Fyrir það fyrsta, hér er brot úr EULA, samningi sem allir spilarar samþykkja þegar þeir opna leikinn í fyrsta skipti og í hvert sinn sem breyting verður á honum:
B. In order to play World of Warcraft, you are required to establish a user account (the “Account”) as described in the Terms of Use that is unique to you and non-transferable. To establish the Account, you will be asked to provide Blizzard Entertainment with an Authentication Key of the Game that is exclusively linked to your Account. Therefore, Blizzard Entertainment does not allow you to transfer ownership of the Game. Should you chose to do so notwithstanding the Terms contained in this section, you will be in breach of the present License Agreement and such transfer will not be opposable to Blizzard Entertainment.
Auk þess er þriðji hver póstur orðinn beiðni um sölu, kaup eða skipti á svona accounts. Það liggur við að þetta áhugamál sé ekki lengur Blizzard Leikir og World of WarCraft korkurinn, heldur að áhugamálið sé Kaup/sala/skipti og að korkurinn sé Game accounts. Þetta er farið út í öfgar, gott fólk.
Eins og kemur fram hér í byrjun greinarinnar er þetta hér með BANNAÐ hér á Huga, hvort sem þetta er á þessu áhugamáli eða öðrum, og er einungis ein algildandi refsing um alla þá sem brjóta gegn þessu banni; Bann af Huga.is, stutt bann við fyrsta brot, en mjög MJÖG langt við annað.
Ekki reyna að kvarta undan þessu, ef þið viljið reyna að selja eitthvað, ekki reyna það hér.
Með kveðju,
Vilhelm