Ég veit nú ekki hvar þið hafið verið að spila StarCraft en þið eruð eitthvað að sýrutrippa. í alla staði er Battlecruiser betri.
Segjum að fully upgraded 12 manna hersveit af carrier færi að berjast á móti fully upgraded 12 manna hersveit af battlecruisers. Staðreyndin er að battlecruisers myndu vinna og samt eiga 4 skip eftir. Battlecruiser gera svo talsvert meiri skaða en carrier í hverju höggi, auk þess að þeir eru með betra armor. Má einnig geta að battlecruiserarnir myndu alltaf gera full damage á skjöldinn þannig að hann myndi hverfa fljótt. Svo skiptir máli að nota ekki attack-move með battlecruiser, heldur fyrirskipa 12 battlecruiser að ráðast á einn carrier í einu því að þegar carrierinn fer þá hverfa 8 interceptors sem er talsvert tap á firepower. Ef þið látið battlecruisers ráðast með attack-move munu þeir ráðast á interceptorana og væri það gjörsamlega tilgangslaust.
Þetta með Emp shockwave var alveg tilgangslaust comment. Fyrst og fremst þyrftirðu að vera allied með terran til þess að gera það(eða nota mind control sem er talsvert vesen, sérstaklega þar sem þar þyrftirðu að búast við því að óvinurinn sé með ghost með Emp) og það að emp shockwave myndi helst vera vont fyrir carriera frekar en Battlecruiser, þeir jú, missa víst allan skjöldinn sinn sem er talsverð vörn.
Treystið mér, ég og vinur minn gerðum mjög mikið af svona “scientific tilraunum” í u.m.þ.b ár og var útkoman alltaf eins. Carrierar sökka ef fólk kann á þá. 24 manna hydra lið tekur 12 carriera í nösina ef rétt er farið að. Sama gildir um Dragoon. Carrierar eru bestir sem support fyrir önnur unit þar sem þeir valda general confusion og erfitt er að láta hvert unit ráðast á eitthvað ákveðið(fyrir opponentinn). 12 carrier, 12 dragoons og 12 zealots er til dæmis skemmtileg blanda þar sem fólk reactar oftast með því að gera attack move og þá ráðast unitinn á interceptorana á meðan zealotarnir og dragoons rústa öllu öðru.
[------------------------------------]