Kel'Thuzad Ef ég á að eiga mér eitthvað idol, þá væri það án efa Kel'Thuzad. Þessi ótrúlega magnaði galdrakall, stofnandi Scholomance og gamall vinur Antonidas var eitt sinn hátt settur í Kirin Tor reglunni og lifði góðu lífi í Dalaran. Seinustu árin þar hafði hann þó verið að gluggast í hinar forboðnu listir er kallast Necromancy á útlensku. Sem var bannað. Hann gerði það samt. Svo frétti hann af því að the Lich King væri að gera eitthvað svipað í Northrend. Hann áttaði sig á því að Kirin Tor myndi aldrei fara að spá eitthvað í Dark Powers og fór frá Dalaran í eitt skipti fyrir öll og hélt einn út í leit að the Lich King.

Hann ferðaðist einn í mörg ár, yfir lönd og höf og kom loksins að frosnu ströndum Northrend. Óbilaður hélt áfram í leit að the Icecrown (einhver svaka íshöll, sem the Lich King átti heima í og á enn heima í), staðfastur í að bjóða honum þjónustu sína. Þegar hann tölti í gegnum rústir Azjol-Nerub sá hann með eigin augum kraft Ner'zhuls og hélt ótrauður áfram. Hann kom loksins, eftir margra mánaða ferðalag í gegnum Northrend að Icecrown. Þar brá honum örlítið í brún, þegar verðirnir hleyptu honum þegjandi inn, eins og hann væri væntanlegur. Hann töltir þá bara inn og fer og spjallar við Ner'Zhul. Hann lofar honum ódauðleika og ég veit ekki hvað og hvað.

Hann sneri svo aftur til Lordareon, í dulagervi að sjálfsögðu, og í 3 ár notaði hann visku sína til að stofna Cult of the Damned. Fólkið í Lordaeron tók þessu mun betur en hann hafði vonað og varð þetta verk í raun skítlétt. Hann hóf svo að byggja risastóra potta sem hann geymdi smitaða grainið í, sem við munum öll svo vel eftir úr Warcraft 3. Þessir pottar voru flestir, ef ekki bara allir í Norður-Lordaeron, enda Andorhal ein helsta supplystöð á þessu svæði. Bændur á svæðinu sem höfðu gengið í Cult of the Damned földu þessa potta á ökrum sínum og þessir plebba humans föttuðu aldrei neitt fyrr en það var orðið allt of seint.

Planið gekk fullkomlega. Flestir bæirnir í norðurhluta Lordaeron smituðust strax og allt gekk vel. Nema hvað, hann sleppti Brill. Það voru kannski helstu mistökin, því þar fundu Arthas og Jaina Proudmoore hann, eltu hann aftur til Andorhal þar sem Kel sagði þeim frá Mal'Ganis, Dreadlordinum í Stratholme. Arthas elti þá Kel'Thuzad niður í reiði sinni og drap hann.


En örvæntið ei, Kel beið rólegur í draugsformi þar til verndari hans, Gavinrad the Dire var drepin af vonda Arthas og leyfar hans komust í réttar hendur. Hann birtist að vísu bara Arthas fyrst og sagði honum að hann ætti ekki að treysta þessum Dreadlords, þeir væru bara ill-shit gæjar. Hann lofaði að útskýra fyrir Arthas allt sem Lich King ætlaði að gera þegar hann myndi ganga aftur á jörðinni í Quel'Thalas. Hann fylgdi Arthas hvert sem hann fór og hjálpaði honum að ráðast inn í Silvermoon á móti hinni miklu Sylvanas Windrunner. Svo með hjálp Tichondrius (dreadlordaplebbi) varð Kel'Thuzad endurfæddur og gott betur en það, heldur var hann núna orðinn Lich!

Kel'Thuzad og Arthas ferðuðust svo saman til Alterac, þar sem hann ætlaði að summona fyrsta (ath, bara fyrsta) demonin, Eredar warlockin Archimonde. Eftir að hafa drepið orcana sem vörðu Demon Gateið, sagði Lich King að hann þyrfti að fara til Dalaran og stela Book of Medivh frá þeim. Það gerðu þeir og byrjuðu síðan að summona Archimonde. Fyrsta verk Archimonde var að promota Tichondrius sem leiðtoga the Scourge, sem gerði Arthas og Kel'Thuzad nokkurn vegin tilgangslausa. Arthas fór síðan til Kalimdor og Kel'Thuzad ásamt Sylvanas urðu eftir hjá Lich King. En þau vissu að the Burning Legion væri búin að tapa stríðinu langt á undan Dreadlordunum. Arthas kom aftur og alveg brjálaður í þetta skiptið og rak Dreadlordana í burtu. Kel varð mjög ánægður að sjá hann, enda voru þeir félagar mestu mátar.

Arthas dreymdi síðan the Lich King sem sagði honum að koma til Northrend. Kel'Thuzad fór strax að undirbúa brottför hans en bévítans Dreadlordarnir komu og leiðir þeirra skildu. Kel'Thuzad, vitandi það að aðeins Sylvanas gæti drepið Arthas, flúði sjálfur úr borginni og vissi að þangað til hann myndi finna Arthas væri hann í mikilli hættu. Hann fann hann svo á seinustu stundu, þegar Sylvanas var alveg að fara að ráðast á hann og Kel bjargaði deginum eins og honum einum er lagið. Hann fylgdi honum út að ströndunum þar sem hann hafði undirbúið skipaflota fyrir brottör hans. Arthas bað Kel að verða eftir í Lordaeron og passa uppá Plagelöndin og svoleiðis. Hann gerði það, en í bardaganum milli Sylvanas og Dreadlordana fór hann í felur, þar sem hann er enn að plana eitthvað svakalega sniðugt.


Takk Fyri
indoubitably