Ég tók fann þessa grein á einni vefsíðu sem ég er áskrifandi á og fannst hún nokkuð forvitnileg.
Ég reyndi að íslenska greinina eins gáfulega og ég gat en held að það hefði betur verið látið ógert,
Ég læt þó vera að þýða þessu algengustu hugtök úr WOW og sletti þeim frekar inn á milli “”.
Greinin fjallar um “loot drops” hvernig hugsanlega kerfið virkar sem ákvarðar það hvort sjaldgæfir,
venjulegir eða bara silver/gold droppar þegar þú drepur npc(mob). Eiginlega er verið að velta því
fyrir sér hvort hægt sé að spila á kerfið.



Kenning #1. Ef margir eru á svæðinu að grænda þá droppar minna af betri hlutum.


Kenning #2. Ef fáir eru á svæðinu að grænda þá droppar mun meira af betri hlutum.
Kenning #1 og #2 byggjast á þeim vangaveltum að Blizz hafi búið til “drop”töflur til að ná spilurum
í burtu frá fjölmennum svæðum með því að lækka “dropreitið” töluvert á góðum hlutum á því svæði.
Önnur flétta á þessu er að “dropreitið” er það sama, en á fámennum svæðunum hefur verið gefið betra
“droprate” til að láta þau sýnast ákjósanlegri.

Í báðum tilfellum er ég ósammála… frekar held ég að þetta virki svona:
Gefum dæmi að okkar ákveðna svæði hefur 100 “mobs”. og allir á sömu “loot”töflunni.
Þessi “loot”tafla er sett svo upp að 1 blár hlutur og 10 grænir droppa á 1 klukkutíma.
Ef þú ert aleinn á svæðinu að grænda, þá munt þú fá 1 bláan og 10 græna hluti á þessum klukkutíma.
En ef það eru fleirri en þú á svæðinu þá dreifast þessir 11 hlutir óákveðið á milli allra(sumra).
Gæti verið að þú fáir alla , helminginn eða jafnvel ekki neinn hlut.
Semsagt því fleirri á svæðinu því virðist að minna af góðum hlutum droppi (þó svo sé ekki).


Kenning #3. Að vera í hóp(grouping) eykur líkurnar á betra “drops”.
Allt bendir til þess að þetta breyti engu. Þú gengur yfirleitt í hóp þegar þú ferð
í “instance” og þar er þegar búið að ákvarða að mestu “droploot”töfluna fyrirfram.
Það sem skiptir mestu máli er hvaða lvl hópurinn er gagnvart lvl á “instance” eða þá gagnvart “mob”,.
t.d. það segir sig sjálft að ef 5 manna hópur af lvl 60´s fer í gengum deadmines
fær hann miklu verra drops heldur en 5 manna party af lvl 20.


Kenning #4. Að breyta “Looting schemes” í ákveðinni röð meðan þú ert í hóp eykur líkur á betra “drops”
Þessi kenning virkaði einu sinni og er talin vera “exploit”
Málið er að Blizz breytti þessu ekki alls fyrir löngu í einum patchinum,
en það gæti verið möguleiki á að hægt sé að nýta þetta ennþá,
breyta á milli “master loot” og “group loot” virkar samt ekki í dag.


Kenning #5. Góðgerðar “drops”. Því fátækari sem þú ert því betra “lootdrops” áttu möguleika á.
Þessi kenning virðist vera í fullu gildi.
Ég hef tekið eftir að þegar ég fer með “lowbies” í gegnum deadmines þá droppa nákvæmlega þeir hlutir
sem þeim vantar fyrir þeirra “class”. Hef gert tilraun að fara nokkrum sinnum með lág lvl rogue´s
og þeir ganga út með Cutlass, the dagger og nánast allt Defias settið eins og leggur sig,
og ef ég fer með mage droppar “cloths armor” og allt sem er mage-nothæft - t.d. Cookie´s stirring rod.
Þetta sannar eitt að plássið í bakpokanum skiptir engu máli.

Eru það peningarnir sem skipta máli? Er það búnaðurinn sem þú notar? Eða bæði??
Kannski er eitthvað til í því að sleppa að kaupa sér betri búnað þar til þú nærð lvl 60.
Semsagt því ríkari sem þú ert eða hópurinn sem þú ert í er, því minna mun droppar af betri hlutum.

Þetta gæti haft áhrif á margan hátt,
t.d.: segjum að þú ert frekar illa búinn mage í hópi sem fer í gegnum SFK með öðrum mage sem er vel útbúinn,
Þú vonast til að “Belt of Arugal” droppi kannski, á meðan hinn mage-inn er þegar með það equipped,
Hann gæti hugsanlega verið að eyðileggja fyrir þér líkurnar á droppinu.


Kenning #6. Meira “loot” mun detta ef þú bíður eftir að “mob death animation” lýkur.
Þetta er sannarlega staðreynd varðandi quest hluti. En í sambandi við aðra hluti….
Já , tilraunir mínar sína að bíða eftir að mob deyr að fullu (semsagt ekki loota um leið og mob deyr)
það eykur “drops” að einhverjum hluta, þó ekki svo mikið að þú tekur verulega eftir því.


Kenning #7 & #8 eru í mótsögn við hvor aðra. #7 er á þá leið að ef netþjónnin er með helling
af lvl 30-40 en mjög fáa 20-30 eða 40-50, mun meira af hlutum detta niður í lvl 30-40 svæðunum
til að uppfylla þörfina fyrir þann fjölda.
Kenning #8 er gjörsamlega gagnstæð, meira af hlutum dettur þar sem 20-30 og 40-50
svæðin eru til að hvetja spilara til brottflutnings frá 30-40 svæðunum.

Svipaðar og jafnvel nálíkar kennningar eins og #1 og #2, þá er erfitt að gleypa við
þessum kenningum. Netþjónnin sem ég er á er yfirfullur af lvl 60´s og að finna einhvern
sæmilegan búnað 50+ í “auction house” sem er ekki “cloth armor” er oft á tíðum afar erfitt.


Kenning #9. “Drop types” ræðst af því hvaða class þarf mest á því að halda.
Gæti verið eitthvað til í þessu, eins og áður segir finnst mér nokkuð skrýtið að ég
taki með mér rogue í instance (bara ég og hann) og rogue búnaður á einhvern
töfrandi hátt droppar allur… Og þetta gæti líka skýrt út afhverju svo mikill “+spirit plate”
droppar….hjá Hordes…á pvp netþjónum. einfallt! netþjónnin er að reyna að bæta upp fyrir þá mjög
fámennu Horde paladins!! :)
Þetta gæti verið eitthvað sem breytist ef þú ert í hóp, solo eða í instance (eða ekki).

Svo þarna hafið þið það 9 vinsælustu kenningarnar sem varðar Blizz “loot”töflurnar.

Og í lokaorðum, Þið sem lesið greinina getið verið sammála eða ósammála um þessar kenningar,
eða hvernig þær eru skýrðar út - til þess er greinin.
Ég sjálfur hef ekki prófað neitt af þessum kenningum (þökk sé símanum fyrir
frábæra þjónustu) en hallast af því að kenning 5# sé nokkuð nærri lagi.
Endilega prufið eitthvað af þessu, ég ætla allavega að prufa að grænda nakinn með engann pening
sjá hvort það breyti einhverju :) ooh og nokkrar “”“”“” í lokin.