Já, með 1.9 patchinu munu tvö ný instance opna í Silithus. The ruins of An'Quiraj sem mun verða 20 manna instance eins og Zul'Gurub og svo the temple of An'Quiraj sem verður nýjasta 40 manna raid instance-ið.

Lítið hefur verið sagt um sjálf instance-ið en ég ætla aðeins að fara í sögulegu hliðina, hugsanlega bosses og aðeins í þessari grein.

Í fyrsta lagi þá verður An'Quiraj sögulegur staður fyrir Azeroth en eins og margir hafa eflaust lesið í preveiw-inu á Worldofwarcraft.com en þar var sagt frá hinu sögulega stríði sem var háð í Silithus milli the Quiraji og heri the Night Elves, sem fór að lokum þannig að herir Fandral Staghelm náðu að loka the Quiraji inní An'Quiraj með hjálp Nozdormu og Bronze drekanna hans.

Förum aðeins í hverjir the Quiraji eru, en það er lítið vitað um þá. Þeir eru einskonar pöddu-menn flestir með vængi og háa greindarvísitölu og voru skapaði sem skuggar guðs síns, C'Thun úr the Silithid sem eru eiginlegir synir hans, vanþróaðri útgáfa af the Quiraji skapaðir af göldrum hans. C'Thun sem the Titans sigruðu fyrir örófi alda er Old God og þessvegna einfaldega voðalega vond og öflug vera eins og Blizzard útfærir það. Þeir byggðu upp borg sína, An'Quiraj til þess að geta einhvern daginn kallað fram hinn mikla guð sinn C'Thun með hjálp the Silithid. En áður en stríðið hófst fyrst í Silithus höfðu þeir eytt þúsundum ára í að byggja upp heri sína og bíða eftir þeim degi að Títanirnir (best að íslenska þetta bara :P) mundu yfirgefa heiminn svo þeir gætu lagt undir sig Azeroth aftur. Þegar þeir loksins lögðu til atlögu urðu þeir fyrir óvæntri mótstöðu, Night Elves sem bjuggu þar söfnuðu saman öllum herum sínum undir stjórn druid að nafni Fandral Staghelm, eða Khar'Sis sem Quiraji kalla hann (þýðir ‘Hand of Earth’) sem varð seinna meir versti óvinur þeirra. Ég ætla ekki að fara að lýsa stríðinu eins og það leggur sig enda getið þið lesið það á wow síðunni.

Ég ætla að tala aðeins um helstu stjórnendur the Quiraji. Fyrst og fremst er það generállinn sjálfur, Rajaxx en hann er risastór Quiraji padda sem var valinn til að leiða Quiraji í stríð upprunalega. Hann verður líklega boss í annaðhvoru An'Quiraj instance-inu enda er til screenshot sem sýnir hann in-game hér.
Hinsvegar eru the Twin Emperors, Vek'Nilash og Vek´lor of An'Quiraj eða eiginlegir leiðtogar Quiraji. Þeir eru eins og nafnið gefur til tvíburar og eru greinilega hugsuðurnir bakvið þetta frumlega evil plott um að vekja guðinn sinn og stjórna svo heiminun (sem hefur aldrei sést áður, hvað þá í WoW). Maður getur allaveganna búist við áhugaverðum bardaga við þá tvo en þeir eiga víst að vera endakallarnir í Temple of An'Quiraj.

Maður á líklega eftir að þurfa að klára Attunement quest í Ruins instance-inu áður en maður kemst inní sjálft hofið. Og já, núna er bara að bíða enda ekki langt í 1.9 :) Og já, áður en þið farið að flame-a mig þá eru þessar upplýsingar teknar af http://www.wowwiki.com sem er stærsta og besta Warcraft Lore database sem til er og allt á þessari síðu er byggt á áreiðanlegum heimildum, mæli sterklega með þessari síðu, einstaklega gaman að vafra í gegnum hana.