Ég ætla að byrja á Rogues, næst er það Warrior

–Rogues–

Ég held að án efa séu langflestir sem velja þennan class sem first class af öllum vegna möguleikanna sem þessi bíður. Hann er ekki nálægt því að vera eins equip. dependant og Warriorinn er og bíður upp á margar og skemmtilegar leiðir til að komast hjá bardaga hvort svo sem það er í PvP eða í PvE, og svo auðvitað til að byrja bardagann á sínum eigin forsendum (sem hann ætti í raun alltaf að vera).

Það sem heillar mest við Rogues er hvað þeir geta litið út fyrir að vera illkvittnir bara í gegnum gameplay, þ.e.a.s. þú gankar eins og vitleysingur og þá ertu strax orðinn vondur maður. Það finnst mörgum skemmtilegt. Rogues kemst á staði sem margir geta bara dreymt um að komast án þess nokkurntíma að úthella blóði.

Helsti veikleiki Rogues er þó sá að þegar þú ert laminn, þá finnuru virkilega fyrir því. Þegar hitt er á þig, þá áttu ekki nema augnablik til að stinga af, stunna eða bara deyja.

Margir Rogues kannast líka við það að taka aggro frá tanks eða aggro holder einfaldlega með því að outdamage'a alla þá sem eru í kringum þig. Fyrsta sem manni dettur í hug er að kenna tankinum um, sem flestir gera, en gera sér einfaldlega ekki grein fyrir því að það er á ábyrgð Roguesins að henda frá sér aggroinu. Oftast GLEYMA rogues skill sem heitir Feint sem er algerlega ómissandi í gegnum allan leikinn. Þannig að, word of advice; nota Feint..

Poisons virðist líka vera heillandi við Rogues og byrja flestir að nota Deadly Poison (pois. DoT) á vopnin sín og vona eftir spammi á því. Það sem fólk fer svo að taka eftir að þetta heftir þig gífurlega ef þú vilt nota gouge-backstab combo og færa sig því yfir í Instant poison.. sem ég mæli eindregið með. Skyldueign í hverju instance'i er nóg af Instant og Crippling poison (alltaf, alltaf) því það er ekkert meira pirrandi en adds frá flýjandi mob.

———-

Tvö talent build virðast vera allsráðandi hjá Rogues og eru það Combat spec: 21-30-0 og Cold blood-preperation spec: 21(eða 22)-5-22(eða 21) og eru flest önnur talent búin til í kringum þessi.

Spurningin er einföld, hvernig viltu að gameplay verði hjá þér? ertu “Rogues do it from behind” týpa.. eða einfaldlega hardcore dmg outburst í adren. rushinu og ruglinu með tvö stór sverð og látandi öllum illum látum.

21-5-22 build
Hér er oftast notast við dagger main hand og sverð í off-hand (Barman shanker - Dal rend's tribal guardian virka fínt fyrir mig)

Þetta er örugglega mest notaða talent build hjá Rogues og finnst mér það árangurríkast. Þú opnar með Ambush og tekur 1000-2000 hp af andstæðingnum og spammar Backstab fyrir 800-1500 dmg hvert. (crit)
Þú ert dálítið bæklaður þegar menn vilja berjast við þig að framan en þá er bara einfalt að nota Gogue og hlaupa hringinn og Backstab.

Pre 1.6 patch:
Ambush - backstab - gouge - restealth - cheap shot - cold blood + eviscerate (5 points) - vanish - preperation … og endurtekur :)

í PvP er það einfaldlega “the element of surprise” sem gildir.. eftir patch 1.5 vorum við skemmdir því við lifðum á þeim sem sátu að drekka.. þá gastu farið og gert cheap shot á hann og hann festist sitjandi.. og hvað gerist þegar menn eru sitjandi í WoW? 100% crit chance.

21-30-0 build
Hér er oftast notast við tvö 1h swords (Krol's Blade - Dal rend's tribal guardian.. t.d.)

Þarna var maður að reyna vera warrior í leðri :P ég byrjaði á þessu því þetta er án efa lang besta PvE buildið fyrir Rogues. Ég hélt þessu buildi þar til ég var búinn að vera lvl 60 í mánuð og þá rerollaði ég og fór í hitt og sé alls ekki eftir því.

Meginkosturinn við þetta build var að ef þú lenntir í veseni þá gastu oftast sett allt í gang og þá er kvikindið dautt.. sama þó það væri tveir eða þrír að ráðast á þig. Árangursríkast var einfaldlega að henda sér í Blade Flurry (+20% attack speed og dmg á tvo í einu) ferð svo í Slice and Dice (úr two point SS… +30% attack speed rank 2) og svo Adren rush og spammar Sinister Strike (SS) og Eviscerate. Það fyndna er að fæstir hafa gert sér grein fyrir því að Slice and Dice og Blade flurry stacka á hvort annað þannig að þú ert kominn með +50% attack speed! og þetta er sko eitt stykki leynibragð uppí ermina á þér gegn einhverjum pallie ;)

———-

Ef einhver skildi ákveða að verða Rogue þá er ekkert nema gott að segja.. Hann á þó eftir að lenda í veseni vegna fjölda Rogues í leiknum sjálfum.. Þannig að það er svosem aldrei beðið um Rogues í Instance-run (nema kannski LBRS stealth-run) og einnig vegna fjölda leikmanna eru svo margir sem vita ekki nákvæmlega hvað þeir eru að gera.. þegar maður er farinn að sjá rogues segja “wtf I have aggro, wtf! you a bad tank!” .. því miður eru warriors flame'aðir svo afskaplega oft og þá aðallega af Mage - priest eða Rogue .. því þeir eru færir um að taka aggro frá warrior.. og er þeim sjaldnast um að kenna þegar illa fer..

En eins og ég segi, Rogues eru æðislegir, þeir eru aldnir upp við það að þeir séu bestir í PvP og fatta svo þegar líða tekur á leikinn að það er sko ekki rauninn.. hver kannast ekki við Alterac Valley? Þú velur þér bráð, drepur hana (80% líkur :P) og bamm.. þú ert dauður líka. Þeir eiga mjög auðvelt með að duela þar til um mid-lvl range þegar hinir classarnir fara að ná Rogues í skills (ekki player skills) og má þar nefna Warriors efsta á lista því þeir eru púra helvíti að drepa fyrir Rogues (MS-enrage anyone?)..

Næst á dagskrá, warriorinn minn :)

Takk fyrir,
Acidious

——————————-
Shadowmeld lvl 60 NE Rogue
Healme lvl 50 HU Warrior
Skullcrusher EU

( http://warcraftmovies.com/movieview.php?id=3366)