Veit nú ekki hve stórar fréttir sumum hérna finnst þetta en við skjótum á grein.


Fyrir viku, á Burning Blade servernum, sameinuðust tvö stærstu guild íslendinga undir nafninu One-Vision.
Restless Horde og Ice Shard ásamt vina guildi að nafni Redrum skelltu sér undir eitt nafn.
Er guildinu stjórnað af fyrrum leiðtogum þessara guilda.
Þ.e.a.s Darkangle, Victor & Naut.

Ventrilo, forum, homepage og guild chatti hefur verið breytt í ensku og minimum lvl er 55+.

Sem stendur erum við með 60+ lvl 60 ásamt þó nokkrum að nálgast það lvl.
Höfum við þessvegna hálf lokað fyrir recruit þar til hlutirnir eru komnir betur á hreint og til að class setupið fari ekki út í rugl.

Í dag var skellt sér í Molten Core í fyrsta sinn.
Þetta gekk betur en okkur datt í hug að væri mögulegt og fórum við að okkar fyrsta bossi áður en við gáfumst upp.
Tókum okkur tíma í að komast á hann þar sem ræður voru haldnar um hvern mob fyrir sig áður en lagt var í hann, útskýrt bestu leiðarnar til að taka þá út og hvaða hluti skildi varast.

Búumst við ekki við öðru en að komast á sama stað á helmingi þess tíma í næsta runni.

Það sem guildið er nú mest að vinna í er að hjálpa hvor öðrum að taka Onyxya chain questið, og eru nokkrir hópar að vinna í því dag hvern.


Vil ég því í tilefni bjóða þeim íslendingum sem eru lvl 55+ og að leitast við öflugt guild að bíða spenntir þar til í næstu viku.
Vil ég auðvitað einnig bjóða þeim íslendingum sem eru Alliance side á Burning Blade að gera sitt besta og búast við einhverju spennandi næstu vikur og mánuði.



Ykkur er velkomið að skoða betur hvað er í gangi á… www.Onevision-guild.com


Bestu kveðjur, Naut
Ebeneser