Ég verð bara að segja einsog er þá er ég steinhissa á því hvað margir velja Europe sem Gateway.

Valið er á milli US-East og Europe.

Kostir og Gallar

1. Íslandstengingin til útlanda yfir internetið liggur beint til US-East og þaðan til Evrópu. Þannig að það er styttri leið til US-East.

2. US-East er með möguleikanum að fara inná útlenskar spjallrásir og spila við fólk af þeim (s.s. clan ~nohunters og clan x17)

3. US-East er oftast með 70ms betra ping heldur en Europe.

4. Þau einu skipti sem mér hefur tekist að láta fólk joina leiki sem ég createa er þegar ég er á US-East.

5. Ég fæ mun minna af Too much latency errorum í joinscreeninu þegar ég er á US-East.

6. Europe er oftast eins með lag. US-East getur stundum rokkað (en ekkert gífurlega mikið)

Ég vill taka það fram að ég er búin að spila svipað mikið af leikjum á Europe og US-East.

Það væri gaman að heyra kosti og galla við þessar tengingar hjá ykkur. Ég get ekki séð hvað gerir Europe betra heldur en US-East.

Gemini_Iceland

p.s. Ástæðan fyrir að loginnafnið hjá ykkur virkar oft ekki á hinum gatewayunum er gífurlega lélegt update á milli gatewayanna. Það getur tekið nokkra daga að láta US-West vita af breytingum sem gerðust á US-East.