi, elskhugi Alexstrazsa. Neltharion hugðist nota þetta tækifæri og reyndi að hræða orkanna í þeirri von að þeir myndu færa Alexstrasza og eggin hennar norður til Dun Algaz, svo þeir væri óbúnir undir árás. Neltharion planaði að geta rænt einu eggi Alexströszu til þess að fæða frjósaman kvenkynsdreka í þeirri von að hann gæti notað hann til þess að byggja upp kyn sitt á ný, The Black Dragonflight. En allt kom fyrir ekki, í hetjulegri árás komst Rhonin inn og drap Nekros Skullcrusher og eyddi the Demon Soul. Hinir miklu drekar, loksins frjálsir undan göldrum diskins gerðu það að sínu fyrsta verki að elta niður vonda svarta drekann. Neltharion flúði á heimsenda með drekana á hælum sér, en nýtti sér svo krafta sína yfir jörðinni til að fela sig ofan í djúpum jarðarinnar og hefur falið sig þar til dagsins í dag.
Neltharion er risastór og dökkur dreki, hann er eins og hinir fyrstu drekarnir rixavaxinn og jafnvel þó það séu engar nákvæmar lýsingar má ætla að hann sé a.m.k. tvisvar sinnum stærri en sonur sinn Nefarian en þeir sem hafa keppt við hann vita hvað ég á við. Líkami hans er er úr glóandi hrauni og honum er skýlt með gífurlegri svartri brynju úr Adamantium sem umlykur líkama hans, augu hans eru úr hreinum eldi. Eftir að Neltharion fór í felur, tóku tvö börn hans við stjórn og endurreistu veldi The Black Dragonflight, en þau eru eins og þið ættuð að kannast við (og sum ykkar jafnvel drepið xD) Onyxia og Nefarian.
Quotes:
“I am power incarnate! You are nothing but shadows of the past!”
“After I have slain all of you, I shall take your eggs, Alexstrasza, and create my perfect world!”
Ég vil þakka fyrir mig og benda á að ég vil engin skítköst, sum kann jú að koma asnalega út þar sem það getur verið pína að beyga og íslenska sum nafnorðin sem eru notuð í Warcraft heiminum. Allar heimildir mínar eru á ensku og ég tek þær úr nörda Warcraft bókunum sem ég hef lesið og af ýmsum síðum á netinu.
Nennti varla að lesa yfir allt stórvirkið til að leiðrétta það, hunsið stafsetningarvillur (ef þið nennið á annað borð að lesa þetta).